Læknaneminn - 01.04.2005, Page 81
Verkefni 4. árs læknanema
82 (p<0,01), m.a. barksteravíðtaki b, IL-15, JAK3 og frumu-
boðar í TNF súperfjölskyldunni. Frekari niðurstaðna er að vænta.
Ályktun: Genatjáning er mismunandi hjá sjúklingum með og án
astma, jafnvel í eineggja tvíburum. Áhrif umhverfisþátta eru því
mikilvæg og gætu genin sem eru tjáð á mismunandi hátt gefið
vísbendingar um meingerð astma og ofnæmis.
Er munur á þroska og heilsufari tvíbura,
tæknifrjóvgaðra og eðlilega getinna?
Ólöf Kristjana Bjarnadóttir', Reynir Tómas Geirsson12, Sveinn Kjartans-
son3, Þórður Óskarsson2, Ásgeir Haraldsson13
'Læknadeild Háskóla fslands, 2Kvennadeild, 3Barnaspítali Hringsins, Landspítala-
háskólasjúkrahúsi, 101 Reykjavík.
Tilgangur: Með tæknifrjóvgunum (IVF) hafa spurningar um
heilbrigði barnanna vaknað. Þar sem tvíburameðgöngur eru oft
áhættumeiri og börnin viðkvæmari fyrir skakkaföllum ætti
munur á börnum eftir frjóvgunarmáta að vera skýrari þar.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna mun á þroska og
heilsufari 10-13 ára tvíbura eftir því hvort þeir urðu til við glasa-
frjóvgun eða ekki.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur til foreldra
tvíbura sem fæddust 1990-1993. Af 254 tvíburapörum voru 216
með lögheimili á íslandi og báðir tvíburarnir lifandi. Allir foreldrar
sem svöruðu samþykktu rannsóknina. Úrvinnsla var í Microsoft
Excel forriti og reiknuð voru hlutföll, mismunur meðaltala,
pöruð/ópöruð t-próf og kí-kvaðrat próf.
Niðurstöður: Alls bárust svör frá foreldrum 31 IVF-tvíbura (af
48, 65 % svarhlutfall) og 106 non-IVF (af 168, 63 % svarhlutfall).
Enginn marktækur munur var milli fyrri og seinni tvíburanna né
milli IVF og non-IVF barna hvað varðaði upphaf göngu og tals.
Ekki var munur milli IVF og non-IVF hópanna í heimsóknum til
heimilislækna, barnalækna, háls-,nef- og eyrnalækna, augn-
lækna og annarra sérfræðinga. Enginn marktækur munur var á
bólusetningu, sýklalyfjanotkun, annarri lyfjanotkun, þroskafrá-
vikum eða séraðstoð í skóla. Marktækur munur var í röraísetn-
ingu (IVF 19,4 %, non-IVF 30,4 %, p<0,014 ) og astmalyfja-
notkun (IVF 51,6 %, non-IVF 33,2%, p<0,008).
Ályktun: Þroski og heilsufar tvíbura fyrstu 10-13 árin virðist að
mestu leyti óháður því hvernig getnaður er tilkominn. Einungis
fannst munur í meiri fjölda röraísetninga hjá tvíburum eftir eðli-
legan getnað, meðan astmi var algengari hjá glasafrjóvguðum
börnum. Mögulegt er að ytri þættir, t.d. fjölskylduaðstæður og
reykingar útskýri þennan mun.
Meðferð og afdrif sjúklinga sem gengust
undir fóðringu ósæðargúla á LSH árin
1997-2003
Benedikt Árni Jónsson Læknadeild Háskóla íslands.
Stefán E. Matthiasson yfirlæknir og dósent*, Jón Guðmundsson yfir-
læknir**, Kristbjörn I. Reynisson sérfræðingur.
*Æðaskurðlækningadeild LSH. "Röntgendeild LSH.
Tilgangur: Að meta árangur af fóðringu ósæðargúla á LSFI árin
1997-2003.
Efniviður og aðferðir: Frá nóvember 1997 til mai 2003 geng-
ust 13 sjúklingar undir fóðringu, EVAR (Endovascular Aorta
Repair), vegna ósæðargúla í kviðarholi, AAA ( Abdominal Aortic
Aneurysm), á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðar Landspítala
Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Að auki var EVAR framkvæmd hjá
tveimur sjúklingum vegna gúla á brjósthluta ósæðar og hjá
einum sjúklingi vegna áverka og rofs á ósæðarboga. Sjúkraskrár
voru skoðaðar afturvirkt og upplýsingar metnar með tilliti til
einstaka sjúklingaþátta, aðgerðar, eftirfylgni og afdrifa sjúklinga.
Einnig voru yfirfarnar allar myndgreiningarrannsóknir sem sjúk-
lingar gengust undir í tengslum við EVAR. Reynt var að meta
tæknilegan og klínískan árangur EVAR.
Niðurstöður: 12 karlar og 1 kona gengust undir EVAR vegna
AAA. Meðalaldur var 74 ár (62-79 ár). Aðgerð heppnaðist vel hjá
12 sjúklingum, 1 sjúklingur greindist með leka (ófullkomin
útilokun AAA frá blóðrás) í kjölfar aðgerðar. Engar hjáverkanir
urðu vegna aðgerðar og aldrei var breytt yfir í opna skurðað-
gerð. Sjúkrahúsvist eftir aðgerð var að meðaltali 5,2 dagar (4-8
dagar). Enginn sjúklinganna þurfti vistun á gjörgæsludeild. Sjúk-
lingum var fylgt eftir í 35 mánuði að meðaltali (7-59 mán). 11
AAA hafa minnkað að þvermáli. Meðaltals minnkun er 22% (4-
47%). Einn AAA stóð í stað, líklegast talið vera vegna viðvarandi,
en þó óstaðfests, og síminnkandi leka af gerð II (leki í AAA frá
lumbalgreinum). Einn AAA stækkaði í kjölfar endoleka sem
greindist 7-12 mánuðum eftir EVAR. Ein fóðring var fjarlægð í
opinni skurðaðgerð 49 mánuðum eftír EVAR. Ástæða var
vinklun á fjærskálmum í kjölfar breytinga á formi gúlsins og
minnkunar. Þrír sjúklingar létust á tímabilinu 1997-2004 en
dánarorsakir eru ekki tengdar EVAR.
Ályktun: Fóðrun á ósæðargúlum er meðferðarform sem nota
má þegar opin skurðaðgerð er ekki talin fýsileg og hjá eldrí sjúk-
lingum. Árangur okkar er vel sambærilegur við erlendar niður-
stöður. Samanburðurinn takmarkast þó af fámenni okkar hér á
landi. Langtímaárangur er hins vegar ekki Ijós, en flestir hafa
þessir sjúklingar aðra undirliggjandi sjúkdóma sem að öllu jöfnu
verða þeim að aldurtila fyrr eða síðar.
LÆKNANEMINN
2005
79