Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 86
Ályktanir: Hinn mikli fjöldi AMD sjúklinga í rannsókninni gefur
góða mynd af dreifingu sjúklinga á íslandi með mismunandi birt-
ingarform sjúkdómsins og hver tilhneiging sjúkdómsgangsins er
með hækkandi aldri, sérstaklega í elstu aldurshópunum. Ljóst er
að um mikið heilbrigðisvandamál er að ræða sem á einungis eftir
að versna eftir því sem meðallíftími fólks lengist.
Shear stress activation of ERK1/2 in arterial
smooth muscle cells and its role in plaque
formation
Arnar Þórisson' Supervisors; Dr. A. Dardik2 og Dr. B. E. Sumpío2
Læknadeild Háskóla íslands', Yale University, New Haven CT, USA2
Bakgrunnur: Atherosclerosa (AS) og atherosclerosu tengdir
sjúkdómar eru í dag helsta dánarorsök í flestum vestrænum
ríkjum. Margar tilgátur um myndun AS hafa verið settar fram en
engin þeirra hefur verið sönnuð. Tvær helstu tilgáturnar eru “the
hemodynamic theory” og “the response to injury theory”.
ERK1/2 er meðlimur MAP kínasa fjölskyldunnar af innanfrumu-
boðskipta sameindum og tengist þetta ensím auknum lífslíkum
frumunnar, aukinni genatjáningu og hindrar skipulagðan frumu-
dauða (Apoptosis).
Tilgangur: Hugmyndin er sú, að við útsetningu sléttvöðv-
afrumna á iðustreymis skúfspennu (Oscillatory Shear Stress =
OSS) þá verður aukning á frumuskiptingu sléttvöðvafrumna
vegna aukinnar örvunar á ERK1/2 boðleiðinni.
Framkvæmd: Nautgripa sléttvöðva frumur úr aortu var sáð á
sex hólfa plötur og síðan útsettar fyrir OSS (11 dynes/cm2) með
eða án PD98059, sem er þekktur ERK1/2 hindri. Frumufjöldi var
síðan talinn á degi 0, 1, 3 og 5. Frumufjöldi var síðan borinn
saman við dag 0.
Seinni hluti tilraunarinnar fólst í því að ath hvort það væri ERK1/2
sem örvaðist við útsetningu fyrir OSS. Þetta var gert með því að
útsetja frumur fyrir OSS í 0, 5, 10, 15, 30 og 60 mínútur með og
án PD98059 og síðan var framkvæmdur rafdráttur (western
blot) á próteinunum til að sjá hvort OSS hafi í raun áhrif ERK1/2,
þ.e.a.s. hvort ensímið örvist.
Niðurstöðurnar úr rafdrættinum eru síðan notaðar til að reikna
hlutfallið á milli örvaðs ERK1/2 (fosfórýlerað) og heildar ERK1/2
(fosfórylerað og ófosfórýlerað), því stærra sem hlutfallið er þeim
mun meiri ERK1/2 virkjun hefur átt sér stað.
Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu það að OSS örvaði vöxt
miðað við viðmiðurnarhóp og að þessi örvun var hindruð með
PD98059, sem bendir til þess að aukningin sé vegna ERK1/2.
Seinni hluti tilraunarinnar sýndi fram á það að aukningin á frumu-
skiptingunni er vegna örvunar á ERK1/2 þar sem niðurstöður
rafdráttar sýndu að ERK1/2 örvast með útsetningu fyrir OSS.
Umræða: Þessar tilraunir hafa sýnt fram á það að skúfspennu-
háð örvun á frumuskiptingum vegna ERK1/2 boðleiðarinnar er
hægt að koma í veg fyrir in vitro. Þessar niðurstöður lofa góðu
og við vonumst til að þessar sömu aðferðir megi vera notaðar in
vivo sem fyrirbyggjandi meðferð við AS.
Meðfæddir efnskiptasjúkdómar hjá börnum á
íslandi 1984 - 2003
Ámi Þór Arnarson', Atli Dagbjartsson' 2, Pétur Lúðvígsson2
Læknadeild Háskóla islands', Barnaspítali Hringsins2
Bakgrunnur: Meðfæddir efnaskiptasjúkdómar (“inborn errors
of metabolism”) eru flokkur sjaldgæfra sjúkdóma í efnaskipta-
ferlum lífefna sem oftast stafa af ensímgalla vegna staks mein-
gens. Flestir gefa sig til kynna á fyrstu vikum eða mánuðum
ævinnar og margir leiða til dauða. Markmið rannsóknarinnar er
að kanna tíðni meðfæddra efnaskiptasjúkdóma hjá börnum á
íslandi og grenslast fyrir um afdrif þeirra.
Efniviður og aðferðir: Efniviður rannsóknarinnar voru öll börn
sem fæddust á 20 ára tímabili frá 1. janúar 1984 til 31. desem-
ber 2003 og greindust með meðfædda efnaskiptasjúkdóma. í
rannsókninni voru meðfæddir efnaskiptasjúkdómar skilgreindir
sem arfbundnir sjúkdómar í efnaskiptaferlum lífefna, þ.e. amín-
ósýra, lífrænna sýra, sykra og fituefna sem valda sjúkdómsein-
kennum frá taugakerfi og fleiri líffærakerfum og koma fram á
barnsaldri. Leitað var tilvika í tölvuvæddu sjúklingabókhaldi allra
barnadeilda á íslandi og upplýsingar um sjúkdómsgreiningu,
einkenni, afdrif og fieiri þætti skráðar í gagnagrunn rannsóknar-
innar. Tíðnitölur voru fundnar með hlutfallsreikningi
Niðurstöður: Alls fundust 38 tilvik sem uppfylltu skilyrði rann-
sóknarinnar. Kynjahlutfall var jafnt og 40% (15/38) barnanna
voru látin. Meðalnýgengi meðfæddra efnaskiptasjúkdóma í heild
var 1 af 2260 lifandi fæddum börnum (1:2260). Algengustu
greiningarnar voru: Phenylketonuria 1:6607, primary lactic acid-
osis 1:9541, neuronal ceroid lipofuscinosis 1:21467 og
methylmalonic acidemia 1:28629.
Ályktun: Tíðni meðfæddra efnaskiptasjúkdóma var í heild
svipuð á íslandi og í þeim fáu sambærilegu erlendu rannsóknum
sem fundust. Erfitt er að draga ályktun um algengi einstakra
sjúkdóma vegna smæðar þýðisins.
Rannsókn á breytileika í príongeni í heil-
brigðu íslensku þýði
Ásta Dögg Jónasdóttír1, Stefanía Þorgeirsdóttir2, Guðmundur Georgs-
son2
'Læknadeild Háskóla fslands, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn (CJD) telst til príonsjúkdóma
sem draga nafn sitt af smitefninu príon (PrPSc) sem er að öllum
84
LÆKNANEMINN
2005