Stuðlaberg - 01.12.2016, Page 17

Stuðlaberg - 01.12.2016, Page 17
STUÐLABERG 2/2016 17 Rímað í miðmynd eitt kvöldið og í stofunni hans sátum við og lásum kvæðið mitt saman. Þetta voru ef ég man rétt tíu erindi, fimm fóta, þríliða brag­ línur með síðasta liðinn stýfðan sem nam einu atkvæði ‒ sami bragarháttur og á kvæði Jóns Helgasonar, Í Árnasafni. Maður var ekk­ ert að fara með veggjum í þá daga. Kristján las eitt erindið eftir annað og strikaði í með penna um leið og hann útskýrði fyrir mér, á afar hispurslausan hátt, hvað það væri í hverri línu sem gerði hana ótæka. „Svona gerir maður ekki,“ sagði hann, hlýr og vin­ samlegur. Þannig kortaðist kvæðið mitt smátt og smátt og þegar upp var staðið og ég hafði hlýtt á bragfræðiskýringar hans og málfars­ legar ábendingar í um það bil klukkustund stóðu sex línur eftir, tækar. Hitt var bara því miður ómögulegt. Ég kvaddi svo skáldið og hélt heim. Ég gleymi aldrei þessu kvöldi. Það var stjörnu­ bjart og snjóföl á jörðu og ég var sæll í hjarta. Kvæðið mitt var að vísu augsýnilega ekki nógu gott en sú staðreynd truflaði ekki það sem upp úr stóð. Þetta kvöld hafði ég upp­ lifað mín fyrstu kynni af öguðum vinnu­ brögðum skáldsins. Nú vissi ég svolítið um það hvernig átti að gera þetta. Kristjáni tókst líka að koma þessari vitneskju til mín á þann hátt að það var ekki nóg með að ég væri fylli­ lega sáttur við niðurstöðuna heldur var ekki laust við að ég væri dálítið stoltur af þessum sex línum sem eftir stóðu. RIA. Last Orðin í kollinum oft vilja þvælast og vöðlast, ófleyg og blind þó að lokum úr pennanum böðlast, í fálmkenndri leit eftir andanum blek hefur bruðlast, blöðin í vonleysi hálfskrifuð rifist og kuðlast, svo vilja bragfræðireglur í höfðinu riðlast og rýra þá hugsun er skyldi í ljóðinu miðlast, en vísa, sem illa og alls ekki rímast og stuðlast er, svo ég tali af hreinskilni, barasta guðlast. Þórarinn M. Baldursson, víólu- leikari og kunnur hagyrðingur, orti ljóð þar sem hann leikur sér að rími á skemmtilegan hátt. Auk þess setur hann skoðanir sínar þannig fram að ritstjóri Stuðlabergs getur tekið heils hugar undir með honum: Ættjarðarljóð Andri Snær Magnason, rithöfundurinn góð­ kunni, er hagmæltur ef hann vill við hafa. Stuðlabergi barst ættjarðarljóð eftir hann: Þú ýkta eyjan Ó! Ísland, þú er þvílíkt flott með þúfur og jökla og geggjaða fossa þótt veðrið sé reyndar grátlega gott með gjafmilda himna á rennblauta kossa þá ertu Ísland indælt sker ýktasti staður á jörðu hér. Já! Land mitt, þú ert ágætis eyja æðislegt finnst mér hérna að lifa og að lokum sjálfsagt dýrðlegt að deyja einn daginn er lífsklukkan hættir að tifa þá hvíli ég í þinni mergjuðu mold móðir mín góða, Ísafold. Be ng t O be rg er / C re at iv e C om m on s Andri Snær Magnason.

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.