Læknaneminn - 01.04.2007, Page 65

Læknaneminn - 01.04.2007, Page 65
Sérnám í Svíþjóð tilsettum tíma. Læknirinn hefur þá jafnframt fasta stöðu við deildina. Sérnámskúrsar (SK kurser) eru almennt 2-5 daga námskeið sem viðurkennd eru af IPULS www.ipuls.se. Tekin eru fyrir ýmis efni og er þeim skipt upp í flokka eftir því hvort þau séu t.d. almenn klínísk, sérhæfð fyrir námslækna í undirsérgrein eða fjalli um stjórnun, siðfræði o.þ.h. Á þessum vef má auk þess finna flest önnur námskeið sem haldin eru. Hvernig gekk að byrja að vinna? Sædís: Það gekk nú framar vonum enda léttur og skemmtilegur andi á deildinni, og var tekið vel á móti mér þótt bablið í manni hljóti að hafa verið illskiljanlegt! Ég held að það hjálpi talsvert hve sjúkrahúsið og heilbrigðiskerfið er almennt líkt hinu íslenska og vel tölvuvætt auk þess sem íslenskir læknar hafa gott orðspor í Svíþjóð. Tölvuorðabókin reyndist mér vel auk þess sem ég fékk 3 vikur í aðlögun á öllum póstum deildarinnar í byrjun (það gildir einnig um Svía), byrjaði m.a.s. fyrstu vikuna með íslenskum "túlk" á teymi, þ.e. deildarlækni sem var í vali á okkar deild svo það gerist varla betra! Ég lenti auðvitað eins og flestir í neyðarlegum misskilningi milli sænsku og íslensku, ekki síst í byrjun, sem þó er bara gaman að hlæja að eftir á. Bað t.d. sjúkling á meðan á sýnistöku stóð að reyna að vera "rolig" og meinti auðvitað að reyna að slaka á og halda ró sinni en orðið þýðir á sænsku skemmtileg! Síðan varég á mörgum teymisfundum búin að tala um "planet" fyrir þennan og hinn sjúklinginn, þegar einn aðstoðarlæknir benti mér kurteislega á að ég hlyti að meina "planen" (planið, áætlun) en ekki "flugvél" - greinirinn skiptir greinilega máli! Kollegi minn sendi einnig konsúlt til blóðmeinafræðings vegna sjúklings með járnskort og skrifaði "hjárnbrist" á beiðnina og fékk svar þess efnis að hann ætti nú heldur að leita til taugalæknis, enda þýðir hjárnbrist heilaskortur á meðan járnbrist þýðir járnskortur! Sigríður: Já, ég verð að segja að það kom mérverulega á óvart hvað bæði sjúklingar og starfsfólk taka manni vel, þrátt fyrir að maður tali "ungbarna" sænsku í byrjun. Allir mjög umburðarlyndir og ekki fann maður fyrir að neinn væri pirraður eða kvartaði. Ég hugsa að það orsakist af því að það er svo mikið af innflytjendum í Svíþjóð, til dæmis eru í hverri móttöku hjá mér alltaf sjúklingar sem tala enga sænsku en þeir eiga rétt á að hafa túlk með sér í samtalinu. Maður hefur oft hlegið yfir því að misskilja eða segja einhver vitlaus orð á sænsku. Stuttu eftir að ég byrjaði að vinna þá hringdi ég í eldri konu vegna niðurstaðna úr skjaldkirtilsprófi. Maðurinn hennar svaraði og þegar ég spurði hvort hún væri heima svaraði hann "hun gick i skogen" (fór út í skóg). Allt í einu fóru hugsanir af stað í kollinum... bíddu, nota Svíar þetta orðatiltæki ef einhver deyr? Mér fannst frekar neyðarlegt að segjast samhryggjast honum ef hún var ekki látin og ekki var betra að segjast hringja á morgun ef hún væri svo látin. Mérfannst besta lausnin að reyna að halda aumingjans manninum á línunni og athuga hvort hann gæfi mér ekki frekari upplýsingar. Svo sagði hann "jo, hun gick i skogen att plocka svampar" (fór út í skóg að týna sveppi). Síðar komst ég að því að Svíar nota orðatiltækið "att gá inni vággen" ef einhver er útbrunnin. Inga Sif: Mjög vel. Ég fékk 3 vikur í aðlögun þar sem ég var 1 viku á lungnateppusjúkdómateyminu, 1 viku á bráðamóttökunni og 1 viku á lungnakrabbameins-, berkla- og lungnafibrosuteyminu. Þar á eftir tók við deildar- og móttökuvinna sem hefur verið vel skipulögð og með góðu aðgengi að sérfræðingum til að leita ráða hjá ef þarf. Eftir 1 mánuð skildi maður allt sem sjúklingarnir sögðu og um 3 mánuði tók að fá góðan orðaforða sem dugar fyllilega í vinnutengdum samræðum. Síðan er það einstaklingsbundið hve góðum tökum menn ná á sænskri tungu en flestum reynist það auðveldara en við fyrstu sýn. Hvernig er skipulag teymis á spítalanum? Allar: Skipulag teymis er almennt líkt því íslenska og samvinna við aðrar stéttir s.s. sjúkra- og iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og næringarfræðinga varðandi einstaka sjúklinga með því besta sem við höfum kynnst. Einnig er mikið af lærdómsríkum tilfellafundum með öðrum sérgreinum. Hvernig er hinn dæmigerði vinnudagur? Allar: Vinnudagurinn á lyflæknisdeildum er frá 8-16:30 þar sem 30 mín matartími er dreginn frá vinnutíma. Hér er allt skipulagt með miklum fyrirvara og maður þarf að skila inn öllum óskum 2-3 mánuðum fyrir hverja önn. Síðan fær maður skema fyrir hverja önn og þá getur maður verið eina viku á móttöku, aðra með konsúlt, hina með deildina o.s.frv. Hvernig er vaktaálagi / vinnustundum háttað (á mánuði eða viku)? Allar: Vinnuvikan er 40 stundir, en vaktaálag mjög brey- tilegt eftir deildum. Næturvaktir virka daga eru skipulagðar sem vaktavikur, 16 tíma vakt annan hvern dag, helgarvak- tir skipulagðar sér. Vaktir ST lækna í sérnámi eru almennar lyflæknisvaktir meðan á sérnámi stendur þar sem sérfræð- ingar sinna bakvöktum. Vaktaálagið er meira en var á LSH, enda miklu stærra upptökusvæði, en svipað og Inga Sif kynntist í Skotlandi. Viðvera sérfræðinga er minni en við eigum að venjast frá íslandi. Það er því gott að hafa öðlast a.m.k. 1 árs reynslu af lyflækningum á íslandi áður en maður hefur sérnám í Svíþjóð. Frá og með 2007 gilda hér reglur Evrópusambandsins Læknaneminn 2007 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.