Læknaneminn - 01.04.2005, Qupperneq 82
Verkefni 4. árs læknanema
Flysjun í hálsslagæðum; Einkenni, skamm-
tíma-og langtímaafdrif
Jórunn Harpa Ragnarsdóttir', Elías Ólafsson12, Ólafur Kjartansson' 3 og
Einar Már Valdimarsson'-2.
’Læknadeild Háskóla Islands, Taugalækningadeild Landspítala Háskólasjúkra-
húss, "Röntgendeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.
Inngangur: Flysjun (dissection) kallast það þegar rof verður í
æðavegg þannig að blóð fer að flæða langsum innan í
æðaveggnum, oftast inni í mediunni. Flysjun í hálsslagæðum er
mikilvæg orsök blóðþurrðar í heila hjá yngri sjúklingum. Afdrif
þessa hóps hafa lítið verið rannsökuð.
Tilgangur þessara rannsóknar er að meta helstu einkenni þess-
ara sjúklinga og einnig að meta afdrif þeirra m.t.t. fötlunar,
endurtekins áfalls og dauða.
Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru þeir sjúklingar sem
greindust með blóðþurrð í heila vegna flysjunar í hálsslagæðum
á LSH á árunum 1993-2002. Fjöldi sjúklinga var 18 manns, 13
karlmenn og 5 konur. Meðalaldur við greiningu var 47 ár. Farið
var yfir æðamyndir og hálsæðaómanir til að staðfesta greiningu.
Sjúkraskrár voru skoðaðar til að afla upplýsinga um upphafsein-
kenni og atriði sem fundust við skoðun. Haft var samband við
þá sem eftir lifðu (16 af 18) og notaður Rankin skali til að meta
afdrif þeirra. Þátttakan var 100%.
Niðurstöður: Af þeim voru 11 sem greindust með flysjun í a.
carotis interna og 7 sem greindust með flysjun í a. vertebralis.
Einn hafði fengið beinan áverka á hálsinn stuttu fyrir greiningu.
Algengustu einkenni sem sjúklingar með flysjun í a. caritis int.
kvörtuðu yfir voru verkur í höfði eða hálsi, dofatilfinning, mátt-
minnkun og málstol. Algengustu einkenni sem sjúklingar með
flysjun í a. vertebralis kvörtuðu yfir voru tvísýni, verkur í höfði eða
hálsi, kyngingarerfiðleikar og ógleði. Allir sjúklingarnir fóru í
myndrannsóknir af höfði og æðamyndatökur.
Fimm fengu endurtekið áfall. Níu fengu þunglyndiseinkenni eftir
áfallið. Tveir eru einkennalausir í dag og 3 eru öryrkjar eftir áfallið.
Fimmtán eru með Rankin 0-2 og tveir einstaklingar létust vegna
heilaáfallsins (Rankin 6).
Ályktun: Flysjun í hálsslagæðum er mikilvæg orsök heilablóð-
þurrðar hjá yngra fólki. Þessir einstaklingar skera sig úr heildar-
hópi heilablóðfallssjúklinga að því leyti að þeir eru miklu yngri og
hafa gjarnan verk í höfði eða hálsi þegar þeir veikjast. Dánarhlut-
fall virðist lægra en hjá heilablóðfallssjúklingum almennt. Eitt
sjötti hluti býr við örorku eftir áfallið og fjórðungur sjúklinga hefur
fengið endurtekið áfall.
Dregur glákulyfið dorzolamide úr framgangi
sjónhimnusjúkdóms í sykursýki?
Eydís Ósk Hafþórsdóttir', Einar Stefánsson2
Læknadeild Háskóla (slands’, Landspítali Háskólasjúkrahús2
Inngangur: Blóðþurrð og súrefnisskortur eru mikilvægir þættir í
framgangi sjónhimnusjúkdóms (diabetic retinopathy) í sykursýki.
Helsta meðferðin er laser aðgerð sem bætir súrefnisbúskap
sjónhimnunnar. Rannsóknarhópurinn hefur sýnt fram á að glák-
ulyfið dorzolamide auki súrefnisþrýsting og blóðflæði í sjóntaug
og sjónhimnu. Prófuð var sú kenning að dorzolamide gæti
dregið úr framgangi sjónhimnusjúkdóms í sykursýki.
Efniviður og aðferðir: í gagnagrunni augnlækna voru 23
sykursýkissjúklingar sem notað höfðu dorzolamide í minnst 6
mánuði. Valinn var samanburðarhópur (case control) úr sama
gagnagrunni og gerður samanburður á nýgengí stigbreytinga
sjónhimnusjúkdóms. Einnig var skoðað hvort munur væri á
breytingum í sjónskerpu milli hópanna.
Niðurstöður: Af 23 sjúklingum notuðu 20 sjúklingar
dorzolamide í hægra augað en það auga var notað fyrir tölfræði-
lega úrvinnslu. Rannsóknarhópur notaði lyfið að meðaltali í 28
mánuði en fylgitími samanburðarhóps var 30 mánuðir. Hjá rann-
sóknarhóp versnaði retinopathy hjá 4(20%) en batnaði hjá
2(10%). Hjá samanburðarhóp versnaði retinopathy hjá 6(30%)
en batnaði hjá 1 (5%).
Sjónskerpan batnaði hjá 1(5%) í hvorum hóp , versnaði hjá
5(25%) í rannsóknarhóp og 3(15%) í samanburðarhóp. Ekki var
tölfræðilega marktækur munur á hópunum hvað varðar sjón-
himnusjúkdóm og sjónskerpu.
Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna tilhneigingu til betri útkomu hjá
rannsóknarhóp en samanburðarhóp. Tölfræðilega marktækur
munur var ekki á hópunum enda fámennir og meðferðartíminn
stuttur. Þessi rannsókn gætí lagt grunn að framsýnni rannsókn
þar sem skoðaður væri stærri sjúklingahópur í lengri tíma
Lykilorð: Sjónhimnusjúkdómur, dorzolamide, P02, sykursýki,
glákulyf
Hyponatremia eftir aðgerðir á börnum
Birna Guðbjartsdóttir', Kristján Óskarsson2, Þórður Þórkelsson2, Stefán
Hjálmarsson3, Aðalbjörn Þorsteinsson3
'Læknadeíld Háskóla (slands, 2Barnaspítali Hringsins og "Svæfinga- og gjörgæslu-
deild, Landspitalans Háskólasjúkrahúss
Inngangur: Osmolaritet og rúmmál utanfrumvökvans ræðst að
mestu leyti af styrk natriumjónar (Na+). Ef Na+ lækkar verður
flutningur á vökva inn í frumur. Þá eykst hætta á heilabjúg sem í
versta falli getur valdið alvarlegum heilaskemmdum eða jafnvel
dauða. Sýnt hefur verið að áhættan er meiri hjá börnum en full-
orðnum. Nýrun halda jafnvægi Na+ og vatns á mjög nákvæmu
bili. Antidiuretic hormone (ADH) á þar hlut að máli og lætur nýrun
halda í vatn. Utanaðkomandi þættir svo sem streita, sársauki,
ógleði og fasta sem oft fylgja aðgerðum valda aukinni seytun á
ADH. Við aðgerðir er venja að gefa vökva í æð sem hefur svipað
osmólarítet og utanfrumuvökvinn. Notaðar eru ísótón lausnir
sem innihalda blöndu af natriumsöltum og glúkósu. Frítt vatn
myndast þegar líkaminn brennir sykrinum. Ef þvagútskilnaður er
80
LÆKNANEMINN
2005