Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 46
Barna- og unglingageðlækningar
1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
Tafla 2: Tilvisanir, afgreidd mái og biðlisti
göngudeildar
■ Heildarfjöldi tilvísana
■ Heildarfjöldí afgrelddra máN
□ Biðlisti í árslok
2002 2003
Tafla 3: Skráðar sjúklingakomur f göngudeild
2004
] Göngudeild - skráðar
sjúklingakomur
1) Tvær alþjóðlegar ráðstefnur voru skipulagðar og haldnar á
íslandi árið 2004 og þarf vart að nefna hversu mikilvægur sá
þáttur er fyrir sérgreinina („ADHD and OCD from Childhood
to Adutthood" í janúar og „Implementation of evid-
ence-based methods in Child and Adolescent Psycho-
pharmacology" í september).
2) Barnageðlæknafélag íslands hefur haldið árleg málþing á
Læknadögum frá árinu 2002, ásamt tveimur þverfaglegum
námskeiðum með þátttöku erlendra fyrirlesara árið 2001
(„Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum; tilkynningaskylda
og meðferð“) og árið 2004 (,,Adolescent suicide and self-
harrn").
3) Fengnir hafa verið þekktir fyrirlesarar hingað til lands, m.a. í
samvinnu við Háskóla íslands.
4) Einn mikilvægasti þátturinn fyrir þróun innan sérgreinarinnar
er fjöldi rannsókna en hvorki fyrr né síðar hafa þær verið eins
margar og mikilvægar og einmitt núna:
- Fjölmargar rannsóknir eru í vinnslu innan BUGL (sjá Töflu 4).
- Sjálfseignarstofnunin Barnarannsóknir var stofnuð árið
2002 og hefur lokið við stórt þverfaglegt rannsóknarverk-
efni; „Rannsókn á heilsu, hegðun og þroska 5 ára barna á
íslandi. “
- Þverfaglegar rannsóknir eru í vinnslu í samvinnu við íslenska
Erfðagreiningu; annars vegar „Rannsókn á erfðum
einhverfu og einkenna á einhverfurofi“ og hins vegar
„Rannsókn á erfðum ofvirknisraskana".
- Rannsóknarverkefni um aðlögun greiningarviðtalsins
„Parent Interview for Child Symptoms“ (P.I.C.S.-4) fyrir
íslenskar aðstæður hefur nýlega verið unnið á barnageð-
deild FSA.
Lokaorð
Miklar vísindalegar framfarir hafa orðið í barna- og unglingageð-
læknisfræði undanfarin ár eins og sést best á þeim fjölda rann-
sókna sem nú standa yfir innan sérgreinarinnar og þróun á þjón-
ustu henni tengdri. Markmið barna- og unglingageðlækna er að
halda áfram þessari uppbyggingu ásamt því að efla sérnám hér
á íslandi.
Barna- og unglingageðlæknisfræði snertir mun fleiri þætti en
einungis innan læknisfræðinnar. í greiningar- og meðferðarvinnu
sérgreinarinnar er gert ráð fyrir þekkingu á mörgum öðrum
fræðilegum sviðum, eins og til dæmis sálfræði, félagsfræði og
uppeldisfræði. Dagleg vinna barna- og unglingageðlækna bygg-
ist mest á þverfaglegri samvinnu, og einnig, og ekki síst,
samvinnu við foreldra.
Allt þetta gerir það að verkum að sérgreinin er í stöðugri
endurnýjun og framför. Af þeirri ástæðu er hún svo lifandi og
áhugaverð.
Heimildir:
Ólafur Ó. Guðmundsson, Bertrand Lauth, „Barna- og unglingageðlækningar
á íslandi eru langt f frá að deyja út “, Læknablaðið 2005; 91; 190-192.
44
LÆKNANEMINN
2005
J