Læknaneminn - 01.04.2005, Page 83

Læknaneminn - 01.04.2005, Page 83
Verkefni 4. árs læknanema tregur eins og t.d. ef ADH er hækkað þynnir þetta fría vatn utan- frumuvökvann og veldur lækkun á Na+ styrk. Með aftursýnni könnun var kannað hvort samband var milli vökvameðferðar og hyponatremíu. Efniviður og aðferðir: í gögnum rannsókarstofu Landspítalans voru fundin börn (0-18 ára) sem mælst höfðu með Na+ í blóði <130mmól/L á árunum 1999-2003. Sjúkraskrár þeirra voru síðan skoðaðar og fundin þau börn sem höfðu hyponatremiu í kjölfar aðgerðar. Viðmiðahópur var fundinn og voru valin börn sem fóru í svipaða aðgerð og fengu ekkí hyponatremiu í kjöl- farið. Borin var saman vökvameðferð hjá hópunum og fundið hvað gefinn vökvi myndaði mikið frítt vatn. Niðurstöður: Alls fundust 90 börn með hyponatremiu. Af þeim höfðu 14 hypoatremiu í kjölfar aðgerðar. Hóparnir voru misleitir hvað varðaði aldur og tegund aðgerða. Þó er athyglisvert að 3 barnanna höfðu fengið lyfið OctostimÖ, sem er þekkt ADH hlið- stæða, vegna blæðinga eftir töku hálskirtla. Hyponatremian kom nánast alltaf fram daginn eftir aðgerð. Tilfellahópurinn fékk meira frítt vatn í aðgerð en viðmiðahópurinn, 10.7ml/kg á móti 4.2 ml/kg. Að loknum fyrsta sólarhringnum var munur enn til staðar, 40.9 ml/kg á móti 30.5 ml/kg. Munurinn var í hvorugu tilfellanna marktækur. Ályktun: Árlega greinast nokkur börn með hyponatremiu á íslandi. Greinilega er um að ræða vandamál sem vert er að rann- saka betur með framskyggnri rannsókn. Ástæða er til að mæla natríum oftar en gert er og hugsanlega endurskoða viðtekna vökvagjöf. Lykilorð: Hyponatremia, börn, vökvagjöf. Lifun sjúklinga sem gengust undir aðgerð vegna rofs á ósæðagúl í kvið 1997-2003 Einar Björnsson*, Stefán E. Matthiasson yfirlæknir og dósent ** Læknadeild Háskóla íslands*, Æðaskurðlækningadeild LSH** Inngangur: Ósæðagúll í kvið (Abdominal Aortic Aneurysm- AAA) er lúmskur sjúkdómur. Algengi er á bilinu 2-13% eftir aldri og kyni. Ósæðargúlar vaxa að umfangi með tíma. Þetta hefur í för með sér aukna rofhættu. Dánartíðni við rof er allt að 80%. Talið er að 50% sjúklinga deyji strax en af þeim sem komast undir læknishendur lifa aðeins 50%. Fyrirbyggjandi aðgerð er framkvæmd til að hindra ótímabæran dauða vegna rofs, ef sjúk- dómurinn er þekktur, þegar gúllinn er 5,0-5,5 cm í þvermál. Meðferðarlíkur þeirra sem fá rof á ósæðargúl er háð ýmsum þáttum. Meðal annars nálægð við sjúkrastofnun með aðstöðu til meðferðar, skjótri greiningu og hæfu fagfólki til að meðhöndla sjúkdóminn. í mars árið 2000 voru æðaskurðlækningar samein- aðar á LSH í Fossvogi. Samhliða þessu voru gerðar breytingar á bráðamóttöku við flutning almennra skurðlækninga á LSH við Hringbraut og tvær bráðamóttökur reknar sitt í hvoru húsinu. Sérstaklega voru skoðaðir þeir þættir sem hafa áhrif á afdrif sjúklinga svo og breytts skipulags. Efniviður og aðferðir: í rannsókn þessari er könnuð afdrif þeirra sem koma á bráðamóttökur LSH með rof á ósæðargúl og þeirra sem gengust undir aðgerð. Yfirfarnar voru sjúkraskrár þeirra á tímabilinu 1997-2003. Könnuð sjúkdómsmynd og lifun þeirra sem gengust undir aðgerð. Einnig var kannaður greining- artími, aðferð og breytt skipulag fyrir og eftir sameiningu æðaskurðlækningadeildar og breytingu á bráðamóttöku. Niðurstöður: Á tímabilinu 1997-2003 komu 40 sjúklingar, 30 karlar og 10 konur, með rof á ósæðagúl j kvið á bráðamóttökur Lsp, SHR og LSH. Af þessum 40 fengu 5 líknandi meðferð. Meðalaldur var 75,9 ár (58 -92). 30 daga dánartíðni hjá þeim sem fóru í aðgerð var 40%, þar af 17% í aðgerð og 23% eftir aðgerð. Dánartíðni fyrir og eftir sameiningu var 38,5% og 42,9% (P=0,544). Meðal greiningartími frá komu var fyrir sameiningu 3,3 klst. en 27,6 klst. eftir sameiningu. Ályktun: Dánartíðni við aðgerð vegna rofs á AAA er há enda um afar lífshættulegan sjúkdóm að ræða. Árangur aðgerða hér á landi er góður borið saman við þekktar tölur erlendis frá. Sameining æðaskurðlækninga á LSH hefur ekki bætt lifun. Tvískipting bráðamóttöku virðist hafa lengt meðal greiningartíma á báðum bráðamóttökunum. Tengsl táþrýstings við ökklaþrýsting, kiínísk einkenni og æðamyndatöku hjá sjúklingum með blóðþurrð í ganglimum Jón Örn Friðriksson1, Jón Guðmundsson2 og Karl Logason3. 'Læknadeild Háskóla islands, 2Röntgendeild LSH 3Æðaskurðlækningadeild LSH Inngangur: Stig blóðþurrðar í ganglimum er að jafnaði metið með mælingu á blóðþrýsting við ökkla. Mæling þessi er einföld en getur gefið villandi niðurstöður hjá sjúklingum með mjög stífar/kalkaðar æðar. Mæling á blóðþrýsting í tám er þá talin gefa áreiðanlegri niðurstöður. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman niðurstöður táþrýstingsmælinga annars vegar við niður- stöður ökklaþrýstíngsmælinga, kliniskt stig blóðþurrðar og niðurstöður æðamyndatöku hins vegar og þannig leggja mat á áreiðanleika táþrýstingsmælinga og gagnsemi við mat á blóð- þurrð í ganglimum. Efniviður og aðferðir: Hjá 30 sjúklingum í röð, sem komu til æðamyndatöku á LSH vegna blóðþurrðar í ganglimum, var mældur ökklaþrýstingur og táþrýstingur í samtals 55 gang- limum. Gerð almenn læknisskoðun og klínísk einkenni sjúkling- anna metin. Niðurstöður: Fylgni var á millí klinisks stigs blóðþurrðar, niður- staða æðamyndatöku og táþrýstingsmælinga (Sþearman-stuð- ull = 0,5 og p < 0,05). Betri fylgni var við ökklaþrýstingsmælingu en táþrýstingsmælingu en sá munur var ekki marktækur. í tveimur tilvikum var unnt að mæla táþrýsting en ekki ökkl- aþrýsting . LÆKNANEMINN 2005 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.