Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 93

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 93
Verkefni 3. árs læknanema megi betur fara. Skráningu upplýsinga er oft ábótavant, hún mætti vera markvissari, reglulegri, miðaðri að börnum og henni safnað saman og gögnin samræmd í miðlægum gagnagrunni. Tíðni og flokkun keisaraskurða á íslandi 1989-2003 Guðný Jónsdóttir', Ragnheiður I. Bjarnadóttir2, ReynirTómas Geirs- son1'2, Alexander Smárason3 'Læknadeild H.Í., 2Kvennadeild LSH, "Kvennadeild FSA. Inngangur: Tíðni keisaraskurða hefur víða tvö- eða þrefaldast undanfarna áratugi án þess að burðarmálsdauði hafi lækkað. Á íslandi hefur tíðnin aukist verulega, en burðarmálsdauði hefur lækkað á sama tíma. Heildartölur um burðarmálsdauða gefa takmarkaða mynd af því hvort fjölgun keisaraskurða skili sér í færri dauðsföllum fullburða barna. Athugað var mögulegt samband milli tíðni keisaraskurða og burðarmálsdauða hjá full- burða börnum á íslandi á tímabilinu 1989-2003 og hvernig mismunandi ástæður keisaraskurða hafa breyst. Efni og aðferðir: Upplýsingar um alla einbura >2500g sem fæddust með keisaraskurði og öll börn >2500g, án alvarlegra vanskapnaða, sem dóu burðarmálsdauða voru fengnar úr Fæðingarkráningunni og mæðraskrám. Fagrýniaðferð Robsons var notuð til að flokka konur sem fóru í keisaraskurð með tilliti til ástæðna fyrir aðgerð. Breytingar á hlutföllum flokkanna og sambandi keisaraskurðatíðni við burðarmálsdauða voru metnar með Pearsons stuðli (SPSS forrit). Niðurstöður: Alls fóru 8332 konur í keisaraskurð og 111 börn >2500g, án fósturgalla, dóu burðarmálsdauða. Tíðni keisara- skurða jókst úr 10% í 16,1% (p<0,001), en burðarmálsdauði lækkaði ekki marktækt (meðaltal 2,01/1000). Lækkun burðar- málsdauða fylgdi ekki aukinni tíðni keisaraskurða hjá fullburða börnum, en þegar heildartölur fyrir öll börn voru skoðaðar (1990-2003 og 1994-2003) var fylgni til staðar (r>0,55; p <0,04). Marktæk hækkun var á hlutfalli Robson hóps 1 (frum- byrjur með einbura í höfuðstöðu, full meðganga og sjálfkrafa sótt) meðal kvennanna (p<0,05). Ályktanir: Aukin tíðni keisaraskurða leiðir ekki til fækkunar dauðsfalla hjá fullburða börnum. Burðarmálsdauði allra fæddra barna lækkar þó samfara fleiri keisaraskurðum. Fleiri frumbyrjur í eðlilegri meðgöngu sem lenda í keisaraskurði kann að hækka tíðni þeirra aðgerða á komandi árum. Faraldsfræði Myotonia Dystrophica á íslandi Gerður Leifsdóttir', Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir1'2, John Benedikz2, Guðjón Jóhannesson2 'Læknadeild Háskóla íslands, Taugalækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss Inngangur: Myotonia Dystrophica (MD) er fjölkerfasjúkdómur sem erfist ríkjandi. Einkenní geta verið margvísleg, m.a. vöðva- herpingur (myotonia), vöðvarýrnun og -máttleysi, leiðnitruflanir í hjarta, öndunarerfiðleikar, vitsmunaskerðing og innkirtlavanda- mál. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði MD á íslandi. Efni og aðferðir: Rannsóknin byggir að hluta á eldri efnivið sem safnað var á árunum 1985-90. Leitað var í sjúkraskrám Land- spítala Háskólasjúkrahúss, innlagna- og tölvukerfi spítalans, eldri kerfum LSH og Sjúkrahúss Reykjavíkur að sjúklingum með þessa sjúkdómsgreiningu. Samband var haft við taugalækna og ýmsa aðra sérfræðinga sem sinnt hafa þessum sjúklingahópi. Ættir voru kortlagðar og teiknaðar upp í ættfræðiforritinu PED42. Niðurstöður: Alls fundust 125 lifandi og látnir einstaklingar með MD. Af þeim voru 79 á lífi, 43 konur og 36 karlar (1,2:1). Algengi miðað við 31.desember 2003 reyndist vera 27,4/100.000. 23 (29%) höfðu meðfætt form sjúksdómsins (13 karlar og 10 konur). Meðalaldur sjúklinganna var 43, 6 ár (bil 1 -85 ár). Meðal- aldur við upphaf einkenna var 27,4 ár (bil 5-70 ár). Meðaltíma- lengd einkenna var því 16,2 ár. Alls fundust 25 fjölskyldur á íslandi með sjúkdóminn og hafði hver fjölskylda 2-10 sjúklinga. Ályktun: Algengi MD á íslandi (27,4/100.000) er hærra en lýst er í flestum erlendum rannsóknum. Munurinn gæti skýrst af ákjósanlegum aðstæðum hérlendis til rannsókna og betri grein- ingu. Eins getur verið að sjúkdómurinn sé raunverulega algeng- ari hér á landi. Hlutfall þeirra sem höfðu meðfætt form sjúk- dómsins (29%) er nær þrefalt á við það sem erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á (10%). Ástæða þessa er óljós. Hlutfalli karla og kvenna, meðalaldri við upphaf einkenna og erfðamynstri ber saman við erlendar rannsóknir. Lykilorð: Myotonia Dystrophica, faraldsfræði, algengi, erfðir. Sýkingarálag og ofnæmi Hulda Ásbjörnsdóttir1, Rúna B. Sigurjónsdóttir', Bjarni Þjóðleifsson2, Christer Janson', ísleifur Ólafsson3, Þórarinn Gíslason2, Davíð Gíslason2 'Læknadeild Háskóla (slands, 2Lyflækningasvið I, LSH, "Rannsóknarsvið LSH, 4Respiratory Medicine and Allergology. Akademiska sjukhuset Uppsala Bakgrunnur: Á síðastliðnum 20-30 árum hafa ofnæmis- og sjálfsofnæmissjúkdómar verið að færast í aukana í þróaðri löndum. Hreinlætiskenningin (the hygíene hypothesis) var sett fram seint á níunda áratugnum til að skýra þessa þróun en hún segir að einstaklingar sem búa við mikið hreinlæti og lítið sýking- arálag á uppvaxtarárum séu líklegri til að þróa með sér astma og ýmsa ofnæmissjúkdóma. Helicobacter pylori (Hp) veldur krón- ískri sýkingu í mönnum og er því ágætt dæmi um sýkingarálag. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða tengsl sýkingarálags og ofnæmis þar sem Hp-sýking verður notuð sem breytan fyrir sýkingarálag. Efniviður og aðferðir: Efniviðurinn var fenginn úr Evrópurann- sókninni Lungu og heilsa. IgG mótefni gegn Hp og CagA-stofni LÆKNANEMINN 2005 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.