Bændablaðið - 07.09.2023, Qupperneq 65

Bændablaðið - 07.09.2023, Qupperneq 65
65 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2023 Nú þegar vetur nálgast er gott að byrja á vetrarprjóni. Þetta fallega og einfalda hálsskjól situr svo vel á börnum. Uppskrift að húfunni má finna á vef garnstudio.com Drops Design: nr me-084-bn Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst í Handverkskúnst) 150 (150) 200 (200) g litur á mynd nr 38, blá þoka Prjónar: Hringprjónar 40 cm, nr 3 og 3,5. Sokkaprjónar nr 3,5 Prjónfesta: 22 lykkjur x 30 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni. Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA-2 (á við um hliðar framan og aftan á hálsskjóli): Öll úrtaka er gerð frá réttu og lykkjum ef fækkað innan við 5 kantlykkjur í garðaprjóni. FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 5 KANTLYKKJUM Í GARÐAPRJÓNI ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 5 KANTLYKKJUM Í GARÐAPRJÓNI ÞANNIG: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan 5 kantlykkjum og prjónið þessar 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). Útaukning (á við um útaukningu fyrir axlarsæti): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. GARÐAPRJÓN: Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón frá vinstri öxl (þegar stykkið er mátað) – prjónað er ofan frá og niður. Fyrst er prjónaður kantur í hálsi í stroffprjóni. Síðan eru lykkjur auknar út fyrir axlarsæti í hvorri hlið, áður en axlalykkjurnar eru felldar af. Síðan er bakstykkið og framstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig til loka máls. Fitjið upp 96 (104) 112 (120) lykkjur á stutta hringprjóna nr 3. Prjónið stroff hringinn (= 2L sl, 2L br) í 8 (9) 10 (11) cm, eða að óskaðri lengd. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar og hvert prjónamerki er sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð síðar þegar auka á út fyrir axlarsæti. Setjið fyrsta prjónamerki í byrjun á umferð – á undan fyrstu lykkju, teljið 38 (38) 42 (42) lykkjur (= bakstykki), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 10 (14) 14 (18) lykkjur (= öxl), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 38 (38) 42 (42) lykkjur (= framstykki), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 10 (14) 14 (18) lykkjur eftir á öxl á eftir síðasta prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út við hvert prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón nr 3,5 og prjónið fyrstu umferð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 38 (38) 42 (42) lykkjur á bakstykki og fækkið jafnframt um 6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – sjá ÚRTAKA/ ÚTAUKNING, haldið áfram með stroff yfir 10 (14) 14 (18) lykkjur á öxl, prjónið sléttprjón yfir 38 (38) 42 (42) lykkjur á framstykki og fækkið jafnframt um 6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, haldið áfram með stroff yfir 10 (14) 14 (18) lykkjur á öxl = 84 (92) 100 (108) lykkjur. Síðan er aukið út fyrir axlarsæti eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Prjónið sléttprjón yfir 32 (32) 36 (36) lykkjur á bakstykki og framstykki og stroffprjón yfir 10 (14) 14 (18) axlalykkjur. JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur í hverri umferð fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki og á EFTIR 1. og 3. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri – útauknar lykkjur tilheyra framstykki og bakstykki, þ.e.a.s. að 10 (14) 14 (18) axlalykkjurnar haldast stöðugar). Aukið svona út í hverri umferð alls 8 (10) 12 (12) sinnum = 116 (132) 148 (156) lykkjur. Í næstu umferð eru alxalykkjurnar felldar af, þ.e.a.s. prjónað er frá byrjun á umferð þannig (= við 1. prjónamerki): Prjónið 5 lykkjur brugðið, 38 (42) 50 (50) lykkjur sléttprjón, 5 lykkjur brugðið, fellið af næstu 10 (14) 14 (18) axlalykkjur með brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur, 5 lykkjur brugðið, 38 (42) 50 (50) lykkjur sléttprjón, 5 lykkjur brugðið, fellið af 10 (14) 14 (18) axlalykkjur með brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur. Ekki klippa þráðinn frá. Bakstykkið og framstykkið er síðan prjónað hvort fyrir sig fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: = 48 (52) 60 (60) lykkjur. