Stuðlaberg - 01.12.2016, Page 21

Stuðlaberg - 01.12.2016, Page 21
STUÐLABERG 2/2016 21 það.“ Ég sá strax fyrir mér hvernig þetta yrði og sendi Ástu um hæl þessa vísu: Google­bílinn gramdist mér að sjá og glott sem var í andlitinu á karlinum. Bláum myndum bjóst hann við að ná, bölvaður, og læddist upp að pallinum. Hvert er uppáhaldsskáldið? Ásta: Fyrstu tuttugu árin var það Davíð Stefánsson, svo Hulda, Steinn Steinarr, Ólöf frá Hlöðum, Guðmundur Böðvarsson, hann á ljóð við öll tilefni lífsins. En maður verður líka að nefna Sigrúnu Haraldsdóttur og Bjarka Karlsson. Hvílík krísa! Nei svona spurningu er ekki hægt að svara nema með bullandi samviskubit! Fanney: Eins og fyrr segir er ég alin upp á Davíð Stefánssyni, þykir enn vænst um ljóðin hans og kann vandræðalega mörg þeirra ut­ anbókar. Af seinni tíma skáldum er Bjarki Karlsson í algeru uppáhaldi. Heiða Guðný: Davíð Stefánsson og Einar Benediktsson eru í miklum metum en síðari árin finnst mér eiginlega mest koma til Bjarka Karlssonar. Hafið þið systur kveðist á? Ásta: Já, það höfum við gert. Ef átt er við það að byrja næstu vísu á þeim staf sem sú fyrri endar á þá hef ég gert það frá blautu barnsbeini. Pabbi, mamma og Ásgeir fóstri minn kunnu öll ógrynni af vísum og laum­ uðu að okkur og hjálpuðu til. Þess vegna sperri ég ennþá eyrun ef ég heyri vísu sem byrjar á sjaldgæfum staf. Og svo höfum við systur, aðallega við Heiða, skipst á vísum á líðandi stund. SMS­ sendingar mínar til hennar voru oft samdar undir stýri í traktor eða bíl. Og jafnvel á öðru hundraðinu! Þær eru stundum þannig að við höfum leitað leyfis hjá þeim sem ort er um áður en við flytjum þann kveðskap, t.d. á hag­ yrðingamótum. Fanney: Já, við kveðumst á. Við höfum þann háttinn á að senda vísur við alls kyns tækifæri og ætlumst til að fá svar í sömu mynt. Stundum eru vísurnar þá svar við þeirri fyrri, en oft eru þær bara lýsing á því hvað við erum að aðhafast þessa stundina. Það skal þó viðurkennast að ég er ekki eins dugleg og hinar að svara og þykist hafa mér það til afsökunar að hafa stundum minna næði í vinnunni til að hugsa en þær. Smá dæmi um þetta er t.d. hér frá nota­ legum sunnudegi á miðju sumri, þar sem ég var í rólegheitum að keyra trúss á milli fjalla­ kofa – og sendi Heiðu smá upplýsingar. Ljótarstaðasystur í Grímsey, frá vinstri: Ásta, Fanney og Heiða Guðný.

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.