Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 83
Verkefni 4. árs læknanema
tregur eins og t.d. ef ADH er hækkað þynnir þetta fría vatn utan-
frumuvökvann og veldur lækkun á Na+ styrk. Með aftursýnni
könnun var kannað hvort samband var milli vökvameðferðar og
hyponatremíu.
Efniviður og aðferðir: í gögnum rannsókarstofu Landspítalans
voru fundin börn (0-18 ára) sem mælst höfðu með Na+ í blóði
<130mmól/L á árunum 1999-2003. Sjúkraskrár þeirra voru
síðan skoðaðar og fundin þau börn sem höfðu hyponatremiu í
kjölfar aðgerðar. Viðmiðahópur var fundinn og voru valin börn
sem fóru í svipaða aðgerð og fengu ekkí hyponatremiu í kjöl-
farið. Borin var saman vökvameðferð hjá hópunum og fundið
hvað gefinn vökvi myndaði mikið frítt vatn.
Niðurstöður: Alls fundust 90 börn með hyponatremiu. Af þeim
höfðu 14 hypoatremiu í kjölfar aðgerðar. Hóparnir voru misleitir
hvað varðaði aldur og tegund aðgerða. Þó er athyglisvert að 3
barnanna höfðu fengið lyfið OctostimÖ, sem er þekkt ADH hlið-
stæða, vegna blæðinga eftir töku hálskirtla. Hyponatremian kom
nánast alltaf fram daginn eftir aðgerð. Tilfellahópurinn fékk meira
frítt vatn í aðgerð en viðmiðahópurinn, 10.7ml/kg á móti 4.2
ml/kg. Að loknum fyrsta sólarhringnum var munur enn til staðar,
40.9 ml/kg á móti 30.5 ml/kg. Munurinn var í hvorugu tilfellanna
marktækur.
Ályktun: Árlega greinast nokkur börn með hyponatremiu á
íslandi. Greinilega er um að ræða vandamál sem vert er að rann-
saka betur með framskyggnri rannsókn. Ástæða er til að mæla
natríum oftar en gert er og hugsanlega endurskoða viðtekna
vökvagjöf.
Lykilorð: Hyponatremia, börn, vökvagjöf.
Lifun sjúklinga sem gengust undir aðgerð
vegna rofs á ósæðagúl í kvið 1997-2003
Einar Björnsson*, Stefán E. Matthiasson yfirlæknir og dósent **
Læknadeild Háskóla íslands*, Æðaskurðlækningadeild LSH**
Inngangur: Ósæðagúll í kvið (Abdominal Aortic Aneurysm-
AAA) er lúmskur sjúkdómur. Algengi er á bilinu 2-13% eftir aldri
og kyni. Ósæðargúlar vaxa að umfangi með tíma. Þetta hefur í
för með sér aukna rofhættu. Dánartíðni við rof er allt að 80%.
Talið er að 50% sjúklinga deyji strax en af þeim sem komast
undir læknishendur lifa aðeins 50%. Fyrirbyggjandi aðgerð er
framkvæmd til að hindra ótímabæran dauða vegna rofs, ef sjúk-
dómurinn er þekktur, þegar gúllinn er 5,0-5,5 cm í þvermál.
Meðferðarlíkur þeirra sem fá rof á ósæðargúl er háð ýmsum
þáttum. Meðal annars nálægð við sjúkrastofnun með aðstöðu til
meðferðar, skjótri greiningu og hæfu fagfólki til að meðhöndla
sjúkdóminn. í mars árið 2000 voru æðaskurðlækningar samein-
aðar á LSH í Fossvogi. Samhliða þessu voru gerðar breytingar
á bráðamóttöku við flutning almennra skurðlækninga á LSH við
Hringbraut og tvær bráðamóttökur reknar sitt í hvoru húsinu.
Sérstaklega voru skoðaðir þeir þættir sem hafa áhrif á afdrif
sjúklinga svo og breytts skipulags.
Efniviður og aðferðir: í rannsókn þessari er könnuð afdrif
þeirra sem koma á bráðamóttökur LSH með rof á ósæðargúl og
þeirra sem gengust undir aðgerð. Yfirfarnar voru sjúkraskrár
þeirra á tímabilinu 1997-2003. Könnuð sjúkdómsmynd og lifun
þeirra sem gengust undir aðgerð. Einnig var kannaður greining-
artími, aðferð og breytt skipulag fyrir og eftir sameiningu
æðaskurðlækningadeildar og breytingu á bráðamóttöku.
Niðurstöður: Á tímabilinu 1997-2003 komu 40 sjúklingar, 30
karlar og 10 konur, með rof á ósæðagúl j kvið á bráðamóttökur
Lsp, SHR og LSH. Af þessum 40 fengu 5 líknandi meðferð.
Meðalaldur var 75,9 ár (58 -92). 30 daga dánartíðni hjá þeim
sem fóru í aðgerð var 40%, þar af 17% í aðgerð og 23% eftir
aðgerð. Dánartíðni fyrir og eftir sameiningu var 38,5% og 42,9%
(P=0,544). Meðal greiningartími frá komu var fyrir sameiningu
3,3 klst. en 27,6 klst. eftir sameiningu.
Ályktun: Dánartíðni við aðgerð vegna rofs á AAA er há enda um
afar lífshættulegan sjúkdóm að ræða. Árangur aðgerða hér á
landi er góður borið saman við þekktar tölur erlendis frá.
Sameining æðaskurðlækninga á LSH hefur ekki bætt lifun.
Tvískipting bráðamóttöku virðist hafa lengt meðal greiningartíma
á báðum bráðamóttökunum.
Tengsl táþrýstings við ökklaþrýsting, kiínísk
einkenni og æðamyndatöku hjá sjúklingum
með blóðþurrð í ganglimum
Jón Örn Friðriksson1, Jón Guðmundsson2 og Karl Logason3.
'Læknadeild Háskóla islands, 2Röntgendeild LSH 3Æðaskurðlækningadeild LSH
Inngangur: Stig blóðþurrðar í ganglimum er að jafnaði metið
með mælingu á blóðþrýsting við ökkla. Mæling þessi er einföld
en getur gefið villandi niðurstöður hjá sjúklingum með mjög
stífar/kalkaðar æðar. Mæling á blóðþrýsting í tám er þá talin gefa
áreiðanlegri niðurstöður. Markmið rannsóknarinnar var að bera
saman niðurstöður táþrýstingsmælinga annars vegar við niður-
stöður ökklaþrýstíngsmælinga, kliniskt stig blóðþurrðar og
niðurstöður æðamyndatöku hins vegar og þannig leggja mat á
áreiðanleika táþrýstingsmælinga og gagnsemi við mat á blóð-
þurrð í ganglimum.
Efniviður og aðferðir: Hjá 30 sjúklingum í röð, sem komu til
æðamyndatöku á LSH vegna blóðþurrðar í ganglimum, var
mældur ökklaþrýstingur og táþrýstingur í samtals 55 gang-
limum. Gerð almenn læknisskoðun og klínísk einkenni sjúkling-
anna metin.
Niðurstöður: Fylgni var á millí klinisks stigs blóðþurrðar, niður-
staða æðamyndatöku og táþrýstingsmælinga (Sþearman-stuð-
ull = 0,5 og p < 0,05). Betri fylgni var við ökklaþrýstingsmælingu
en táþrýstingsmælingu en sá munur var ekki marktækur. í
tveimur tilvikum var unnt að mæla táþrýsting en ekki ökkl-
aþrýsting .
LÆKNANEMINN
2005
81