Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 67

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 67
Ótroðnar slóðir mönnum miðju þorpsins. Þorpið lá við þjóðveginn þannig að við gerðum okkur í hugarlund að miðjan væri þar sem byggðin er þéttust eins og algengt er. Sendiboðinn leiddi okkur aftur á móti langt út úr bænum þar til hann staðnæmdist við krossgötur sem hann hélt fram að væru miðja þorpsins. Það var ekki annað að gera en að taka hann trúanlegan. Sandurinn var því sléttaður og kókflöskunni snúið, úti á sléttu með stöku kofa á stangli í kring. Sennilega ekki skrýtið að þeim fyndist þetta hlægilegar aðferðir. I Malaví nota menn höfuðið! Vinnureglur okkar miðuðust að því að ganga hús úr húsi og finna börn á heimilum sínum. Þessi aðferðafræði var ekki ákjós- anleg í augum þeirra mæðra sem ekki urðu á vegi okkar, og þustu þær allar til síns heima að sækja bólusetningakort barna sinna og röðuðu sér síðan upp á förnum vegi og laumuðu sér jafnvel inn á heímili vinkvenna sinna sem voru svo heppnar að verða á vegi okkar. Yfirleitt myndaðist krakkaskari sem fylgdist með af mikill forvitni. Yngstu börnunum fannst þessir hvítingjar þó svo ófrýnilegir að þeir hlupu undan og grétu af skelfingu. Seinna frétti maður að uppeldishlutverk hvíta mannsins væri ekki ólíkt Grýlu gömlu, og því líklega ærin ástæða til þess að óttast! Þrátt fyrir minniháttar ágreining um aðferðafræði var gestrisnin mikil, og meiri eftir því sem að þorpin urðu afskekktari. Síðasta þorpsheimsóknin var sérstaklega eftirminnileg. Þorpið var afar afskekkt og eftir að hafa farið alllanga leið á mótorhjóli var löng ganga í gegnum skóg og fjalllendi áður en komið var þangað. Þorpið var líka dreift yfir stórt svæði þannig að dagurinn var langur, en viðtökurnar ógleymanlegar. Þorpshöfðinginn var svo ánægður með heimsóknina að hann lét slátra kjúkling sem við snæddum síðan á heimili hans, og sagði okkur að líklega hefði aldrei sést hvítur maður í þorpinu áður. Það skemmdi ekki fyrir að vita að þetta væru ótroðnar slóðir, a.m.k. í mínum augum. Tækifæri gafst til þess að heimsækja læknadeildina í Blantyre sem er sú eina í landinu. Þaðan útskrifast um 50 læknar á ári. Andstæðurnar sem þar mættu manni voru magnaðar. Þar var allt til alls, heimavist, bókasafn með öllum þeim bókum sem mér datt í hug að leita að, fullbúið tölvum, krufningaaðstaða og efni í bunkum, kennslustofur vel búnar og í raun allt sem þarf og meira til. Víða mátti merkja að erlendir aðilar hefðu gefið búnað og bækur þannig að ekkert myndi skorta til þess að mennta lækna Greinarhöfundur með þorpshöfðingjanum og öðrum fyrirmennum á veröndinni þar sem þeirra er sannarlega þörf. Handan við götuna var síðan stærsti spítali landsins þannig að aðstaðan var öll eins og best verður á kosið. Læknanemar þar voru að vonum ánægðir með að stunda nám þar, en stóðu frammi fyrir þeirri spurningu hvort að þeir myndu flytja til Bretlands eða annnarra landa við náms- lok þar sem þeir gætu unnið sína vinnu með tíföld laun, eða standa undir því gríðarlega álagi sem lagt yrði á þá í heimaland- inu. Sem dæmi má taka að Monkey Bay hérað er hluti af Mang- ochi-umdæmi og er íbúafjöldi þess um 800 þúsund. Á þessu svæði er einn læknir, staðsettur á umdæmissspítala Mangochi. Þess ber þó að geta að í Malaví eru starfandi svokallaðir Clinical officers sem að standa í framlínunni við að greina og meðhöndla sjúkdóma, og er sú menntun þriggja ára nám á háskólastigi. Á þeim er þó einnig mikill skortur eins og af hjúkrunarfræðingum og menntafólki almennt, sem skiljanlega grípa þau tækifæri sem gefast til þess að starfa við betri aðstæður og kjör. Það er óhætt að segja að þessi heimsókn hafi verið áhrifamikil, og dýpkað skilning minn á því við hvaða vanda vanþróaðri lönd eiga við að etja á þessum vettvangi. Hér í byrjun nefndi ég nokkrar staðreyndir um Malaví sem drógu upp heldur dökka mynd af lífinu þar. Vissulega sá ég döþur og vannærð börn, en sem betur fer gæti ég þó talið þessi börn á fingrum mér. Aftur á móti hitti ég ákaflega lífsglatt og nægjusamt fólk sem fékk mann til þess að hugsa um hvað skipti í raun og veru máli í lífinu. Ég tók dökku myndina ekki með heim. Baobab-tréð með ræturnar upp... LÆKNANEMINN 2005 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.