Bændablaðið - 25.05.2023, Síða 10

Bændablaðið - 25.05.2023, Síða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 FRÉTTIR Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustöð sína Ártanga á sölu. Ártangi er staðsettur í Grímsnes- og Grafningshreppi og þar eru nú framleidd kryddjurtir, blóm og pottaplöntur. Stöðina hafa hjónin byggt upp frá grunni og rekið í tæplega fjörutíu ár. „Við byrjuðum árið 1986 með því að reisa fyrsta gróðurhúsið, sem var þá 200 fermetrar, en í dag er ræktað í um 4.800 fermetrum,“ segir Gunnar, en auk ræktunarhúsanna er þar vinnusalur, kælar, pökkunarhús, geymsluhús, skrifstofa og rými til að taka á móti gestum og á sumrin er opið hús alla daga vikunnar. Erfitt að selja ævistarfið Framleiðslan skiptist í þrennt; kryddjurtir sem ræktaðar eru allan ársins hring, túlipana sem eru árstíðabundnir og svo garðplöntur og annað. Edda sér um daglegan rekstur en um átta manns starfa auk hennar á stöðinni. Hún segir mikla vinnu fylgja rekstrinum. „Þetta er vinna 365 daga á ári og ég er eiginlega bara búin að fá nóg af því að vera með þetta á herðunum, ekki illa meint,“ segir Edda, en þar sem Gunnar sinnir formennsku í Bændasamtökunum hefur hann haft minni tíma í bústörf. „Hann er viðhaldið, dyttar að þegar hann getur,“ spaugar hún. Þau eru sammála um að skynsamlegra sé að láta staðar numið fyrr en síðar. „Maður er orðinn heldur linur í að skipta um rúður og ekki yngist maður með árunum. Við veltum fyrir okkur hversu langlíf við eigum að vera í þessum bransa. Garðyrkjustöðin er í toppstandi og góðum rekstri. En það er ekki einfalt að selja ævistarfið,“ segir Gunnar. Veit ekki hvað gamalt fólk gerir Samkvæmt lýsingu fasteignasölunnar Árborga á Selfossi, sem hefur milligöngu um sölu Ártanga, segir að garðyrkjustöðin sé vel tækjum búin og í góðum rekstri. Borhola fyrir heitt vatn sé á landinu en 17,5 hektarar fylgja eigninni sem býður upp á stækkunarmöguleika. Þá er þar einnig reisulegt íbúðarhús á tveimur hæðum á stórri lóð. Sjálf hafa hjónin ekki ákveðið hvað bíður þeirra verði að góðri sölu á Ártanga. „Ég veit ekki hvað gamalt fólk gerir, ég þarf kannski að fara að kynna mér það,“ segir Gunnar sposkur, en Edda segist gjarnan vilja fara í minna starfshlutfall. /ghp Tímamót: Ártangi til sölu Ártangi stendur á fallegum stað í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið sem fylgir stöðinni er um 17,5 hektarar. Mynd / Fasteignasalan Árborgir Garðyrkjubændurnir Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson byggðu stöðina frá grunni og hafa rekið í tæplega fjörutíu ár. Mynd / ghp www.tannland.is ÓDÝRARI TANNVIÐGERÐIR Í B U D A P E S T tannland@tannland.is -Þjónusta í gegnum allt ferlið -Nútímaleg stofa í hjarta Budapest -Bestu gæði og tækni -Sótt og skutlað á flugvöll -Enginn aukakostnaður Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfjarðar- hólfi um að afhending gripa til slátrunar verði eftir sauðburð. Um aðgerðir stofnunarinnar er að ræða í kjölfar smitrakninga vegna riðutilfella sem staðfest voru á Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá. Áður hefur komið fram að einhverjir bændur væru tregir til að láta gripi sína í hendur stofnunarinnar, meðal annars vegna þess að sauðburður væri yfirstandandi. „Við sendum svör á alla bændur sem höfðu andmælt. Þar föllumst við á andmæli vegna frests til aðgerða, gegn því að ýtrustu smitvarna sé gætt í millitíðinni. Síðasti afhendingar- dagur verður því 19. júní samkvæmt samkomulaginu. Mér sýnist að allir nema einn hafi samþykkt þetta,“ segir Daníel. Um 35 gripir Daníel segir að gripirnir sem um ræðir séu um 35, mest hrútar, en reyndar sé einn bændanna tíu sem um ræðir ekki með sitt skýrsluhald í