Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 82

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 82
Verkefni 4. árs læknanema Flysjun í hálsslagæðum; Einkenni, skamm- tíma-og langtímaafdrif Jórunn Harpa Ragnarsdóttir', Elías Ólafsson12, Ólafur Kjartansson' 3 og Einar Már Valdimarsson'-2. ’Læknadeild Háskóla Islands, Taugalækningadeild Landspítala Háskólasjúkra- húss, "Röntgendeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Inngangur: Flysjun (dissection) kallast það þegar rof verður í æðavegg þannig að blóð fer að flæða langsum innan í æðaveggnum, oftast inni í mediunni. Flysjun í hálsslagæðum er mikilvæg orsök blóðþurrðar í heila hjá yngri sjúklingum. Afdrif þessa hóps hafa lítið verið rannsökuð. Tilgangur þessara rannsóknar er að meta helstu einkenni þess- ara sjúklinga og einnig að meta afdrif þeirra m.t.t. fötlunar, endurtekins áfalls og dauða. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru þeir sjúklingar sem greindust með blóðþurrð í heila vegna flysjunar í hálsslagæðum á LSH á árunum 1993-2002. Fjöldi sjúklinga var 18 manns, 13 karlmenn og 5 konur. Meðalaldur við greiningu var 47 ár. Farið var yfir æðamyndir og hálsæðaómanir til að staðfesta greiningu. Sjúkraskrár voru skoðaðar til að afla upplýsinga um upphafsein- kenni og atriði sem fundust við skoðun. Haft var samband við þá sem eftir lifðu (16 af 18) og notaður Rankin skali til að meta afdrif þeirra. Þátttakan var 100%. Niðurstöður: Af þeim voru 11 sem greindust með flysjun í a. carotis interna og 7 sem greindust með flysjun í a. vertebralis. Einn hafði fengið beinan áverka á hálsinn stuttu fyrir greiningu. Algengustu einkenni sem sjúklingar með flysjun í a. caritis int. kvörtuðu yfir voru verkur í höfði eða hálsi, dofatilfinning, mátt- minnkun og málstol. Algengustu einkenni sem sjúklingar með flysjun í a. vertebralis kvörtuðu yfir voru tvísýni, verkur í höfði eða hálsi, kyngingarerfiðleikar og ógleði. Allir sjúklingarnir fóru í myndrannsóknir af höfði og æðamyndatökur. Fimm fengu endurtekið áfall. Níu fengu þunglyndiseinkenni eftir áfallið. Tveir eru einkennalausir í dag og 3 eru öryrkjar eftir áfallið. Fimmtán eru með Rankin 0-2 og tveir einstaklingar létust vegna heilaáfallsins (Rankin 6). Ályktun: Flysjun í hálsslagæðum er mikilvæg orsök heilablóð- þurrðar hjá yngra fólki. Þessir einstaklingar skera sig úr heildar- hópi heilablóðfallssjúklinga að því leyti að þeir eru miklu yngri og hafa gjarnan verk í höfði eða hálsi þegar þeir veikjast. Dánarhlut- fall virðist lægra en hjá heilablóðfallssjúklingum almennt. Eitt sjötti hluti býr við örorku eftir áfallið og fjórðungur sjúklinga hefur fengið endurtekið áfall. Dregur glákulyfið dorzolamide úr framgangi sjónhimnusjúkdóms í sykursýki? Eydís Ósk Hafþórsdóttir', Einar Stefánsson2 Læknadeild Háskóla (slands’, Landspítali Háskólasjúkrahús2 Inngangur: Blóðþurrð og súrefnisskortur eru mikilvægir þættir í framgangi sjónhimnusjúkdóms (diabetic retinopathy) í sykursýki. Helsta meðferðin er laser aðgerð sem bætir súrefnisbúskap sjónhimnunnar. Rannsóknarhópurinn hefur sýnt fram á að glák- ulyfið dorzolamide auki súrefnisþrýsting og blóðflæði í sjóntaug og sjónhimnu. Prófuð var sú kenning að dorzolamide gæti dregið úr framgangi sjónhimnusjúkdóms í sykursýki. Efniviður og aðferðir: í gagnagrunni augnlækna voru 23 sykursýkissjúklingar sem notað höfðu dorzolamide í minnst 6 mánuði. Valinn var samanburðarhópur (case control) úr sama gagnagrunni og gerður samanburður á nýgengí stigbreytinga sjónhimnusjúkdóms. Einnig var skoðað hvort munur væri á breytingum í sjónskerpu milli hópanna. Niðurstöður: Af 23 sjúklingum notuðu 20 sjúklingar dorzolamide í hægra augað en það auga var notað fyrir tölfræði- lega úrvinnslu. Rannsóknarhópur notaði lyfið að meðaltali í 28 mánuði en fylgitími samanburðarhóps var 30 mánuðir. Hjá rann- sóknarhóp versnaði retinopathy hjá 4(20%) en batnaði hjá 2(10%). Hjá samanburðarhóp versnaði retinopathy hjá 6(30%) en batnaði hjá 1 (5%). Sjónskerpan batnaði hjá 1(5%) í hvorum hóp , versnaði hjá 5(25%) í rannsóknarhóp og 3(15%) í samanburðarhóp. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á hópunum hvað varðar sjón- himnusjúkdóm og sjónskerpu. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna tilhneigingu til betri útkomu hjá rannsóknarhóp en samanburðarhóp. Tölfræðilega marktækur munur var ekki á hópunum enda fámennir og meðferðartíminn stuttur. Þessi rannsókn gætí lagt grunn að framsýnni rannsókn þar sem skoðaður væri stærri sjúklingahópur í lengri tíma Lykilorð: Sjónhimnusjúkdómur, dorzolamide, P02, sykursýki, glákulyf Hyponatremia eftir aðgerðir á börnum Birna Guðbjartsdóttir', Kristján Óskarsson2, Þórður Þórkelsson2, Stefán Hjálmarsson3, Aðalbjörn Þorsteinsson3 'Læknadeíld Háskóla (slands, 2Barnaspítali Hringsins og "Svæfinga- og gjörgæslu- deild, Landspitalans Háskólasjúkrahúss Inngangur: Osmolaritet og rúmmál utanfrumvökvans ræðst að mestu leyti af styrk natriumjónar (Na+). Ef Na+ lækkar verður flutningur á vökva inn í frumur. Þá eykst hætta á heilabjúg sem í versta falli getur valdið alvarlegum heilaskemmdum eða jafnvel dauða. Sýnt hefur verið að áhættan er meiri hjá börnum en full- orðnum. Nýrun halda jafnvægi Na+ og vatns á mjög nákvæmu bili. Antidiuretic hormone (ADH) á þar hlut að máli og lætur nýrun halda í vatn. Utanaðkomandi þættir svo sem streita, sársauki, ógleði og fasta sem oft fylgja aðgerðum valda aukinni seytun á ADH. Við aðgerðir er venja að gefa vökva í æð sem hefur svipað osmólarítet og utanfrumuvökvinn. Notaðar eru ísótón lausnir sem innihalda blöndu af natriumsöltum og glúkósu. Frítt vatn myndast þegar líkaminn brennir sykrinum. Ef þvagútskilnaður er 80 LÆKNANEMINN 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.