Stuðlaberg - 01.12.2016, Blaðsíða 31

Stuðlaberg - 01.12.2016, Blaðsíða 31
STUÐLABERG 2/2016 31 Rabbarbarasulta Emblu Embla Rún Hakadóttir, sem áður hefur komið við sögu í Stuðlabergi, setti saman þessa skemmtilegu uppskrift. Þó að hún sé hér sett upp eins og tíðkast í matreiðslubókum má sjá fyrir sér önnur línuskil og lesa uppskriftina sem ljóð: Ágæt sulta. Einstök. Rauð. Uppskriftin er spari. Með kvöldmat og í kökur, brauð: Kíló rabarbari 600 g af sykri (já! Sultan endist vikur) 200 g (en meira má) mjúkur púðursykur Vanilludropar (vel full skeið, vandar keiminn pínu. Sumir sleppa samt í neyð) Safi úr appelsínu. Rabarbarann reynist gott að rista í litla bita. Saman allt er sett í pott og soðið. (Vægan hita.) Hvatvísi Sonnettutilraun Ef lít ég yfir löngu farinn veg og læt þar hugann reika fram og aftur er furðulegt hve tunga mín er treg og tyrfinn jafnvel loðinn stríðniskjaftur. En misjafnt er hvað mönnum líkar best því margir vilja brestum sínum leyna og einkum mun þó ýmsum gagnast verst loks endanlega hamingju að treina. En ekki' er þar með sagt ég dómbær sé á samlíf hér á landsins ystu nöfum en stundum hefur farið betra fé þar forgörðum á glæ með hvítum tröfum. Ef tíkar- ennþá týrir ljós á -skari þá tóri' ég þar í óðar- lygnu -vari. Höfundur er Páll Helgason, fyrrverandi kennari og organisti á Siglufirði. Vísnagátur Sigurgeir Jónsson, rithöfundur í Vest­ mannaeyjum, er liðtækur hagyrðingur. Hér má líta nokkrar vísnagátur eftir hann: Notað yfir myndamót, margoft lögð í spilarann. Flöt og köntuð flekabót, fær og gabbað náungann. Sundur fína fjöl þú tekur, fríðleiksstúlka engri lík. Frásögn góð sem gleði vekur, gistihús í Reykjavík. Stundum mjór og mikill er, mjög úr jörð á vorin skýst, hann í marga hringi fer, heiti dagblaðs, svo er víst. Undir þaki oft má sjá, andlitsprýði mörgum hjá. Þá er lykli þetta á og þorskhausana prýða má. Embla Rún Hakadóttir.

x

Stuðlaberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stuðlaberg
https://timarit.is/publication/1892

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.