Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 80

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 80
Verkefni 4. árs læknanema Rannsóknin var afturvirk og náði rannsóknartímabilið frá 1994- 2003. Upplýsingar um þá nýbura sem þurftu á öndunarvél- ameðferð að halda á tímabilinu voru fengnar úr skrá Vöku- deildar. Frekari upplýsingar um þá nýbura sem þurftu á HTÖ meðferð að halda voru fengnar úr sjúkraskrám. Blóðildun (oxygenation), loftun (ventilation) og sýru/basa vægi voru metin rétt áður en HTÖ meðferðin var hafin og 2 klst og 4 klst eftir að hún hófst. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fóru 602 nýburar á öndun- arvél og þar af 67 (11 %) á HTÖ. Drengir voru 63 % og stúlkur 37%. Blóðildun (T' p02/Fi02) var marktækt hærri eftir 2 klst á HTÖ en fyrir hana (p=0,003). Loftun (4> pC02) var marktækt betri eftir 2 klst á HTÖ en fyrir hana (p=0,0001). Sýrustig (pH) blóðs var marktækt hærra eftir 2 klst á HTÖ en fyrir hana (p=0,0001). 90% barnanna höfðu svarað HTÖ meðferðinni (T' p02/Fi02 eða 4- pC02) eftir 4 klst. Af þeim börnum sem svöruðu meðferðinni lifðu 80%, en af þeim sem svöruðu ekki meðferðinni lifðu 50%. Blóð- ildun (p02/Fi02) eftir 4 klst á HTÖ var marktækt hærri hjá þeim sem lifðu (p= 0,01) en þeim sem létust. Ályktun: Hátíðni öndunarvélameðferð bætir blóðildun, loftun og sýru/basa vægi flestra nýbura með alvarlegan lungnasjúkdóm. Lífslíkur barna með alvarlegan lungnasjúkdóm sem svara illa hátíðni öndunarvélameðferð eru verri en þeirra sem svara henni vel. Hátíðni öndunarvélar eru því nauðsynleg tækni við nútíma gjörgæslumeðferð á nýburum. Lykilorð: Hátíðni öndunarvél, nýburar, lungnasjúkdómar. Meðferð fólks með mjaðmabrot eftir að umræða um beinvernd fór af stað Unnur Þóra Högnadóttir', Þorvaldur Ingvarsson2 Læknadeild Háskóla íslands', Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri2 Inngangur: Á íslandi mjaðmabrotna um 200 einstaklingar á hverju ári. Mjaðmabrot er alvarlegur áverki og er talið að 14-30% einstaklinga deyi innan árs frá broti. Samspil beinþynningar og áhættuþátta fyrir byltu eru algengustu orsakir mjaðmabrota. Markmið rannsóknarinnar var að a) athuga hvort sjúklingar með mjaðabrot séu á lyfjum sem auka hættu á brotum og b) athuga hvort sjúklingar með mjaðmabrot fái beinverndandi meðferð Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru sjúkraskrár 790 sjúklinga sem lögðust inn á FSA á árunum 1982-2003 með greiningar- númerin 820.0-820.1 eða S72.0-S72.1. Eftirfarandi upplýsingar voru skráðar: 1) Kennitala 2) Kyn 3) Aldur 4) Tegund brota 5) Lyfjameðferð sjúklings við innlögn 6) Lyfjameðferð við útskrift 7) Lyfjameðferð innan deilda FSA fjórum vikum eftir brot 8) Póst- númer 9) Dánardagur 10) Önnur brot fyrir eða eftir lærleggsháls- brot, úr skrám röntgendeildar, ásamt tímasetningu þeirra. Upplýsingar úr röntgenskrám náðu aftur til ársins 1991. Upplýs- ingar fengust úr öllum sjúkraskrám nema þremur. Úrvinnsla gagna miðast við 1983 - 2003 þar sem skráning gagna 1982, byrjaði seinni hluta árs, og náði því ekki yfir heilt ár. Niðurstöður: Árið 2003 voru 42% sjúklinga með lærleggsháls- brot á beineyðandi lyfjum við útskrift, 67% voru á lyfjum með slævandii aukaverkanir á líkamann og 30% höfðu brotnað áður. Þrátt fyrir það voru 19% á beinverndandi lyfjum við útskrift. Umræða: Rannsóknin vekur upp spurningar um hvort árangur sé viðunandi og klínískum leiðbeiningum sé fylgt eftir í kjölfar mjaðmabrota. Áhugavert væri að skoða hvort árangur sé betri í heilsugæslunni. Lykilorð: Lærleggshálsbrot, beinþynning, beinverndandi meðferð. Samanburður á meingerð og erfðagerð eineggja og tvíeggja tvíbura með astma og/eða ofnæmi Brynja Jónsdóttir', Hákon Hákonarson2, Davíð Gíslason3, Þórarinn Gísla- son1'3, Unnur Steina Björnsdóttir1'3 Læknadeild Háskóla íslands1, islensk Erfðagreining2, Göngudeild lungna-, ofnæm- is- og gigtarsjúklínga, Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi3 Inngangur: Tíðni astma og ofnæmis hefur aukist mikið á undanförnum áratugum. Mikilvægt er því að rannsaka orsaka- þætti þessara sjúkdóma bæði m.t.t. erfða- og umhverfisþátta. Rannsóknir á tvíburum eru mikilvægar til þess að fá upplýsingar um áhrif erfða og umhverfis á meingerð sjúkdóma. Rannsóknir hafa leitt í Ijós að örfá gen af hvatbera DNA sem kemur frá móður aðskilja eineggja tvíburapör. Einnig er genatjáning mismunandi og pör hafa mismunandi svipgerðir sjúkdóma, t.d. m.t.t. astma og ofnæmis. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort og hvaða gen eða tjáning á genum aðgreinir eineggja tvíbura með astma og ofnæmi. Efniviður og aðferðir: Leitað var að einstaklingum með sama fæðingardag innan rannsóknarþýðis í íslenskri rannsókn á erfðum astma og ofnæmis sem hófst 1997. Tvíburar, foreldrar þeirra og eitt systkini sem vildu taka þátt komu á göngudeild lungna-, ofnæmis- og gigtsjúklinga á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi. Þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki, fóru í öndunarmælingu, metakólínpróf og húðpróf fyrir 12 loftbornum ofnæmisvökum og svöruðu spurningalista um astma- og ofnæmiseinkenni auk þess sem tvíburar og systkini svöruðu spurningalista um umhverfi sitt í uppvexti. Blóð var dregið til mælingar á mRNA með Affymetrix tækni. Sú tækni skimar fyrir tjáningu 12.600 gena. Einnig var IgE mælt. Þær mælingar voru framkvæmdar í íslenskri Erfðagreiningu. Allar persónu- upplýsingar voru dulkóðaðar. Niðurstöður: Alls tóku þátt í rannsókninni 6 eineggja og 6 tvíeggja tvíburapör auk 26 ættingja þeirra. Við samanburð á tvíburum með astma (n=13) og ekki með astma (n=11) fannst marktækur mismunur á tjáningu á 82 genum (p<0,01). Þegar borin voru saman 4 tvíburapör þar sem annar tvíburinn var með astma en hinn ekki var munur á tjáningu á 12 genum af þessum 78 LÆKNANEMINN 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.