Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 54
Raðgreiningu erfðamengis mannsins er lokið Hvað svo? gamans geta að 46% þeirra próteina sem finnast í sveppagróðri (Yeast (fungal) linage) finnast einnig í manninum (6). Menn kynnu að spyrja hvort raðgreining erðamengis mannsins, og skilningur okkar á erfðafræði undirstriki ágæti tilgátu Darwins, sem hann varpar fram í bók sinni Orgin of Species frá 1863. Raðgreining erfðamengis minni lífvera hélt áfram, og á undan- förnum árum hefur vísindamönnum tekist að raðgreina erfða- mengi meira en 100 dreifkjörninga (prokaryotes), sýkla og veira sem sumar hverjar valda sjúkdómum í manninum (tafla 1). Þannig hefur HGP ekki einungis haft þá þýðingu að færa okkur grunn sem í framtíðinni mun gera okkur kleyft að skilja betur tildrög erfðasjúkdóma, heldur einnig vitneskju um uppbyggingu erfðaefnis lífvera sem ráðast gegn frumum mannsins (15,16,17). Hvernig fór raðgreiningin fram? Það er langur vegur á milli þess að geta raðgreint erfðaefni og að skilja hlutverk þess. Á sama hátt var mikill munur á skilningi Forngrikkja og stjarnfræðinga nútímans á himintunglunum. Á svipuðum tíma og Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu á tunglið tókst Fred Sanger við Cambridge háskóla í Englandi að raðgreina basaröð DNA bútar, en það hafði heldur ekki tekist áður (6). Fyrir tíma nútíma raðgreiningartækni, sem stuðst var við mestan hluta Genamengisáætlunarinnar (sjá hér að neðan), skildi Sanger í sundur DNA bútana sína með hjálp gel-rafdráttar (gei-based sequencing). í stað þess að nota einungis dNTP (þ.e.a.s. N-bundnu basana: A, T, G, C til deoxýríbósa án hydroxyl-grúppu á stöðu 2), þá bætti Sanger einnig dideoxy- núkleótíðum útí lausnina sína (ddNTP), sem annars innihélt alla þá þætti sem nauðsynlegir voru fyrir fjölföldun erfðaefnisins. Ef DNA polymerasinn bætti þessu núkleótíðformi á samsætt snið- mótið (template) gat fjölföldunin ekki haldið áfram. Með öðrum orðum, þá gat ekki myndast forsfórsýrudiesterbinding (3’ _ 5’) á milli dideoxynúkleótíðsins og þess núkleótíðs er annars hefði bæst við hinn nýmyndaða streng. Sanger-aðferðin gaf þ.a.l. stytt form (truncated) á nýmynduðu erfðaefninu. Watson og Crick höfðu þegar varpað Ijósi á uppbyggingu DNA sameindarinnar, eins og fram hefur komið, og því vissi Sanger að ef um enda-dideoxynúkleótíðið cýtósín hefði verið að ræða, þá væri samsætan í erfðaefninu sem hann var að raðgreina gúanín. Sanger gat nýtt sér skerðiensímauppgötvun Werner Arber frá 6. áratugnum og eftir að hafa skorið erfðaefnið niður, rafdró hann bæði DNA-formin (þ.e. lítill bútur / stór bútur), en stærð bútanna á gelinu gaf vísbendingu um hvert núkleótíðanna honum hafði tekist að raðgreina (minni bútarnir (truncated) runnu hraðar niður gelið m.ö.o). Þessi aðferð var hins vegar tímafrek. Einum áratug síðar var Sanger-aðferðin gerð um það bil fjórum sinnum öflugri af þeim félögum Lloyd Smith og Mike Hunkapiller, aðferð sem síðar átti eftir að nýtast í HGP. Þeirra hugmynd var að notast við fjögur efnasambönd er gátu bundist ddNTP og gefið frá sér flúrljómun ef leysigeislum var beint að þeim. Niðurstöður lestursins voru síðan færðar yfir á tölvutækt form. Hunkapiller hélt athugunun sínum áfram við ameríska fyrir- tækið Biosystems (http://www.appliedbiosystems.com) sem síðar náði að hanna fjögurra reima raðgreiningarvél með aðferð- afræði hans og Lloyd Smith sem fyrirmynd. Tækið, sem fékk nafnið Smith-Hunkapiller raðgreiningartæki (mynd 3), greindi sjálft á milli DNA-bútanna og flúrljómunarinnar. Þegar menn hófu Genamengisáætlunina var þessi aðferð höfð að leiðarljósi, enn öflugri tæki komu fram í dagsljósið og Tafla 1. Sýkill (pathogen) Raðgreiningu lokið Fjöldi basapara Fjöldi próteina Sjúkdómar (ekki tæmandi listi) Chlamydia pneumoniae 25. juli 2003 1.225.935 1118 Lungnabólga, heilahimnubólga, miðeyrnabólga Chlamidia trachomatis 10. sept 2001 1.042.519 874 Klamydía, þvagrásarbólga, bólga í eggjaleiðurum, liðbólga, lungnabólga Clostridium tetani 5. feb 2003 2.799.251 2640 Stífkrampi Escherichia coli 9. des 2002 5.231.428 5490 Þvagfærasýking, sepsis, heilahimnubólga Haemophilus infiuenzae 19. okt 2001 1.830.138 1743 Lungnabólga, epiglottitis, heilahimnubólga, miðeyrnabólga Helicobacter pylori 7. sept 2001 1.667.867 1590 Magabólgur, skeifugarnarsár (áhættuþáttur magakrabbameins) Listeria monocytogenes 28. ágúst 2001 2.905.310 2847 Heilahimnubólga í nýburum Mycobacterium tuberculosis 7. sept 2001 4.411.529 3924 Berklar Mycoplasma pneumoniae 2. april 2001 816.394 688 Lungnabólga Neisseria meningitidis 27. sept 2001 2.184.406 2230 Heilahimnubólga (6-60 ára) Pseudomonas aeruginosa 10. sept 2001 6.264.403 5570 Sýkingar í sárum/brunasárum, lungnabólga Staphylococcus aureus 6. nóv 2001 2.902.619 2800 Húðsýkingar, abscess, lungnabólga, Toxic Shock Syndrome, osteomyelitis, hjartaþelsbólga Treponema pallidum 7. sept 2001 1.138.011 1041 Syphilis LÆKNANEMINN 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.