Bændablaðið - 25.05.2023, Qupperneq 14

Bændablaðið - 25.05.2023, Qupperneq 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 FRÉTTIR LÖGMANNSÞJÓNUSTA Vönduð og fagleg lögmannsþjónusta með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Hvolsvelli. Helstu réttarsvið: Félagaréttur, eignaréttur, samningaréttur, orkuréttur, erfðaréttur, gjaldþrotaréttur stjórnsýsluréttur o.fl. Yfir 30 ára reynsla af lögmannsstörfum. Helgi Jóhannesson, lögmaður  helgi@lr.is  Sími 849-0000 Borgartúni 25, Reykjavík  Austurvegi 4, Hvolsvelli  Sími 515-7400 Verkmenntaskólinn á Akureyri: Fjölgun nema í kjötiðn – Konur hafa aldrei verið fleiri Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að læra kjötiðn við Verkmenntaskólann á Akureyri. Nú er Kjarnafæði Norðlenska komið með níu nema á samning, þar af fjórar konur. Þetta sé mikil aukning frá því sem áður var, en hingað til voru nemarnir yfirleitt tveir til fjórir. Jafnframt segir Rúnar fréttnæmt að mikil aðsókn sé frá kvenkyns nemum, en konur hafa verið í miklum minnihluta fram til þessa. Rúnar Ingi er kjötiðnaðarmeistari og hefur umsjón með náminu við Verkmenntaskólann á Akureyri. Jafnframt er hann gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði Norðlenska. „Allt þetta tal um að efla verknámið er klárlega að hjálpa til,“ segir Rúnar aðspurður um ástæður aukins áhuga á náminu. Kjötiðn er lögverndað starfsheiti. „Ef ég man reglurnar rétt máttu ekki starfrækja kjötvinnslu nema að vera með kjötiðnaðarmeistara í vinnu hjá þér,“ segir Rúnar. Hann mun kenna verklega tíma og fagfræði kjötiðnaðar, sem er bóklegur áfangi. Verklegi hlutinn er kenndur í staðlotum að jafnaði einu sinni í mánuði, á meðan bóklegi hlutinn er kenndur í fjarnámi. „Þetta eru þrjár annir í skóla sem þarf að taka,“ segir Rúnar. Áður en nám hefst þurfa nemar að vera komnir með námssamning við kjötvinnslu. Hann segir raunhæft að áætla að flestir klári námið á þremur til fjórum árum. „Það er ekki hægt að segja hvenær nemendurnir sem byrja í haust taki sveinsprófið, þar sem námið er hæfnimiðað.“ Nemendur þurfa að fylla út ferilbók og þarf meistari að kvitta upp á að þau hafi náð tilætlaðri færni. Þetta er á margan hátt sambærilegt öðru iðnnámi, en Rúnar segir verklega hlutann leika stærra hlutverk en hjá mörgum öðrum greinum. Besti vinnutíminn Rúnar segir starf kjötiðnaðarmanna felast í að verka kjötið frá því það er komið úr sláturhúsinu. „Við úrbeinum skrokkana og búum til vinnsluvörur, eins og hangikjöt, hamborgarhrygg, skinkur og pylsur. Það er alls konar fræði á bak við lögunina á pylsunum, reykingu, suðu og annað. Ef fólk hefur áhuga á matvæla­ iðnaði, þá erum við klárlega með besta vinnutímann, það var það sem seldi mér þetta á sínum tíma. Við byrjum oftast klukkan sjö og erum búin klukkan fjögur. Oftast vinnum við ekki um helgar og ekki á rauðum dögum. Það er ekki erfitt að komast að sem nemi og sem kjötiðnaðarmaður þá færðu eiginlega alltaf starf í kjötvinnslum,“ segir Rúnar. Hann nefnir að þó svo að með heimsfaraldrinum hafi fylgt samdráttur í sölu til veitingageirans, þá hafi kjötvinnslan haldið sjó og starfsmenn hennar héldu sínum störfum. „Fólk þarf alltaf að borða.“ Þótt flestir nemar fari í störf í kjötvinnslum að námi loknu, þá segir Rúnar marga taka að sér sölustörf, eða annað ótengt kjötvinnslu. /ÁL Rúnar Ingi Guðjónsson segir ásókn í kjötiðn sjaldan hafa verið meiri. Jöfn kynjahlutföll eru hjá nemendum sem hefja nám í haust. Mynd / Aðsend Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt sem orðið hefur á að framlengja rekstrarsamning menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin. „Nú er liðið hátt á annað ár síðan síðasti langtímasamningur rann út í árslok 2021 og síðan hefur mikil óvissa ríkt með starfsemi Þjónustu­ miðstöðvarinnar og samtakanna. Tveir skammtímasamningar hafa með eftirgangs­ m u n u m v e r i ð gerðir á þeim tíma. Þeir skammtímasamningar hafa haldið starfseminni á floti en sú óvissa sem verið hefur með rekstrargrundvöll samtakanna er óásættanleg til lengdar. Ekki bætir úr skák að í skammtímasamningunum er kveðið á um lækkun á framlagi frá fyrri tíð. Þetta gerist þrátt fyrir að framlag til samtakanna hafi verið skorið niður um nær helming í kjölfar efnahagserfiðleikanna fyrir rúmum áratug og hafi aldrei verið leiðrétt síðan. Þjónustumiðstöð BÍL þjónustar nær alla þá aðila sem stunda leiklist á landinu og fyrir utan eigin aðildarfélög má þar