Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 81

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 81
Verkefni 4. árs læknanema 82 (p<0,01), m.a. barksteravíðtaki b, IL-15, JAK3 og frumu- boðar í TNF súperfjölskyldunni. Frekari niðurstaðna er að vænta. Ályktun: Genatjáning er mismunandi hjá sjúklingum með og án astma, jafnvel í eineggja tvíburum. Áhrif umhverfisþátta eru því mikilvæg og gætu genin sem eru tjáð á mismunandi hátt gefið vísbendingar um meingerð astma og ofnæmis. Er munur á þroska og heilsufari tvíbura, tæknifrjóvgaðra og eðlilega getinna? Ólöf Kristjana Bjarnadóttir', Reynir Tómas Geirsson12, Sveinn Kjartans- son3, Þórður Óskarsson2, Ásgeir Haraldsson13 'Læknadeild Háskóla fslands, 2Kvennadeild, 3Barnaspítali Hringsins, Landspítala- háskólasjúkrahúsi, 101 Reykjavík. Tilgangur: Með tæknifrjóvgunum (IVF) hafa spurningar um heilbrigði barnanna vaknað. Þar sem tvíburameðgöngur eru oft áhættumeiri og börnin viðkvæmari fyrir skakkaföllum ætti munur á börnum eftir frjóvgunarmáta að vera skýrari þar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna mun á þroska og heilsufari 10-13 ára tvíbura eftir því hvort þeir urðu til við glasa- frjóvgun eða ekki. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur til foreldra tvíbura sem fæddust 1990-1993. Af 254 tvíburapörum voru 216 með lögheimili á íslandi og báðir tvíburarnir lifandi. Allir foreldrar sem svöruðu samþykktu rannsóknina. Úrvinnsla var í Microsoft Excel forriti og reiknuð voru hlutföll, mismunur meðaltala, pöruð/ópöruð t-próf og kí-kvaðrat próf. Niðurstöður: Alls bárust svör frá foreldrum 31 IVF-tvíbura (af 48, 65 % svarhlutfall) og 106 non-IVF (af 168, 63 % svarhlutfall). Enginn marktækur munur var milli fyrri og seinni tvíburanna né milli IVF og non-IVF barna hvað varðaði upphaf göngu og tals. Ekki var munur milli IVF og non-IVF hópanna í heimsóknum til heimilislækna, barnalækna, háls-,nef- og eyrnalækna, augn- lækna og annarra sérfræðinga. Enginn marktækur munur var á bólusetningu, sýklalyfjanotkun, annarri lyfjanotkun, þroskafrá- vikum eða séraðstoð í skóla. Marktækur munur var í röraísetn- ingu (IVF 19,4 %, non-IVF 30,4 %, p<0,014 ) og astmalyfja- notkun (IVF 51,6 %, non-IVF 33,2%, p<0,008). Ályktun: Þroski og heilsufar tvíbura fyrstu 10-13 árin virðist að mestu leyti óháður því hvernig getnaður er tilkominn. Einungis fannst munur í meiri fjölda röraísetninga hjá tvíburum eftir eðli- legan getnað, meðan astmi var algengari hjá glasafrjóvguðum börnum. Mögulegt er að ytri þættir, t.d. fjölskylduaðstæður og reykingar útskýri þennan mun. Meðferð og afdrif sjúklinga sem gengust undir fóðringu ósæðargúla á LSH árin 1997-2003 Benedikt Árni Jónsson Læknadeild Háskóla íslands. Stefán E. Matthiasson yfirlæknir og dósent*, Jón Guðmundsson yfir- læknir**, Kristbjörn I. Reynisson sérfræðingur. *Æðaskurðlækningadeild LSH. "Röntgendeild LSH. Tilgangur: Að meta árangur af fóðringu ósæðargúla á LSFI árin 1997-2003. Efniviður og aðferðir: Frá nóvember 1997 til mai 2003 geng- ust 13 sjúklingar undir fóðringu, EVAR (Endovascular Aorta Repair), vegna ósæðargúla í kviðarholi, AAA ( Abdominal Aortic Aneurysm), á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðar Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Að auki var EVAR framkvæmd hjá tveimur sjúklingum vegna gúla á brjósthluta ósæðar og hjá einum sjúklingi vegna áverka og rofs á ósæðarboga. Sjúkraskrár voru skoðaðar afturvirkt og upplýsingar metnar með tilliti til einstaka sjúklingaþátta, aðgerðar, eftirfylgni og afdrifa sjúklinga. Einnig voru yfirfarnar allar myndgreiningarrannsóknir sem sjúk- lingar gengust undir í tengslum við EVAR. Reynt var að meta tæknilegan og klínískan árangur EVAR. Niðurstöður: 12 karlar og 1 kona gengust undir EVAR vegna AAA. Meðalaldur var 74 ár (62-79 ár). Aðgerð heppnaðist vel hjá 12 sjúklingum, 1 sjúklingur greindist með leka (ófullkomin útilokun AAA frá blóðrás) í kjölfar aðgerðar. Engar hjáverkanir urðu vegna aðgerðar og aldrei var breytt yfir í opna skurðað- gerð. Sjúkrahúsvist eftir aðgerð var að meðaltali 5,2 dagar (4-8 dagar). Enginn sjúklinganna þurfti vistun á gjörgæsludeild. Sjúk- lingum var fylgt eftir í 35 mánuði að meðaltali (7-59 mán). 11 AAA hafa minnkað að þvermáli. Meðaltals minnkun er 22% (4- 47%). Einn AAA stóð í stað, líklegast talið vera vegna viðvarandi, en þó óstaðfests, og síminnkandi leka af gerð II (leki í AAA frá lumbalgreinum). Einn AAA stækkaði í kjölfar endoleka sem greindist 7-12 mánuðum eftir EVAR. Ein fóðring var fjarlægð í opinni skurðaðgerð 49 mánuðum eftír EVAR. Ástæða var vinklun á fjærskálmum í kjölfar breytinga á formi gúlsins og minnkunar. Þrír sjúklingar létust á tímabilinu 1997-2004 en dánarorsakir eru ekki tengdar EVAR. Ályktun: Fóðrun á ósæðargúlum er meðferðarform sem nota má þegar opin skurðaðgerð er ekki talin fýsileg og hjá eldrí sjúk- lingum. Árangur okkar er vel sambærilegur við erlendar niður- stöður. Samanburðurinn takmarkast þó af fámenni okkar hér á landi. Langtímaárangur er hins vegar ekki Ijós, en flestir hafa þessir sjúklingar aðra undirliggjandi sjúkdóma sem að öllu jöfnu verða þeim að aldurtila fyrr eða síðar. LÆKNANEMINN 2005 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.