Bænavikan - 07.12.1940, Blaðsíða 52
- 50 -
Sálmaskáldið forna segir, er það hugsar um ungmennin og það,
sem þau framkvæma: "Til þess að synir vorir megi vera sem
■þroskaðir teinungar í æsku sinni, og dætur vorar sem hornsúl-
ur, úthöggnar í hallar stíl," En við erum ekki að hugsa um
hinn forgengilega krans, heldur langar okkur til þess að
verða Lausnaranum til dýrðar, og að nöfn okkar fái að standa
áfram í lífsbók Lambsins.
Við gætum líka lært eitthvað a,f blysinu, sem borið er um
við byrjun leikjanna. Ungur maður frá gamla Grikklandi fór
af stað' á vissum degi og; vissum. tíma dagsins, tók sér blys
í hönd og hólt ’til Berlínar. Alla leiðina við veginn í lönd-
um þeim, er hann fór um, var unga fólkið í röðum. Blysið
var borið nótt og dag, og nýt-t tekið í notkun jafnskjótt og
hið gamla brann út, en hver unglingur bar það einn kílómetir.
Loks eftir nokkra' daga var það komið að velli þeim, þar sem
Olympíaleikimir skyldu vera, en á vissu degi. Þar tók gam-
all grískur hlaupari við því, sem var kominn yfir sextugt, en
sem hafði fyrir 40 árum -unnið- Marathonhlaupið í heimalandi
sxnu. Þessi maður bar blysið síðasta spottann, og rétti
fcrmanni mótsins það á réttu augnabliki. Þannig skiptast
gamlir og ungir á, að bera 1jós■Sannleikans fyrir Meistarann,
og mæta loks frammi fyrir honum við endi skeiðsins.
Hið kristna líf em eins og kapphlaup með mörgum hindrunum.
Það er þýðingarmikið að hlaupa vel í þessu langa hlaupi, og
að við berum rétti'lega blys það, sem hann hefur fengið okkur
í hendur. Mætturn við taka undir með sálmaskáldinu: "Eg hefi
valið veg sannleikans, sett mér ákvæði þín fyrir sjónir. Eg
held fast við reglur þínar, Drottinn, lát mig ekki verða til
skammar. Eg vil skunda veg boða þinna, því að þú hefur gjört
mér létt um hjartað."
Og þar sem við stöndum daglega í stríði, • skiljum við að
einhverju leyti, hve mikið illt ör til hvarvetna, til að strð
við. Þessi tími, sem við lifum á, er sá tími, sem hefur
mesta þýðingu. Trúmennska og.elska til Guðs, samviskusemi
og góður vilji til þess að fórna er það, sem Guð krefst af
unglingunum. Að vera trúr í litlú er þýðingarmikið, því þá
er líka hægara að standast í því, sem meira er. Hið guðdóm-
lega ráð 'er sem hér segir: "Fyrir því- skuluð þið taka alvæpni
Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda
degi, og getið að öllu yfirunnu staðist-"