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttprjón þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni með 5 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT þegar bakstykkið mælist 2 (3) 3 (3) cm frá þar sem axlalykkjur voru felldar af, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 2½ (3) 3 (3) cm millibili alls 3 (3) 4 (4) sinnum í hvorri hlið = 42 (46) 52 (52) lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 10 (12) 13 (14) cm frá þar sem axlalykkjur voru felldar af. Nú eru eftir ca 3 cm til loka máls, mátið e.t.v. hálsskjólið og prjónið að óskaðri lengd. Nú eru lykkjur auknar út eins og útskýrt er að neðan, til að koma í veg fyrir að stroffið sem prjóna á dragi ekki stykkið saman. Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður þar sem aukið er út um 10 (10) 12 (12) lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ ÚTAUKNING = 52 (56) 64 (64) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 3. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, *2L sl, 2L br*, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Hálsskjólið mælist ca 13 (15) 16 (17) cm frá þar sem axlalykkjur voru felldar af. FRAMSTYKKI: = 48 (52) 60 (60) lykkjur. Prjónið alveg eins og bakstykki, þ.e.a.s. framstykki og bakstykki eru alveg eins. Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is Á Syðstu-Fossum í Borgarfirði búa þau Unnsteinn og Harpa ásamt Snorra, föður Unnsteins, sem er fyrrverandi bóndi á bænum, og Magnúsi, syni þeirra. Býli: Syðstu-Fossar. Staðsett í sveit: Borgarfjörður. Ábúendur: Unnsteinn Snorri Snorrason og Harpa Sigríður Magnúsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvo syni, Ísak Rey (f. 2000) og Magnús Snorra (f. 2015). Ísak er fluttur að heiman, býr á Fáskrúðsfirði. Á bænum býr einnig Snorri Hjálmarsson, sem er pabbi Unn- steins og fyrrverandi bóndi á bænum. Í heimilisfesti eru einnig tveir gagnslausir kettir, Doppa og Aska, sem eru í eigu húsfreyjunnar. Stærð jarðar: Jörðin er um 170 ha, þar af eru um 30 ha tún. Gerð bús: Sauðfé og hross. Fjöldi búfjár: 120 vetrarfóðraðar ær og 25 hross Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum: Dagarnir eru misjafnir, eftir árstíðum, eins og gengur í búskapnum. Harpa og Unnsteinn vinna bæði utan bús. Unnsteinn sér um gegningar að morgni áður en hann fer til vinnu. Harpa sér um að koma Magnúsi í skóla. Síðan reyna allir að hjálpast að seinni part dags eftir getu og áhugasviði. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu verkefnin eru á vorin. Það fylgja því alltaf einhverjir töfrar að taka á móti vorinu með öllum þeim verkefnum sem því fylgja. Okkur þykja engin bústörf sérstaklega leiðinleg, nema þá helst bókhald og skýrsluskil. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Það eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á búskapnum næstu árin. Við erum opin fyrir tækifærum sem geta skapað meiri tekjur af búskapnum, þannig að ekki þurfi að sækja vinnu utan bús í eins miklum mæli. Hvað er alltaf til í ísskápnum: Það er þetta hefðbundna, íslenskar landbúnaðarafurðir, svo sem mjólk, smjör, ostar og skinka. Síðan er gjarnan til sviðasulta og kalt slátur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Þegar mikið liggur við er eldað lambakjöt. Steikt bleikja er líka ofarlega á vinsældalistanum. Eftirminnilegasta atvikið við bú- störfin: Við gefum Magnúsi orðið: „Mér fannst skemmtilegt þegar kindin mín bar, 3 lömbum, úti á túni eitt vorið. Við þurftum að sækja hana á bílnum. Pabbi mátti ekki vera að því að setja hana inn á réttum tíma því hann var að halda fyrirlestur í tölvunni um vinnuhagræðingu á sauðburði. Svo setti pabbi eitt lambið á um haustið, en ég komst að því í vor og núna á ég 6 kindur, átti nefnilega bara 5.“ Syðstu-Fossar BÆRINN OKKAR HANNYRÐAHORNIÐ Notalegt hálsskjól
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.