Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 16

Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 16
16 STUÐLABERG 2/2016 Kristján Einarsson fæddist 16. júlí 1916 að Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi í Norður­ Múlasýslu. Kristján var einn af fjórtán systk­ inum. Þau ólust upp við mikla fátækt og komust ekki öll til fullorðinsára. Kristján naut ekki mikillar skólagöngu en var þó einn vetur á Eiðum, 1936–1937. Í kjölfarið komst hann í Menntaskólann á Akureyri en flosnaði upp úr því námi vegna veikinda. Kristján kvæntist Unni Friðbjarnardóttur árið 1940. Þau hjónin hófu búskap að Staðar­ tungu í Hörgárdal, sem er fæðingarstaður Unnar. Síðar bjuggu þau lengi í Hveragerði þar sem Kristján vann ýmsa íhlaupavinnu en árið 1961 bauðst honum að verða ritstjóri Verkamannsins á Akureyri og fluttu þau þá norður og áttu þar heima upp frá því. Þau eignuðust einn son, Kristján, sem síðar varð prófessor í heimspeki. Kristján eldri lést árið 1994. Hann sendi frá sér þrettán ljóðabækur og auk þess voru tvisvar gefin út safn­ rit með úrvali úr ljóðum hans. Heildarsafnið, sem innihélt allt sem hann hafði sent frá sér, kom svo út í einni bók 2007, árið sem Unnur varð níræð. Ég man ekki hvenær fundum okkar Kristjáns bar fyrst saman. Þegar ég lít til baka finnst mér eins og kynni okkar hafi alltaf verið til staðar. Ég leitaði til hans sem ungt skáld, fullur af óljósum hugmyndum um kveðskap, stóð auk þess í vonlausri baráttu við alvarlega tilvistarkreppu. Kristján tók mér vel. Hann fylgdist vel með okkur menntskælingunum og hafði gaman af uppátækjum okkar, fullur af kímni og föðurlegum skilningi, fyrirgaf okkur dellurnar og var alltaf til viðræðna um hvað sem var. Ég sótti mikið á skrifstofu Verkamannsins í Brekkugötunni. Stundum hjálpaði ég ritstjóranum að pakka blaðinu í þar til gerðar umbúðir svo að það kæmist til áskrifenda, fékk í staðinn kaffi ‒ og vináttu skáldsins. Kristján hvatti mig til frekari dáða í kveð­ skaparlistinni. Hann birti vísur eftir mig í blaðinu sem hann stýrði og svo las hann skólablöðin þar sem við unglingarnir vorum að þreifa fyrir okkur á ritvellinum, gaf stundum góð ráð, alltaf jákvæður og upp­ örvandi. Ég held að hann hafi haft svolítið gaman af ungæðishættinum í okkur. Ég nefndi eitt sinn við Kristján að mig langaði til að bera undir hann kvæði sem ég hafði ort. Hann tók því vel, bauð mér heim Kristján frá Djúpalæk. „Svona gerir maður ekki“ Ritstjóri rifjar upp samskipti við skáldið frá Djúpalæk

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.