Stuðlaberg - 01.12.2016, Page 26

Stuðlaberg - 01.12.2016, Page 26
26 STUÐLABERG 2/2016 „Gígjan ljóða glumdi snjöll“ – heimildir: Árni G. Eylands. 1951. Símon Dalaskáld. Akranes 10:84, bls. 84–87. B.F. 1874. Smámunir. Tíminn 1:10, bls. 39–40. Jens Sæmundsson. 1916. Símon Dalaskáld. Vísir 6:100, bls. 4. [Jón Ólafsson]. 1873. Ritfregnir. Göngu­Hrólfur 1:4–5, bls. 35–38. [Jón Ólafsson]. 1877. Að norðan. Skuld 1:16, bls. 163–164. Símon Bjarnarson. 1874. Nafnlaus grein. Norðanfari 13:33–34, bls. 74–75. Símon Bjarnarson. 1878. Andlát mitt í „Skuld“. Norðanfari 17:23–24, bls. 47–48. Símon Dalaskáld. 1906. Óðinn 2:4, bls. 32. Símon Dalaskáld Berst um vengi' að boginn þinn brast, og strengur lífsins; syngur ei lengur svanurinn sætt, um gengi vífsins. Gígjan ljóða glumdi snjöll, glöddust fljóð og halir. – Kváðu óð þinn Íslandsfjöll, og þess góðu dalir. Kvæða-hjali miðlar mest, mær og halir játa. Nú er í valinn Símon sezt, sáran dalir gráta. Kvað hann óð um fögur fljóð, faðmaði jóðin ungu, hans munu ljóðin lista góð lifa' á þjóðartungu. Skáldið fjölda af rímum reit, – réðist höldum saga. Oft um kvöld þá sveit við sveit söng á spjöldum Braga.* Snjöll um hauður lifa ljóð, – list er auður, kæri! – Honum dauðum þakkar þjóð, þótt hann snauður væri. Jens Sæmundsson * Bragi var ein ljóðabóka Símonar. Höfundur fundinn Í vorhefti Stuðlabergs 2016, bls. 26, var spurt um höfund vísu sem barst ritstjóra Stuðlabergs ofan úr Borgarfirði. Það var Ágústa Ósk Jónsdóttir á Egilsstöðum sem fann lausnina. Hún segir í bréfi á Boðnar- miði: Gátan er ráðin. Af allt öðrum ástæðum fór ég að blaða í fyrstu heftum Múlaþings, riti Sögufélags Austurlands, í hefti no. 2 fyrir árið 1967. Þá blasti þetta við mér á bls. 44, rammað í svart. Höfundurinn er Bragi Sigurðsson, blaðamaður og lögfræðingur frá Seyðisfirði (f. 1926, d. 2000), og heitið, Við andlát Steins Steinars. Vísan hefur skolast örlítið til á leiðinni frá Múlaþingi til Stuðlabergs. Í fjórðu línu stendur „smáu“ þar sem stóð „sínu“ í því eintaki sem barst ritstjóra Stuðlabergs. Að öðru leyti er ljóðið eins. Í byggingu vorri er brostinn sá steinn sem bjartur og fagur glóði. Hann stóð alltaf út úr stakur og einn sterkur í smáu ljóði. Sá tónn er hann söng, var tær og hreinn eins og tár sem er grátið í hljóði. Bragi Sigurðsson var sonur Sigurðar Arngrímssonar sem var ritstjóri og kaup­ maður á Seyðisfirði á fyrri hluta tutt­ ugustu aldar. Sigurður var ágætt skáld. Hann orti meðal annars Átthagaljóð, sem birtist í bókinni Aldrei gleymist Austur­ land 1949 (bls. 269). Það hefst á þessum alþekktu línum: „Gleðinnar strengi gulli spunna hærum. Guðs dýrðar roði skín á tindum mærum.“ Þetta ljóð, við einstak­ lega fallegt lag Inga T. Lárussonar, er gjarna sungið á samkomum Austfirðinga. Ritstjóri Stuðlabergs þakkar Ágústu Ósk fyrir upplýsingarnar og sendir bestu kveðjur á Austurland. RIA.

x

Stuðlaberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.