Bændablaðið - 07.09.2023, Side 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023
hans verði ákaflega mjólkurlagnar,
fituhlutfall i mjólk í góðu meðallagi
en próteinhlutfall aðeins neðan
meðallags. Júgurgerðin góð, spenar í
lengri kantinum hæfilegar þykkir
og vel settir. Mjaltir mjög góðar
og skapið í góðu meðallagi.
Heildareinkunn 114.
Naut í notkun áfram
Í notkun verða áfram Kollur 18039,
Skáldi, Simbi 19037, Kvóti 19042,
Bússi 19066, Billi 20009, Marmari
20011, Hengill 20014, Banani 20017,
Garpur 20044, Óðinn 21002, Hákon
21007, Kaldi 21020 og Pinni 21029.
Nú hillir undir að sett hafi
verið í notkun öll þau naut sem
áhugaverð eru til frekari notkunar
úr nautaárgöngum 2018–2022.
Þetta eru naut sem voru keypt
á grunni ætternis og fóru flest í
dreifingu á sínum tíma sem ungnaut
til afkvæmaprófana
Áður en til niðurstaðna þeirra
kom var erfðamengisúrvali hleypt
af stokkunum en eigi að síður
munu öll þessi naut fá sína prófun
í fyllingu tímans.
Nú fara hins vegar að koma
til notkunar naut sem voru keypt
á grunni erfðamats en það á við
um yngstu nautin fædd 2022. Val
nautanna fer þá fram um leið og þau
koma í heiminn eða þegar erfðamat
þeirra liggur fyrir. Þau koma því til
notkunar gefi þau nægilegt og nógu
gott sæði, nokkuð sem aldrei liggur
fyrir fyrr en til á að taka.
Hvatning til að nota sæðingar
Það fjölbreytta úrval nauta sem nú
stendur mönnum til boða ætti að
verða öllum hvatning til þess að
nota sæðingar sem allra mest og
láta af notkun „spari“nautanna, þ.e.
nautanna sem standa heima í fjósi
og á að spara.
Erfðaframfarir hjá
dönskum kúabændum
Í nýjasta tölublaði tímaritsins
Dansk Holstein kemur fram að
erfðaframfarir hafa skilað dönskum
kúabændum 2 þús. dönskum kr. á kú
á ári síðasta áratuginn samkvæmt
úttekt SEGES – dönsku landbúnaðar-
ráðgjafarinnar.
Þetta er nálægt 38 þús. ISK á kú
á ári. Ef við heimfærum þessar tölur
upp á íslenskar aðstæður og gefum
okkur að erfðaframfarir hérlendis
skili helmingi minna (sem þó er
alls ekki víst vegna mun hærra
mjólkurverðs hér) nemur þetta rétt
tæpum 2 milljónum króna á ári fyrir
meðalbúið.
Þetta segir mér að sú ákvörðun að
leiða fram heimanautið er einhver
sú alversta sem nokkur kúabóndi
tekur á sinni búskapartíð. Þessa
röngu ákvörðun taka margir bændur
því miður oft og mörgum sinnum,
ekki bara sjálfum sér til skaða
heldur einnig ræktunarstarfinu
og sæðingastarfseminni sem og
þjóðfélaginu öllu.
Þriðjungur undan
heimanautum
Það getur ekki gengið til langframa
að um þriðjungur allra fæddra
kálfa sé undan heimanautum
og sá tími hlýtur að koma að
spurt verði hvernig bændur
hafi efni á því að slá hendinni
á móti þeim fjármunum sem
erfðaframfarir skila.
Hverju svörum við þá?
Kajak 22009 frá Þorgautsstöðum.
Svarfdal 22006 frá Göngustöðum.
Lífræn hreinsistöð
• Fyrirferðalítil fullkomin
sambyggð skolphreinsistöð
• Uppfyllir ýtrustu kröfur um
gæði hreinsunar
• Engin rotþró eða siturlögn
25 ára ábyrgð
• Tæming seyru á þriggja til
fimm ára fresti
• Engir hreyfanlegir hlutir
• Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar
Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík
Sími 517 2220 - petur@idnver.is
G
ra
fik
a
19
Helstu upplýsingar
Gnúpufell er landmikil jörð með heimaland sem eru tæpir 600 hektarar, auk þess umtalsvert
afréttarland. Jörðin er mjög áhugaverð fyrir margra hluta sakir.
Er með ágætum eldri húsakosti. Búið var mjög myndarlega á Gnúpufelli, m.a. var þar
umtalsverð skógrækt. Í dag er jörðin ekki í ábúð en nytjuð.
Til sölu jörðin Gnúpufell í Eyjafjarðarsveit fasteignanúmer F215-8627
og landeignanúmer L152605.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson í síma 892 6000
eða magnus@fasteignamidstodin.is