Bænavikan - 07.12.1940, Blaðsíða 45
- 43 -
sem nokkurs er um vert, verður að líða. Enginn getur gert
neitt í starfi G-uðs, sem að gagni megi koma, nema með
þyí að færa fórn„
Yið erum í skuld við heiminn. Þegar Páll skrifar bréfið
til Rómverja, tekur hann
það fram, að hann sé í skuld við G-rikki. Þetta var ekki
skuld í venjulegum skilningi, því að Pall hafði ekki þegið
neitt, sem borga ætti í peningum. Hann var heldur ekki
uppalinn í skóla þeirra, x listum þeirra eða heimspeki.
Hvers eðlis var þá þessi skuld? Páll hafði fengið að sjá
ofurlítið af Meistaranum, og heyrt rödd hans, er hann sendi
hann sem postula til heiðingjanna. Og það var þekking
hans á Jesú og fagnaðarerindinu, sem gerði pál að skuldu-
naut þeirra-,
Við skuldum heiminum á sama hátt. Sérhver, sem þekkir
Guð, skuldar heiminum þessa þekkingu í sama skilningi. En
það er ekki mögulegt að borga þessa skuld nema að fórna.
HÚsgögnin á heimilinu eru af trjám skógarins, hitinn í hús-
unum kemur fyrir kolin, og hina rétta lyndiseinkunn fæst
aðeins fyrir langa og strahga ferð í stríði við freistingar
og synd.
Þjónn Drottins skrifar eftirfarandi:
"Himininn er reiður yfir því, hve fólkið í ZÍon er væru-
kært, en á meðan farast dýrmætar sálir. Ef safnaðarmeðlim-
irnir sæju sjálfa sig eins og Guð lítur á þá, mundu þeir
ásaka sig fyrir hirðuleysi, Þeir mundu alls ekki geta
staðist, er þeir sæju þá ábyrgð, er á þeim hvílir, og hvern-
ig þeir vanrækja að gera vilja Guðs."
"Verkið má ekki stöðvast vegna fjérskorts, heldur verður
að leggja fram fleiri fjármuni. Bræður, eg bið ykkur í
Guðs nafni að vakna. Þið, sem bindið pund ykkar í klút og
grafið það í jörðu, sem byggið hús og kaupið lönd, á ykkur
kallar Guð: "Seljið það sem þið eigið og gefið." Það kemur
sá tími, þegar þeir, sem halda hvíldardag Ðrottins, geta
hvorki keypt eða selt. Flýtið ykkur að grafa upp pund þau,
er þið hafið grafið í jörðu. Og hafi Guð gefið ykkur pen-
inSai Þa sýnið trúmennsku, sendið þá til víxlaranna, að
þegar Kristur kemur, þá megi hann fá ágóða af þeim. Ef við
aðeins vissum, hve stutt er þar til ekki er lengur hægt að
vinna að frelsun sálna, mundum við fara að eins og menn