Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 20

Stuðlaberg - 01.12.2016, Side 20
20 STUÐLABERG 2/2016 ævintýralegt hláturskast í miðjum þessum grafalvarlega fyrirlestri, reyndi að kæfa hláturinn með því að þykjast hafa fengið hóstakast en allt kom fyrir ekki og á endanum varð hann að yfirgefa salinn. Löngu seinna kom hann til baka tárvotur og sakaði mig um að vera að reyna að drepa hann. Heiða Guðný: Aðallega hef ég „panikkað“ yfir því ef ég hef óvart skilið símann minn einhverstaðar eftir á glámbekk, það eru ekki allar vísurnar sem þar eru geymdar alveg prenthæfar eða til þess fallnar að auka á vin­ sældir. Hafið þið orðið fyrir því að heyra texta sem særa brageyrað? Hvernig bregðist þið þá við? Ásta: Já, já, oft! En ég reyni að láta það sem vind um eyrun þjóta, þ.e. ef fullorðið fólk á í hlut. Krökkum bendi ég á hvað betur mætti fara og hjálpa þeim kannski að klára vísurnar. En svo hef ég ákaflega gaman af að lesa afkára­ legar vísur og gamlir þættir af fólki, sem orti af hjartans lyst og gat þó aldrei komið saman réttri vísu, eru mín uppáhaldslesning. Þá hlæ ég upphátt og læri stundum óvart smellnustu vísurnar. Það gefur sér enginn brageyrað sjálfur og hví skyldi fólk láta það aftra sér? Fanney: Það er alltaf erfitt, sérstaklega vegna þess að fólk er gjarnan svo glatt með sig að hafa sett saman vísu. Það verður þá bara að gera gott úr þessu og vona að æfingin skapi meistarann einhvern daginn. Heiða Guðný: Já, það skeður oft og er óþægi­ legt, en það er ekkert annað að gera en hrósa viðkomandi fyrir, því oftast er fólk að gera sitt besta og skapa eitthvað sem það er stolt af. Hverjar eru uppáhaldsvísur ykkar ef miðað er við það sem þið hafið gert sjálfar? Ásta: Ég geri ekki viljandi upp á milli barn­ anna minna og ekki vísnanna heldur! Fanney: Ég held voða lítið utan um vísurnar mínar, flestar þeirra eru búnar til einhvers staðar undir stýri og helsti möguleikinn á að þær lifi eitthvað áfram er að ég sendi systrum mínum þær í gegnum símann. Fyrir nokkrum árum var ég samt á leiðinni heim í Skaft­ ártunguna, norðan úr landi. Ég var seint á ferðinni eins og stundum áður, á fallegri vor­ nótt og á leiðinni upp úr Tungu varð þessi til: Upp til fjalla annan varla, yndislegri fann ég reit. Best ég kalla höfði að halla heima' í minni bernskusveit. Heiða Guðný: Eitt vinsælt yrkisefni sum­ arið sem ég smíðaði pallinn við íbúðarhúsið var sú hætta sem Jóna frænka mín og Ásta systir töldu vera á að Google Earth væri að fylgjast með hvort svona mannvirki eins og sólpallar heima við hús væru notaðir til ást­ arleikja. Svo dag einn þegar ég var að slá fékk ég svohljóðandi SMS frá Ástu: „Google-bíll­ inn er á ferð í Skaftártungu, ég get svarið Ljótarstaðir í Skaftártungu.

x

Stuðlaberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.