Fjárvís þannig að nákvæm tala liggi ekki fyrir. „Eftir sauðburð búumst við að þetta verði um 50 gripir með lömbum,“ segir hann. Í kjölfar riðutilfellisins á Bergs- stöðum, þar sem tæplega 700 fjár var fargað, fór Matvælastofnun í smitrakningu á gripum sem höfðu verið seldir þaðan og fannst smit í einni gimbur sem rakin var á Syðri- Urriðaá og hafði komið þangað árið 2020. Ekkert smit í 70 gripum Að sögn Daníels hafa um 70 sýni úr gripum frá Syðri-Urriðaá verið greind eftir að rannsóknastofan á Keldum tók aftur til starfa eftir eldsvoða þar, en einungis þetta eina sýni hefur reynst jákvætt. „Það er afar líklegt að gimbrin hafi á þessum tíma náð að smita út frá sér en það virðist vera sem svo að smitið hafi ekki náð fótfestu í hjörðinni að Syðri-Urriðaá. Því lá mér mikið á að kalla inn þessa gripi alla áður en þeir næðu að smita út frá sér.“ Daníel segir að greining á sýnum frá Syðri-Urriðaá sé aftur komin á fullt á Keldum. Hann vonast til að góð mynd af stöðunni á Syðri- Urriðaá gæti orðið ljós á næstu dögum. /smh Smitrakning riðutilfella: Afhending eftir sauðburð Landsmót til Reykjavíkur Landsmót hestamanna árið 2024 verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Stjórn Landssamtaka hestamanna- félaga (LH) og Landsmóts ehf. samþykktu beiðni hestamanna- félagsins Spretts í Kópavogi, sem óskuðu eftir heimild til að halda mótið í samstarfi við Fák á mótssvæðinu í Reykjavík. Í frétt LH segir að mótsvæðið í Víðidal hafi sannað sig og vonast sé til Landsmótið verði haldið af miklum glæsibrag í samstarfi tveggja stærstu hestamannafélaga landsins. Hestamannafélagið Sprettur hafði hug á að halda mótið á félagssvæði sínu í Garðabæ og Kópavogi. Landsmót hefur verið haldið þrisvar í Reykjavík, árin 2000, 2012 og 2018. Landsmótið 2024 verður haldið dagana 1.–7. júlí að því er fram kemur á vefsíðu mótsins. /ghp Erfðamengisúrval: Arfgreining nautgripa gengur vel Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagna- grunn nautgriparæktarinnar. Af þeim eru rúm fimm þúsund úr gripum fæddum 2022 og rúm 1.600 úr gripum fæddum í ár. Markmið verkefnisins miðar að því að arfgreina allar íslenskar kýr. Enn hafa nokkur bú ekki pantað DNA- merki og hafið þátttöku. Þær kvígur, sem eru fæddar á árunum 22-23, og hafa verið arfgreindar koma frá 365 búum. Í heildina eru tæp 500 kúabú á öllu landinu. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Arfgreiningar eru til úr helmingi þeirra rúmu 10 þúsund kvígna sem voru ásettar til lífs hjá íslenskum mjólkurframleiðendum á síðasta ári. Á þessu ári er búið að skrá rúmlega fjögur þúsund kvígur til lífs á búum með mjólkurframleiðslu og er búið að arfgreina tæp 40 prósent þerra. Minna en eitt prósent sýna er með of lágt greiningarhlutfall erfðavísa. Ekki er hægt að nota sýni með lægra en 0,9 í greiningarhlutfalli erfðavísa til staðfestingar ætternis eða við erfðamat. Hraðari erfðaframfarir Erfðamengisúrvalið hefur skilað því að hægt er að nota yngri kynbótanaut á sæðisstöð. Áður þurfti að framkvæma afkvæmaprófun og voru nautin að jafnaði 70 mánaða þegar þau fóru í notkun. Nú eru komin naut sem eru allt niður í 21 mánaða gömul, þó meðaltalið sé rúmlega þrjú ár, eða 39,7 mánuðir. Erfðamengisúrvalið hefur nú þegar skilað þeim ávinningi að nú eru í notkun naut sem eru allt niður í 21 mánaðar gömul. Meðalaldurinn er kominn niður í 39,7 mánaða þegar nautin eru tekin í notkun, það er rúmlega þriggja ára. Það er mikil breyting frá því sem var, en nautin voru jafnan nálægt 70 mánaða þegar þau komu til notkunar að lokinni afkvæmaprófun. Þetta skiptir máli, því með þessu verða erfðaframfarir íslenska kúastofnsins hraðari. /ÁL

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.