Bændablaðið - 25.05.2023, Side 24

Bændablaðið - 25.05.2023, Side 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 MENNING Nú í um það bil eitt og hálft ár hefur Bændablaðið staðið fyrir reglulegum greinaskrifum um áhugaleikhúsin í landinu. Mikill og stöðugur áhugi hefur verið á kynningu á starfsemi þeirra, enda kemur þar að fólk úr öllum starfsstéttum og um mikilvægan og merkilegan þátt menningarlífs okkar að ræða. Gott samstarf hefur verið við framkvæmda- stjóra Bandalags íslenskra leikfélaga, Hörð Sigurðar son, sem hefur unnið afar gott starf í þágu áhugaleikhúsa, og deildi hann fúslega með okkur þeim upplýsingum sem innt var eftir. Þá helst er varðaði tilvonandi sýningarhöld leikhúsanna, uppákomur, fundi eða annað, auk þess að gauka að okkur áhugaverðu efni sem annars hefði ekki komist á síður blaðsins. Farið hefur verið víða og lesendur kynnst glaum og gleði landshorna á milli, sorg og sút á sviðum leikhúsa okkar Íslendinga. Vaninn er sá að vertíðir áhugaleikhúsa séu haust og vor og því ætlum við hér hjá Bændablaðinu að gefa umfjöllunum er varða áhugaleik svolítið sumarfrí. Nú vil ég sem þetta skrifar bjóða öllum þeim sem vilja að hafa samband í sumar ef kemur til þess að það verða í boði námskeið, leiksýningar eða aðrar uppákomur sem gaman væri að fjalla um eða koma á framfæri. Við óskum áhugaleikhúsfólki og unnendum leiklistar gleðilegs sumars og hlökkum til að taka upp þráðinn í haust. /SP Áhugaleikhús okkar landsmanna Birgitta kveður – Fjallabyggð Vitleysingarnir –Gnúpverjahreppur Þjófar og lík – Kópavogur Saumastofan – Hofsós Obbosí-eldgos – Halaleikhópurinn Maður í mislitum sokkum – HólmavíkFólkið í blokkinni – Freyvangur Dýrin í Hálsaskógi – Mosfellsbær Gulleyjan – Fljótsdalshérað Leiksýning ársins Síðastliðna þrjá áratugi hefur Þjóðleikhúsið verið í samstarfi við Bandalag íslenskra leikara þegar kemur að vali á leiksýningu úr smiðju áhugaleikhúsanna er sérstaka athygli vekur – og fær að spreyta sig á fjölum Þjóðleikhússins. Í ár á heiðurinn Leikfélag Vestmannaeyja með sýninguna Rocky Horror og óskum við þeim alls hins besta í Þjóðleikhúsinu nú í júní. Hér að ofan er leikhópur Rocky Horror og á innskotnu myndinni má sjá þær Völu Fannel frá Þjóðleikhúsinu í miðjunni og frá Leikfélagi Vestmannaeyja þær Ingveldi Theodórsdóttur t.v. og Jórunni Lilju Jónasdóttur t.h. /SP ÞÓR HF thor.is GARÐVERKFÆRI FRAMTÍÐARINNAR Hér að ofan má sjá brot af þeim leiksýningum sem glöddu hug og hjörtu, leiktímabilið 2022-2023. Himinn og jörð – Húnaþing V Dýrið og Blíða – Blönduós Ævintýrið mikla – Borg Rocky Horror – Vestmannaeyjar Í öruggum heimi – Hugleikur Sex í sama rúmi – Snæfellsnes Skilaboðaskjóðan – Sauðárkrókur Ávaxtakarfan – Vestmannaeyjar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.