Stuðlaberg - 01.12.2016, Page 12

Stuðlaberg - 01.12.2016, Page 12
12 STUÐLABERG 2/2016 „Við fáum víst þrettán um jólin“ Dægurvísur Stuðlabergs eru að þessu sinni um aðventuna og jólin. Bjarni Sigtryggsson byrjar. Þetta kallast Jólavísa um VISA-jól: Af fjöllunum skreiðast brátt fólin; við fáum víst þrettán um jólin. Fjölskyldan engist er fjárhagur þrengist, unz herðist að hengingarólin. Ingólfur Ómar Ármannsson er á hefð­ bundnu nótunum: Senn við höldum heilög jól hress með bljúgu geði. Þá færist yfir foldarból friður, ró og gleði. Guðmundur Víkingsson sendir lesendum aðventukveðju með þessari hringhendu: Lokast skólinn, ljósið dvín lækkar sólarhnötturinn. Fái ei kjólinn frúin mín fagnar jólakötturinn. Einar Thoroddsen minnist þeirra tíma þegar fyrir kom að rafmagnið brást á örlaga­ stundu vegna álags: Um jólin ertu á baki ber beiskt það herma sögur ef elektrissitíið fer er telur klukkan fjögur. Vignir Víkingsson yrkir undir fornyrðis­ lagi: Laufa er skorið af list brauð. Börnin spennt bíða jóla. Bekrar við stall bretta grönum komir þú, kær aðventa. Jóna Guðmundsdóttir yrkir um matinn á aðventunni: Soðningu ljótt er að lasta ég get lifað á skyri og pasta. En átveisla er á aðventu hér sem áður hét jólafasta. Við endum á vísu eftir Gunnar Kr. Sigur­ jónsson. Hann er augsýnilega tengdur inn í nútímann: Um jól er ætíð sælt að sjá, þá sindrar eldsins skíman, er börnin kveikja kertum á — komið er „app“ í símann! Stuðlaberg þakkar hagyrðingum og óskar lesendum gleðilegra jóla. RIA. Hagyrðingar yrkja dægurvísur

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.