Bænavikan - 07.12.1940, Blaðsíða 27
- 25 -
'þriðjuðaginn 10 - desember
HJÍLP FORSJÓNARIENÁR
Lftir A.VoOlson
Vegna syndarinnar er heimurinn fullur af hættum, strit-i
og erfiðleikum, Hættur steðja að á landi, sjó og í.Jofti,
Hvar sem maöurinn á heima og hvert sem hann fer, má .hann
búast við hættum og erfiðleikum. Svo gengur hinum kristna
og einnig heimsmanninum, Guð hefur ekki tekið allar hætt-
ur fré manni, enda þótt maður hafi tekið á móti Frelsaran-
um. Maður verður heldur ekki laus við strit, reynslur og .
bágindi hér á jörðu. Aftur á móti .hefur Drottinn tekið
það skýrt fram, að "í heiminum hafið 'þér þrenging", Með-
an syndin loðir við þennan heim, munu bæði kristnir menn
og heiðingjar verða fyrir sorgum og bágindum.
Við. verðum að þnla vissa erfiðleika vegna bölvunarinnar,
sem kom fyrir synd Adams, En mikla sorg og bágindi verðum
við oft að "þola vegna hirðuleysis sjálfra okkar, og stund
um verður Guð að hegna okkur fyrir syndir.,- vegna þess að
Guð agar þann, sem hann elskar, Einnig verður Guð að leiða
okkur gegn um erfiðleika, til þess að þroska lyndiseinkunn
okkar, og. gera okkur hæf til þess að vinna það verk, sem
hann vill að við vinnum, og loks gera okkur hæf til að
erfa Guðs ríki. 1 Hebr.abréfinu lesum við: "Þ'ótt hann son-
ur væri, lærði hann hlýðni af því sem hann leið," og "hann
var fullkominn gjör með þjáningum." Ef það hefur verið
nauðsynlegt fyrir Jesúm, sem var hinn hreini syndlausi
Guös sonur, að læra hlýðni og fullkomnast svo hann gæti
verið höfundur hjálpræðis vors, mun þá ekki miklu fremur
vera nauðsynlegt fyrir okkur, að ganga í gegn um slíkar
reynslur, En svo varð Jesús einnig að líða og deyja til
þess að aðrir fengju að lifa, og þannig verða .eftirbreyt-
endur hans að líða stundiim, til þess að aðrir geti orðið
frelsaðir frá synd og dauða.
Það er að vísu satt, eins og við höfum athugað, að börn
Guðs verða að smakka sorg og þjéningar hér í þessu lífi,
en jafn satt er það, að Guð hefur lofað að vera með þeim í
sérhverri neyð. "Óttist ekki," segir Drottinn, "því að eg
er með þér, þát ekki hugfallast, því að eg er Guð þinn.