Bændablaðið - 07.09.2023, Qupperneq 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023
Það má velta fyrir sér hvar mörk þess að
blaðamenn geti óhindrað myndað bústörf
liggi, án þess að fyrir því liggi leyfi frá
viðkomandi bónda.
Nú er mál þannig með vexti að á bæ
nokkrum á Suðurlandi voru bændur að sinna
bústörfum við blóðtöku úr merum, eins og þeir
hafa stundað í mörg ár á grundvelli laga og
reglugerða sem þeim eru sett af löggjafanum.
Þá bregður svo við að stóðið við bæinn fer
að ókyrrast. Ábúandi fer því út og svífur þá
yfir flygildi sem augljóslega styggir hrossin,
og við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að
bíll ríkisrekins fjölmiðils er lagður steinsnar
frá vettvangi. Voru þar komnir starfsmenn
Kveiks að taka myndir á einkalandi bóndans.
Það vekur furðu mína að viðkomandi
starfsmaður umrædds ríkisfjölmiðils
spyrji ekki um leyfi, ræði við bóndann
eða láti vita, heldur virðist dýravelferð og
stjórnarskrárvörðum réttindum enginn
gaumur gefinn þegar kemur að myndatökum
eða friðhelgi einkalífs. Óhjákvæmilega
vaknar því sú spurning að ef starfsemi er að
lögum landsins leyfð, hvar sé þá verndin?
Verðlag og verðbólga
Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið
um verðlag á Íslandi. Þegar rýnt er í þessa
gagnrýni, þá er líkt og ábyrgðin liggi hjá
bændum og að þeirra athafnir séu eldiviður á
verðbólgubálið. Vel má velta fyrir sér hvernig
verðmyndun á vörum verður til. Hvernig má
það vera að lítri af íslensku vatni kostar 60%
meira en lítri af mjólk? Um þó nokkra hríð
hefur það truflað mig allnokkuð þegar ég
fer í stórmarkaði í mínu nærsamfélagi og
versla inn, að næsti maður á undan mér í
röðinni er starfsmaður í verslun sem staðsett
er í hinum dreifðari byggðum. Má draga af
því líkur að viðkomandi fái hagstæðara verð
í stórmarkaðnum heldur en hjá viðkomandi
birgjum? Hvar á verðmyndunin á matvörunni
þá stað ef ekki hjá birgjunum?
Því fylgir oft aukinn kostnaður að búa
utan höfuðborgarsvæðisins og nær ekkert
okkar hefur farið varhluta af umræðu
um flutningsfyrirtæki undanfarna daga.
Verður það virkilega þannig að neytendur,
og þá sérstaklega þeir sem búsettir eru
utan höfuðborgarsvæðisins, jafnvel með
sína atvinnustarfsemi, þurfi að bera skaða
af samráði fyrirtækja á markaði sem
endurspeglast svo í hækkuðu vöruverði?
Bændafundir
Dagana 21. til 25. ágúst og svo þann 30. ágúst
fór stjórn og starfsfólk Bændasamtakanna í
fundaferð um landið. Alls var komið við á
13 áfangastöðum og voru fundirnir vel sóttir
og umræðurnar málefnalegar og upplýsandi
um þau málefni sem brenna helst á bændum.
Vil ég fyrir hönd stjórnar þakka öllum
þeim sem tóku þátt í fundunum fyrir komuna
og ekki síður starfsfólki Bændasamtakanna
fyrir frábæran undirbúning á þessari
fundaröð, þetta er að mínu mati mjög
mikilvægt fyrir stjórn og starfsfólk að
sinna þar sem þetta gefur okkur innsýn inn
í áherslur á hverju svæði.
SKOÐUN
Græðlingar
Skrifað stendur í einu fræðsluriti Skóg-
ræktarfélags Íslands að sá plöntuhluti sem
notaður er til þess að rækta af nýja plöntu
nefnist stiklingur. Stiklingur sem kominn
er með rætur og blöð og þannig orðinn
sjálfstæð planta nefnist græðlingur.
Hér í blaðinu er fjallað um tvo efnilega
„græðlinga“ í íslenskri garðyrkjuflóru sem
eru af gjörólíkum uppruna.
Annars vegar eru það hvítlauksbændur
í Dölunum, hjón sem hafa á undanförnum
árum undirbúið jarðveginn fyrir að hætta
að vinna venjulega launavinnu og gera að
einhverju leyti atvinnu úr áhugamálinu – sem
er að rækta hvítlauk.
