Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 91

Læknaneminn - 01.04.2005, Blaðsíða 91
Verkefni 3. árs læknanema sama hátt og þeim íslensku og niðurstöður þeirra bornar saman. Jafnframt voru niðurstöður skýrslu heilbrigðisráðherra um tíðni og eðli barnaslysa tímabilið 1990-96 nýttar til að fá mynd af þróun slysa barna. Til þessa var einnig notast við heimaslysarannsókn Eiríku A. Friðriksdóttur og Ólafs Ólafssonar frá árinu 1986. Niðurstaða: Heima- og frítímaslysum íslenskra barna hefur farið stórlega fækkandi á síðustu árum. íslenskt samfélag farið frá því að vera með eina hæstu slysatíðni í Vestur-Evrópu og í hóp þeirra þjóða sem hafa hvað lægsta tíðni á síðustu tveim og hálfum áratugi. Lykilorð: Heima- og frítímaslys, börn 0-4 ára, Slysaskrá íslands. Greining bióðfíokkamótefna þungaðra kvenna og afdrif nýburanna árin 1996-2003 Elín Gunnlaugsdóttir1, Atli Dagbjartsson1-2, Sveinn Guðmundsson3 ’Læknadeild Háskóla (sland, 2Barnaspítali Hringsins, 3Blóðbankinn við Barónsstíg. Inngangur: Misræmi milli blóðflokks móður og fósturs getur valdið blóðkornarofi hjá nýbura. Undir lok sjöunda áratugs síðustu aldar hófust ónæmisaðgerðir gegn anti-D mótefna-myndun. Síðan þá hefur greining anti-D mótefna orðið sjaldgæfari hjá konum á meðgöngu en á sama tíma hefur hlut- fall blóðflokkamisræmis vegna annarra blóðflokka aukist. Könnuð var tíðni og sértækni mótefna hjá þunguðum konum á íslandi árin 1996-2003 og fylgt eftir afdrifum barna sem hlutu sjúkdómsgreininguna „Hemolytic Disease of the Newborn (HDN)“. Efniviður: Gagnagrunnur Blóðbankans geymir upplýsingar um allar konur sem greindust með mótefni á meðgöngu frá árinu 1996. Fæðingar RhD neikvæðra kvenna í Reykjavík eru skráðar í gagnagrunn sem unninn er úr mæðraskrám. Upplýsingar um afdrif barna voru sóttar í sjúkraskrár og barnablöð hjá mæðra- skráningu. Niðurstöður: Á árunum 1996-2003 voru 32.996 fæðingar skráðar á íslandi. Hver meðganga er skráð sem eitt tilfelli í rann- sókninni. Þrjú hundruð og áttatíu mótefni greindust í 310 tilfellum. Tíðni mótefna-myndunar á meðgöngu reyndist vera 0,94%. Tvö mótefni voru til staðar í 18,7% tilfella og þrjú mótefni hjá 1,9% tilfella. Anti-D mótefni voru 15% allra mótefna sem greindust. Samtals voru mótefni gegn rhesus blóðflokknum 55,3%. Tæplega 39% anti-D mótefna voru þekkt áður en tiltekin meðganga hófst. Af þeim 61,4% anti-D mótefna sem greindust á tiltekinni meðgöngu voru 29,8% ekki greind fyrr en eftir 28.viku meðgöngunnar. Ríflega 95% barna sem greindust með HDN hlutu sjúkdóminn vegna rhesus blóðflokkamisræmis. Af þeim 310 börnum sem konur með mótefni fæddu á umræddu tíma- bili þurftu tíu (3,2%) á blóðskiptum að halda vegna HDN sjúk- dómsins en hjá öðrum þrjátíu (9,7%) dugði Ijósameðferð ein og sér. Ályktun: Rannsókn þessi gefur þverskurðarmynd af tíðni og sértækni mótefna hjá þunguðum konum yfir átta ára tímabil á íslandi. Þrátt fyrir að anti-D sé einungis um 15% allra mótefna sem greinast voru sjö af tíu blóðskiptum í nýburum vegna anti- D. Hin þrjú blóðskiptin fóru fram vegna annarra rhesus mótefna. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu reynst gagnlegar við undir- búning á samræmdum klínískum leiðbeiningum um greiningu blóðflokkamótefna á meðgöngu og eftirfylgni. Mikilvægt er að þungaðar konur komi í blóðskimun snemma á meðgöngu ef taka á upp klínískar leiðbeiningar sem fela í sér að gefa öllum RhD neikvæðum konum anti-D sprautu á 28. og 34. viku meðgöngu. Nauðsynlegt þykir að samræma gagnagrunna Blóðbanka og Barnaspítala til að fylgjast framvirkt með fram- vindu mála hjá þunguðum konum og nýburum þeirra þegar um blóðflokkamisræmi milli móður og fósturs er að ræða. Lykilorð: Blóðflokkamótefni þungaðra kvenna, blóðkornarof nýbura (hemolytic disease of the newborn, HDN). Skurðaðgerðir við kalkvakaóhófí (hyperparat- hyroidismus) á LSH 1990-2003. Gildi stað- setningarannsókna. Erna Halldórsdóttir1, Þorvaldur Jónsson2, Eysteinn Pétursson3, Sigurður Sigurjónsson4. ’Háskóli Islands, zSkurðlækningadeild LSH, 3(sótópastofa LSH, 4Röntgendeild LSH. Bakgrunnur: Algengasta orsök kalkvakaóhófs er góðkynja æxlisvöxtur (adenom) í einum kalkkirtli. Sjúkdómur í fleiri en einum kirtli er fátíðari og er þá oftast um ofvöxt (hyperplasiu) að ræða en sjaldnar góðkynja æxlisvöxt í fleiri en einum kirtli. Venjan við aðgerð á kalkkirtlum hefur verið að gera tvíhliða (bilateral) könnunaraðgerð á hálsi, finna alla kalkkirtla og fjarlægja síðan einn eða fleiri. Vegna þess að oftast er sjúkdómur aðeins í einum kirtli eru margir á þeirri skoðun að ekki þurfi að gera svo umfangsmikla aðgerð. Ef sjúki kirtillinn er staðsettur fyrir aðgerð með myndgreiningu væri hægt að gera staðbundnari, einhliða (unilateral) aðgerð með styttri aðgerðartíma, minni vefjaröskun og minni hættu á aukaverkunum. Rannsókn þessi var gerð til að athuga gildi staðsetningarrannsókna fyrir skurðaðgerð og hvort meinafræði kalkkirtla hefði áhrif á niðurstöður staðsetningar- rannsóknanna. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar með staðfest kalkvakaó- hóf sem gengust undir skurðaðgerð á kalkkirtlum á LSH árin 1990-2003 voru fundnir. Upplýsingar um kyn, aldur, staðsetn- ingarrannsóknir, skurðaðgerðir, aðgerðartíma og meinafræði kirtla fengust úr sjúkraskrám. Skilgreining á réttri staðsetningu var að staðsetningarrannsókn greindi sjúkdóm réttu megin á hálsi. Niðurstöður: Á tímabilinu voru gerðar 123 aðgerðir á 112 sjúk- lingum, 92 konum og 20 körlum, meðalaldur 61 ár. Af þessum aðgerðum voru enduraðgerðir á hálsi 13 og í tveimur tilfellum LÆKNANEMINN 2005 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.