Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 18
Primum non nocere áhugasvið mitt er tiltölulega breitt. Þetta nám á þó vel við mig þannig að ég er afar sáttur við inntökuprófin. Að sjálfsögðu kemur mun breiðari hópur inn í deildina og þeir sem reyna við inntökuprófin en ná þeim ekki þurfa ekki að naga sig í handar- bökin vegna tapaðs tíma. Einnig hef ég það á tilfinningunni að álagið og andrúmsloftið í clausus hafi farið illa í margan manninn og oft skilið eftir sár á andlegri heilsu fólks til styttri eða lengri tíma (alls ekki algilt). En hópurinn sem kemur úr inntökuprófum er breiður, of breiður kannski, þar sem margir falla út, eru ekki tilbúnir í svona hark eða finnast fræðin ekki eiga við sig. Þetta fólk tekur sæti annarra sem hafa mikinn áhuga á læknisfræðinni og myndu sóma sér vel sem nemendur innan deildarinnar. Afföll eru of mikil eins og staðan er í dag, spurning hver lausnin sé. Ég tel clausus ekki vera svarið, ein leið gæti verið að stækka hópinn sem kemst inn þar sem það hefur sannað sig í nágrannalöndum að stór prósenta fellur út á fyrstu árunum í námi eftir inntökupróf. 2. Hvert er þitt álit á breyttu kennslufyrirkomulagi í læknadeild? Ég er maður blokkakerfisins, finnst það afar hentugt, gott aðhald og dreifir álagi, þ.e. minni möguleiki að missa sig í kæru- leysi til lengri tíma. Skipting námsskeiða er þó ekki nægilega góð, þar sem langir kúrsar virðast skiptast ójafnt niður á annir. Áætlanir varðandi styttingu náms voru illa framkvæmdar, þar sem engin samskipti virðast hafa verið á milli „innsta hrings" deildarinnar og kennara sem fengu skilaboð um að minnka námsefni í kúrsum vegna þess að einingum var fækkað. Kenn- arar gerðu það hins vegar ekki. Tími nokkurra faga hefur því skerðst en efni haldist óbreytt og myndar það mikið álag á nemendur. Stytting náms í rúm 5 ár reyndist svo ólögmæt, það tók óeðlilega langan tíma að skýra frá og bregðast við þeirri niðurstöðu. Mér finnst ekki vera skipulagt nógu langt fram í tímann þar sem stjórnendur hafa sagt sjálfir að ekkert sé öruggt í kennslumálum fyrr en kennslu er lokið. 3. Hvernig finnst þér álagið á þig og samnemendur þína í náminu? Álagið er alltaf til staðar, en mismikið, einum of mis. Álaginu er afar illa skipt milli blokka, og nýja fyrirkomulagið því illa nýtt. Þetta virðist vera að fara batnandi ef við lítum á fyrsta ár í dag. Með betri samskiptum og skipulagi mætti fullnýta kosti þessa kerfis sem eru örugglega margir og eru skref í rétta átt að breyttu kennslufyrirkomulagi. 4. Hvað ertu ánægður með og hvað ertu óánægður með í náminu í heild? Það mættu vera meiri samskipti milli ára, sem og nema, kenn- ara og „innsta hrings" deildarinnar. Það er erfitt að vera fórnar- lamb nýjunga og breytinga en mér finnast margar breytinganna vera til góðs, t.d. meiri áhersla á samskiptahæfni og að nemar kynnast verklegu námi og aðstæðum á framtíðarvinnustöðum mun fyrr. 5. Hefur þú einhver skilaboð tii fulltrúa nemenda í Kennsluráði? Þið eruð frábær, þið standið ykkur vel. Ekki bara kvarta, upp með hnefann og róttækar aðgerðir gegn daufdumbum „innsta hring“. Þið hafið kraftinn. Ásthildur Erlingsdóttir, nemi á 3. ári 1. Hvert er þitt álit á breyttu kennslufyrirkomulagi i læknadeild? Ég er ósátt við að þessum breytingum skyldi vera hrint í fram- kvæmd strax en ekki beðið eftir nýjum árgöngum sem komust inn í deildina með inntökuprófum og hófu nám á þessum forsendum. Mér finnst mjög skrýtið að þjappa saman þremur önnum á eitt ár eins og gert hefur verið á þriðja árinu og einu rökin sem ég hef heyrt fyrir þessu eru að verið sé að „virkja óþol- inmæði kennara0. Mér finnst það persónulega óásættanleg rök og hef það engan veginn á tilfinningunni að verið sé að bæta mitt nám með þessum aðgerðum. 2. Hvernig finnst þér álagið á þig og samnemendur þína í náminu? Mér finnst það allt of mikið og fara vaxandi eftir því sem lengra líður. Það má aldrei neinn tíma missa og ef eitthvað kemur uppá hjá manni þá er lítið svigrúm til þess að takast á við það. 3. Hvernig sérðu fyrir þér árin fram að útskrift? Mér hrýs hugur við fjórða árinu sem ég á framundan núna næst. Mér finnst það nánast dónalegt að ætlast til viðveru sem svarar til vel rúmlega fullrar vinnu og búast við því að maður geti síðan flett í gegnum alla kírurgí og medicín svona í hjáverkum. Ég hefði haldið að það væri augljóst að þetta eru ósanngjarnar kröfur og mikið tillitsleysi gagnvart nemendum og okkar einkalífi. Svo verður framhaldið bara að koma í Ijós. 4. Hvað ertu ánægð með og hvað ertu óánægð með í náminu í heild? Almennt finnst mér kennslan fín og það eru margar góðar hugmyndir í gangi, s.s. PBL og umræðutímar sem nýtast yfirleitt vel og vekja áhuga manns. Það er greinilegt að margir kennarar eru mjög metnaðarfullir í sínu starfi og eru tilbúnir að vera okkur nemendum innan handar ef á þarf að halda. Það skilningsleysi og sú vanvirðing sem ég upplifi í gegnum þessar breytingar sem nú eru í gangi varpa hins vegar mjög stórum skugga á það hvernig ég hugsa um námið mitt hérna. Þess ber þó að geta að kennsluráð hefur verið mjög almennilegt við að hnika til tíma- setningum eftir okkar athugasemdum. Mér finnst það samt ekki eiga að vera hlutverk okkar nemenda að þurfa sífellt að hafa varann á gagnvart skipulaginu og benda á atriði sem augljóst ætti að vera frá upphafi að myndu ekki ganga upp. 5. Hefur þú einhver skilaboð til Kennsluráðs? Kannski benda þeim á að það eru bara 24 tímar í sólar- hringnum og ég hef komist að því að hvernig sem maður remb- ist þá fjölgar þeim ekki neitt. Og það kemur metnaðarleysi eða leti alls ekkert við. Kristinn Logi Hallgrímsson, nemi á 4. ári 1. Hvert er þitt álit á breyttu kennslufyrirkomulagi í læknadeild? Til að byrja með er álit mitt á því hvernig fyrirkomulaginu var komið á, ekki gott. Okkar ár lenti í miðjum breytingum og því hafa verið nokkur átök um þær. Að mínu mati eru góðu hliðarnar þær að gangi markmiðin eftir skila þær nemendum fyrr í klínískt LÆKNANEMINN 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.