Þau hafa lagst í pælingar um forsendur
vel heppnaðrar ræktunar á hvítlauk á Íslandi
án tilbúins áburðar og notkunar eiturefna.
Niðurstaðan er að það þarf að rækta
jarðveginn, auðga hann og vernda – gera
hann að mestu leyti sjálfbæran.
Þau komust að því að markaður var
fyrir íslenskan hvítlauk við hliðina á þeim
innflutta sem er að mestu leyti fluttur inn frá
Kína í miklu magni. Þau eru þegar búin að
selja alla uppskeru næsta árs í heildsölu, sem
þau áætla að verði á bilinu sex til átta tonn.
Hvítlauksbændurnir voru studdir í
gegnum undirbúningsferlið af sérstökum
sjóðum sem hafa það hlutverk að hlúa að
frumkvöðlastarfi sem þessu. Þau segja að
án þessa stuðnings hefði verkefnið aldrei
orðið að veruleika.
Hinn græðlingurinn mun þrífast í krafti
fjármagnsins – stórhuga athafnamanna – og
felst í tómataræktun til útflutnings. Ætlunin
er að reisa risagarðyrkjustöð á iðnaðarsvæði
í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem
mun geta framleitt 56 tonn tómata dag
hvern árið 2027 þegar stöðin verður að
fullu risin. Það er margfalt það heildarmagn
sem allir íslenskir tómataframleiðendur
framleiða á hverjum degi. Verkefnið er
enn á fjármögnunarstigi en samkvæmt
framkvæmdastjóra þess gengur það ferli vel
og engar beinar hindranir í sjónmáli. Líklegt
er að örlög verkefnisins muni á endanum
ráðast af markaðsforsendum íslensku
tómatanna í erlendum verslunum.
Munu nægilega margir vilja greiða nógu
hátt verð fyrir íslensku gæðavöruna, sem
framleidd er með hreinu vatni og vistvænni
orku? Fjárfestar veðja á að dæmið gangi upp.
Þetta eru dæmi af tveimur vænlegum
græðlingum í íslenskri garðyrkju, en þeir
hafa því miður ekki verið margir á síðustu
árum. Það verður því miður að segjast eins og
er að það hefur lengi ríkt stöðnun í greininni,
einkum í útiræktun grænmetis.
Sömu tegundirnar hafa verið í framleiðslu
ár eftir ár, fáar bætast við og hlutfall
innlendrar framleiðslu á markaði hefur ekki
breyst í grundvallaratriðum.
Nýliðun er lítil og garðyrkjubændum
fjölgar mjög hægt. Þau sem eru áhugasöm
um framtíðarstörf í greininni komast ekki
yfir þá erfiðu hindrun sem fjárfesting í landi
og garðyrkjustöð er.
Hér í blaðinu er einnig fréttaskýring um
stöðu og horfur í kornræktinni. Hún hefur
mikið verið til umræðu á undanförnum
mánuðum eftir að matvælaráðherra tilkynnti
í vor um tveggja milljarða stuðning við
greinina á næstu fjórum árum. Það er góður
og þarfur stuðningur í átt að fæðuöryggi
á Íslandi. En garðyrkjan þarf líka aukinn
stuðning til að svo geti orðið.
Samkvæmt tíðindum sem berast af
yfirstandandi endurskoðun bú vörusamninga,
hafa garðyrkjubændur lítið komist áleiðis
með sín hagsmunamál við samningaborðið.
Það er þrátt fyrir fögur fyrirheit
stjórnvalda um aukinn stuðning við íslenska
grænmetisframleiðslu, sem hafa birst í
ýmsum myndum á undanförnum misserum.
/smh
Einkamál annarra?
Mynd úr safni Bændasamtakanna. Hluti af myndaseríu sem sýnir frá blóðtöku úr hryssum í Landeyjum. Á bakhliðinni stendur handskrifað:
„Finnbogi Magnússon Lágafelli hjá blóðbrúsunum.“ Mynd / Úr safni
GAMLA MYNDIN
Gunnar Þorgeirsson
formaður Bændasamtaka Íslands
gunnar@bondi.is
Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári.
Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim
í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 14.900
með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 11.900 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
Ritstjóri: Sigurður Már Harðarson (ábm.) smh@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is
Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is – Þórdís Anna Gylfadóttir thordisanna@gmail.com
Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855
Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: 33.000 – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621