Bænavikan - 07.12.1940, Blaðsíða 19
- 17 -
sagt um Huggarann: "Hann mun gjöra mig dýrðlegan, af mínu
mun hann taka og gefa yður." Þetta er hin mesta nauðsyn
fyrir okkur. Því að "þetta er eilífa lífið, að þið þekk-
ið hann, hinn eina sanna Guð, og þann, sem hann sendi,
Jesúm Krist -"" E..G W,
Þar sem við skiljum nú, að koma Krists er alveg fyrir
dyrum, og vitiim, að nú eigum við að nota tækifærin, þurf-
um við að gera okkur grein fyrir, hvort við erum undir
það búin, að mæta konunginum, er hann .kemur. Er nokkuð í
lífi okkar, sem honum mundi ekki líka?. Höfum við beygt
okkur við krossinn á Golgata? Höfum við dáið syndinni,
afneitað holdinu og afneitað heiminum? Erum við kross-
fest með Kristi, og skírð til Krists Jesú, skírð til dauða
hans?
Hann, sem borgaði fyrir endurlausnina, kemur brátt,
til þess að sækja það, sem hann hefur endurleyst. Höfum
við tekið á móti fórninni og tileinkað okkur fyrirheit ..
hans?„ Deyj\im við daglega og leggjum vilja okkar undir
vilja hans? Tökum við daglega é móti lífi hans fyrir .
Heilagan anda og undirbúum okkur þannig til þess að mæta
honum, er hann kemur í dýrð?
Mætti Guð gefa okkur daglega náð til þess, að haga
okkur eins og vera ber, svo að við, þá er hann kemur til
þess að endurheimta fólk sitt, "getum staðið stöðug í
trúnni og verðum ekki til skammar við opinberun hans".
Og mun'um ætíð eftir, að þegar þetta tekur að koma fram, ber
okkur að líta upp og lyfta upp höfðum okkar, því að
lausnin er í nánd-
000OOO000---