Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 07.09.2023, Blaðsíða 1
16. tölublað 2023 ▯ Fimmtudagur 7. september ▯ Blað nr. 640 ▯ 29. árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Hjónin Jóhann Pjetur Jónsson og Harpa Jóhanna Reynisdóttir eru ráðin af Vegagerðinni til að smala umferðarþyngstu þjóðvegina frá Hvalfjarðargöngum að Holtavörðuheiði til að fækka slysum. Vegna umferðarþunga þurfa þau að sinna starfinu í skjóli nætur. – Nánar á bls. 38–39 Mynd / ÁL Ylrækt: Stefnt að 26 hektara garðyrkjustöð við Árnes – Áformin gera ráð fyrir að tómataframleiðslan árið 2025 verði 13 tonn dag hvern og 56 tonn þegar stöðin er að fullu risin Það eru félagið Landnýting og Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúp- verjahreppur sem eru aðilar að samkomulaginu. Það gildir í 12 mánuði og tryggir Landnýtingu umbeðna 30 hektara af landi, en stöðina á að stækka í tveimur til þremur þrepum. 56 tonna tómataframleiðsla á dag Í fyrsta áfanga er áætlað að 24 störf skapist við stöðina, en heildarfjöldi starfa verði 284 á árinu 2027. Þegar stöðin verður að fullu risin mun tómataframleiðslan verða um 56 tonn á dag, gangi áformin eftir. Haraldur Þór Jónsson sveitar stjóri segir að sveitarfélagið sé skuldbundið á þessu 12 mánaða tímabili að úthluta lóðinni eða svæðinu ekki til annarra aðila. Báðir aðilar séu sammála um að á þessum tíma stefni aðilar að gerð skuldbindandi samnings um skipulagsvinnuna, úthlutun lóðanna og verkefnið í heild til framtíðar. Tómataframleiðsla til útflutnings Óttarr Makuch, framkvæmdastjóri Landnýtingar, segir að verkefnið gangi út á að framleiða tómata til útflutnings og um sannkallað risaverkefni sé að ræða. „Við horfum aðallega á útflutning og þá á markaði þar sem vel er greitt fyrir þessa gæðavöru sem verður framleidd með íslensku vatni og rafmagni – og án allra eiturefna. Auðvitað má vel vera að eitthvað fari á innanlandsmarkað,“ segir Óttarr og bætir við að horft sé til tveggja eða þriggja tómataafbrigða til ræktunar. Ef allt gengur samkvæmt áætlun hefjast framkvæmdir strax á næsta ári og svo verður framleiðslan komin á fullt árið 2025. Verkefnið er enn í fjármögnunarferli, en það gengur vel þannig að ég hef enga trú á öðru en að áætlunin standi,“ segir Óttarr, en vill að svo stöddu ekki gefa upp hvaða fjárfestar eru þegar komnir að borðinu. Spennandi verkefni Óttarr segir að í raun séu allar forsendur fyrir hendi á svæðinu svo hægt sé að ráðast í uppbygginguna, nema kannski raforkumálin, því þegar stöðin verður að fullu risin verði hún skilgreind sem stórnotandi rafmagns með orkuþörf upp á 45 megavött. „Eins og þetta er í dag þá virðist fljótlega stefna í að það verði ekki næg raforka handa öllum sem vilja hér á landi. Við bíðum því eftir jákvæðum tíðindum í þeim málum, til dæmis af Hvammsvirkjun. Þetta er auðvitað mjög spennandi verkefni og allir sem við ræðum við eru mjög jákvæðir gagnvart verkefninu. Í rauninni er alveg furðulegt að ekki hafi verið ráðist fyrr í sambærilegt verkefni í íslenskri ylrækt.