Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 29

Stuðlaberg - 01.12.2016, Qupperneq 29
STUÐLABERG 2/2016 29 Oft hefur verið að því vikið að þrátt fyrir listatök sín og afburði í yfirsýn hafi Jónas Hallgrímsson á marga lund verið ósanngjarn við Sigurð í frægum rímnadómi sínum 1837. Ég myndi þó telja hann fyllilega skiljanlegan – og að vísu óþyrmilega harðskeyttan – vitn­ isburð um menningarlegan og fagurfræði­ legan metnað af hálfu slíks manns sem Jónas var, ef ekki kæmi fleira til. Upphaflega hafði Sigurður reyndar vegið ónotalega að Fjölni, sjálfu ritinu og stefnu þess, án þess þó að leggja persónulega til nokkurs þeirra er að því stóðu. Tímaritið Sunnanpósturinn hafði horn í síðu Fjölnis en hélt mjög fram hlut Sig­ urðar, og varð hann þannig óvart eins konar persónugervingur þeirra væringa. Hvað sem því líður er naumast einleikið, hvernig aðferðum Fjölnismenn leyfa sér að beita í því skyni að hundelta þennan hraðkvæða hrakningsmann, sem varla lagði til nokkurs manns persónulega, var vinsæll af allri al­ þýðu, „skemmtilegur en skjaldan reiður,“ svo gripið sé til sjálfslýsingar sem fær stuðn­ ing af vitnisburðum margra samtíðarmanna: „örlyndur, léttlyndur, gamansamur og óreiðigjarn,“ segir Jón Borgfirðingur; „vildi engan móðga eða gera á hluta nokkurs manns, virtist gæflyndur, en ístöðulaus,“ segir Helgi biskup Thordersen; og setti reyndar saman, í bland við svo margt og misjafnt, vísnaperlur sem sjálfur Jónas hefði verið fullsæmdur af. Í 2. ári Fjölnis, 1836, birtist „Úr bréfi af Austfjörðum,“ pistill sendur ritinu af séra Ólafi Indriðasyni á Kolfreyjustað. Klausa úr honum er svo hljóðandi eins og hún er prentuð í ritinu: „Rímnabagl vesælla leirskálda, t. a. m. Sig­ urðar „Breiðfjörðs,“ (...) – þetta er keypt eins ljúflega, og miklu meir tíðkað, en Paradísar- missir og Messía-ljóð, so hvur „sultarkogni“ er farinn að geta haft sér það til atvinnu, að láta prenta allskonar bull ...“ Þegar séra Ólafi berst ritið í hendur heima á Kolfreyjustað bregður honum svo í brún að hann finnur sig knúinn til athugasemda og skrifar Brynjólfi Péturssyni: „ Ég get ekki vel samsinnt yður í því að það væri „þörf“ að breyta því hjá mér í bréfinu, sem þið höfðuð gjört til óhagnaðar Sigurði Breiðfjörð fyrir það þó rímum hans væri hælt í Sunnanpóstinum (...). Til að koma þessu bragði við hafið þið líka leiðst til að herða svo dóm minn á hrætötrinu Sigga að ég ætti bágt með að leiða gild rök að honum ef á þyrfti að halda: Með því að draga í hlé nöfn þeirra Ög­ mundar Getu-föðurs og séra Snorra, höfundar Arnljótsrímna, og skilja Sigurð einan eftir í dæminu, hafið þið látið mig draga hann fram svo sem þann er ég áliti argastan af höfundum þeirra nýprentuðu kveðlinga og rímna og hið vesælasta leirskáld (brúkaði ég þetta orð?), en þetta var og er ekki mín meining, og – ekki heldur ekki einu sinni satt!“ Þrátt fyrir augljósa gremju séra Ólafs leyfir hann sér, þótt í litlu sé, að þóknast Fjölnisrit­ stjórunum, og kallar Sigurð „hrætötur“. Sama ár sendi séra Tómas Sæmundsson fé­ lögum sínum í Fjölni „Eftirmæli ársins 1835“. Svo er að sjá sem hann hafi þar leyft sér að skrifa eitthvað vinsamlegt um Sigurð Breið­ fjörð; en ekki sér þess stað í ritinu, enda sárnar Tómasi þegar hann lítur ritsmíð sína á prenti; hann skrifar Konráði Gíslasyni 1. ágúst: „Ég þykist skilja (að) þið hafið ekki viljað halda uppi lofi Sigurðar Breiðfjörðs, en það mátti þá draga dálítið úr því. Hitt vildi ég þó allt hafa sagt (...) Mér sýnist líka Sigurður greyið eins og hver annar, eiga sitt.“ Líkt og séra Ólafur kemur Tómas lítillega til móts við vini sína með orðunum „Sigurður greyið,“ sem standa þó öllu nær því að geta kallazt gæluorð. Og enn skrifar Tómas Konráði 15. febrúar 1837: „Heyrt hefi ég sagt, að séra Ólafur hafi barmað sér yfir því (að) þið hafið breytt hjá sér, og þó að ég hafi raunina á sjálfum mér með það að það er ætíð til hins betra, getur maður ekki unað því vel við fyrsta álit, og þeir, sem ekki eru því smekkbetri geta ekki séð, að það sé til batnaðar.“

x

Stuðlaberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.