Bænavikan - 07.12.1940, Blaðsíða 10
- 8 -
innar eins og reykelsi, og óvinurinn getur ekkert á meðan.
Bænin er fæða sálarinnar, Hún er afl andans, Ekkert
getur komið £ staðinn fyrir bæn, Bænin tryggir heilbrigði
sálarinnar," "Þegar það er orðinn vani sálarinnar að vera
í samfélagi við Guð, þá er vald óvinarins brotið á bak aftur,"
í dag ættir þú að gefa Guði hjarta þitt, svo að hann geti
gert þig að þjóni þínum og þú getir verið honum til dýrð-
ar„ Mætti eg að endingu skjóta þessum orðiim hins spámann-
lega anda að ykkur:
"í dag ættir þú að gefa Guði sjslfan þig, til þess að hann
geti losað þig við eigingirni, öfund, tortryggni, deilur,
efagirni og allt, sem Guði er til vanheiðurs. 1 dag verður
þú að fá sjálfan þig hreinsaðann, svo að þú getir verið und-
búinn undir hina himnesku dögg, undirbúinn undir hið nýja
regn, því að hið nýja regn mun koma, og blessun Guðs m\in
fylla hverja þá sál, sem er hreinsuð af öllum óguðleika,
Það er verk okkar í dag að undirbúa sálir okkar fyrir Krist,
til þess að við getum verið fær um að taka á móti nálægð
Frelsarans, til þess að við getum verið fær um að taka á móti
skírn Heilags anda,"
Þetta er þýðingarmesta verk okkar í dag: "1 dag, ef þér
heyrið hans raust, þá forherðið ekki hjörtu yðar," Guð
gefi að þetta verði okkar fyrsta þjónusta í bænavikunni,
hver og einn ætti að hlýða þessu kalli helgunnarinnar, Það
mundi veita margfalda blessun í bænavikunni.
-—oooOOOooo---