m.a. nefna stofnanaleikhúsin, frjálsa leikhópa, grunn­ og framhaldsskóla auk kvikmyndafyrirtækja og margra fleiri. Mikilvægi hennar fyrir sviðslistir á landinu er óumdeilanlegt þó ekki fari það alltaf hátt. Aðalfundur BÍL skorar á ráðherra menningarmála og menningar­ og viðskiptaráðuneytið að bæta hér úr svo fljótt sem auðið er,“ segir í ályktun aðalfundar BÍL, sem fram fór í Neskaupstað 6. maí síðastliðinn. /SP Óvissa um starfsemi BÍL Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis. Sæmundur Holgersson tann­ læknir og eiginkona hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir, sem hefur verið hans hægri hönd, hafa lokað stofunni sinni eftir 50 ára starf á Hvolsvelli. „Okkur þykir þetta mjög miður því Sæmundur og Guðbjörg hafa þjónustað okkar íbúa og nærsveitir gríðarlega vel undanfarna áratugi. Ég veit líka að þau höfðu mikinn metnað fyrir því að tryggja að hér yrði áfram tannlæknaþjónusta með því að auglýsa sína aðstöðu gagngert í „tannlæknasamfélaginu“ en mér skilst að fáir hafi sýnt því áhuga. Að hafa ekki tannlækni er vissulega ákveðin þjónustuskerðing fyrir íbúa hér í Rangárþingi eystra og fyrir austan okkur. Mig langar þó að koma á framfæri fyrir hönd sveitarstjórnar kærum þökkum til Sæmundar og Guðbjargar fyrir þá góðu þjónustu sem þau hafa veitt hér á Hvolsvelli í þessi 50 ár,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. /mhh Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd / Aðsend Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum – Mikil verðmæti fara á hverju ári í mávinn sem vakir yfir niðurgönguseiðum Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnarbúnaði var beitt í þeim tilgangi að halda mávum frá laxaseiðum sem voru að ganga til sjávar. Ingi Fróði Helgason er umsjónarmaður með þessu verkefni í Haffjarðará. Hann segist vera áhugamaður um vernd villta íslenska laxastofnsins og í grúski sínu um hvernig halda mætti varginum frá þessum dýrmætu seiðum hafi hann komist á snoðir um þessa fuglavarnarleið sem möguleika á að halda fuglunum frá ósnum. „Það er þekkt að mestar líkur eru á afföllum þegar seiðin ganga til sjávar. Það virðist vera sem eitthvað gerist líffræðilega í seiðunum þegar komið er í saltvatnið þannig að þau verða eiginlega rænulaus í smá stund áður en þau ná áttum og taka stefnuna út á sjó. Þá fljóta þau upp á yfirborðið og eru auðveld bráð fyrir mávana sem virðast vera með það innprentað inn í sitt erfðaefni hvenær þessar göngur eru.“ Virkar á alla máva nema hettumáva Ingi hefur starfað við ána í 30 ár og segist hann hafa prófað að sitja um mávana með byssu en það hafi haft takmörkuð áhrif til lengdar. Hann segir að þetta séu mávategundir sem ganga að veisluborðinu vísu; sílamávur, svartbakur og hettumávur aðallega. „Við settum upp tvö svona tæki frá fyrirtækinu Fuglavörnum síðasta sumar sem virka þannig að þau gefa frá sér viðvörunarhljóð máva – og þessi hljóð koma tilviljunarkennt þannig að mávarnir virðast ekki geta áttað sig á því að þetta séu ekki raunverulegar viðvaranir. Nema hettumávurinn – hann lætur ekki blekkjast. Ég vona hins vegar að hann sé meira í minni sílum og seiðum en sjógönguseiðunum þar sem hann er minni en hinar mávategundirnar.“ Spurður um árangurinn af þessari tilraun frá síðasta ári, segir Ingi að þeirra tilfinning sé að tækin hafi náð að halda varginum að mestu leyti frá á þessum niðurgöngutíma. Tæki hafi verið hvort á sínum bakkanum og í það minnsta hafi þetta verið tilraunarinnar virði – enda kostnaðurinn óverulegur við að leigja þessi tæki og mikil verðmæti í húfi. „Við erum með tvö tæki líka núna en málið er að við munum sjá það nú í byrjun sumars hvort þessi tilfinning okkar er rétt, því þá ganga laxarnir upp í ána sem tækin björguðu síðasta vor. Stærsti hluti seiðanna kemur aftur upp í árnar eftir eitt ár en svo er líka verðmætur hlutur sem kemur eftir tvö ár í sjó sem stærri fiskur.“ Hvert seiði er dýrmætt Ingi telur að eigendur og umsjónarmenn annarra laxveiðiáa ættu að gefa þessum möguleika gaum. „Hver einasti villti lax er dýrmætur og því mikilvægt fyrir allar ár, litlar sem stórar, að landeigendur reyni að gera það sem í þeirra valdi stendur til að auka möguleika villta laxins á að lifa af og þetta sé kannski eitt atriði af mörgum sem gæti skipt máli þegar upp er staðið.“ /smh Birgir Jónsson úr Stykkishólmi stillir hér búnaðinn við ósa Haffjarðarár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.