“ Verkefnið ekki háð Hvammsvirkjun Haraldur segir verkefnið í raun ekki vera háð Hvammsvirkjun. Fyrirhuguð hús verði staðsett við hliðina á Búrfellslínu 3 og því auðvelt að taka út rafmagn frá þeirri línu í verkefnið. „Það væri því mikið fagnaðarefni ef loksins yrði til stórnotandi rafmagns í nærsamfélaginu þar sem orkan verður til. Þegar Hvamms- virkjun verður byggð bætast 95 megavött við uppsett afl á svæðinu. Ekki liggur enn fyrir hvenær Landsvirkjun fær aftur virkjanaleyfi hjá Orkustofnun, en Skeiða- og Gnúp- verjahreppur hefur veitt framkvæmda- leyfi til byggingar Hvammsvirkjunar,“ segir Haraldur. Axel Sæland, formaður garðyrkju- deildar Bændasamtaka Íslands, segir að hugmyndir að svona verkefnum komi alltaf reglulega upp – sem sé gott mál. „Líka flott að sveitarfélög taki frá pláss í sínu skipulagi ef verkefnin komast svo enn lengra. Við sem hér á landi búum vitum vel að gæði íslenskrar ræktunar eru mikil. Þar spilar margt inn í, hreinleiki vatns, græn orka, grænn hiti og notkun varnarefna sama og engin þar sem skordýr þrífast illa í íslenskri náttúru. Einnig erum við öruggt land og fólk fær hér mannsæmandi laun. Ef rétt verð fæst fyrir gæðaafurðir úr gróðurhúsum á Íslandi þá er því ekkert til fyrirstöðu að fara í stærri skala á ræktun hér á landi. Ég held að það gæti orðið erfitt að keppa á erlendum mörkuðum með sömu vöru og er framleidd þar vegna fjarlægðar frá markaði. Íslenska varan þyrfti að geta sýnt fram á gæði sín og þar af leiðandi að vera dýrari,“ segir Axel um áform Landnýtingar. /smh Kornrækt í sókn Útgáfa skýrslu starfshóps á vegum matvælaráðuneytisins, „Bleikir akrar – aðgerðaáætlun um aukna kornrækt“, sem kom út fyrr á árinu, hefur blásið lífi í kornrækt á Íslandi að nýju eftir mögur ár. Eflaust hafa þættir eins og heimsfaraldur kórónuveiru, stríðs- átök í heiminum og loftslagsvá einnig ýtt við ráðamönnum, því samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður tveimur milljörðum varið í að hrinda aðgerðaáætluninni í framkvæmd. „Fyrsta forgangsmál kornræktar á Íslandi er að það þarf að kynbæta korn. Allt annað verður til einskis ef ekki verða til kynbætur á korni,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ og einn höfunda skýrslunnar Bleikir akrar. Kynbætur á byggi hófust að nýju í vor eftir að hafa legið niðri í nokkuð mörg ár. Sú vinna fer fram í samstarfi við sænskt kynbótafyrirtæki sem býr yfir nýrri kynbótahvelfingu með þjörkum og fyrsta flokks búnaði. Nú verður hægt að erfðagreina gríðarlegan fjölda plantna og reikna kynbótamat fyrir þær áður en þær hafa verið prófaðar við íslenskar aðstæður. Það hefur ekki verið gert áður. /ÞAG – Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21 Ræktar skarfakál í Grímsey 34 Auðlindum fylgir ábyrgð 4244 Dalahvítlaukur á markað á næsta ári Bjargaði níu geitum og gerðist geitabóndi 8 Þann 30. ágúst var undirritað sam komulag um upp byggingu á mat væla­ framleiðslu á iðnaðar svæði í Árnesi í Skeiða­ og Gnúp verjahreppi. Nánar tiltekið er þar um að ræða tómataframleiðslu í gróðurhúsum á um 26 hektara lands þegar uppbyggingu verður lokið árið 2027. Strax árið 2025 er gert ráð fyrir að fyrsta áfanga sé lokið og þá verði heildarframleiðslan um 13 tonn á dag af tómötum á um sex hektara lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.