Úrval - 01.12.1962, Side 18
26
verða áberandi seint á sextugs-
aldri, en venjulega verður þaS
þó ekki tyrr en seint á sjötugs-
aldri eða ekki fyrr en á áttræðis-
aldri. Æðakölkun og sumir aðrir
sjúkdómar, þar á meðal áfengis-
sýki á háu stigi, geta flýtt fyrir
lirörnun þessari.
Dr. Birren segir enn fremur:
„Hin 95% munu að vfsu finna
einhverja breytingu á minni sínu,
er aldurinn sækir á, en ekki svo
niikla, að ekki megi bæla fyrir
hana með betri aðferðum við
slcráningu, varðveizlu og leit í
„skjalaskápum" minnisins.
Hvað er minnið í raun og
veru? Hvernig vinnur það?
Minni er tengt námi og lærdómi
á mjög náinn hátt, þ. e. þetta
tvennt er samrunnið. En erfitt er
að segja til um, hvar annar þátt-
ur þessa hugarstarfs endar og
hinn tekur við. Skilyrði fyrir
]>ví, að þú munir eitthvað, er, að
þú hafir einhvern tima lært það,
fengið vitneskju um það, og ekki
er hægt að segja, að þú hafir
lært um visst atriði, fyrr en þú
hefur komið því fyrir til geymslu
í minni þínu. Margir sálfræðing-
ar reyna að forðast ranga skil-
greiningu og aðgreiningu með þvi
að tala um þrjú stig þessarar
starfsemi: skráningu atriðisins í
geymsluhólfum minnisins, varð-
veizlu þess þar og síðan leitina
að þessu atriði og fund þess. í
Ú R VA L
þessum skilningi má segja, að
fyrsta stigið, skráning atriðisins,
feli i sér alla þá andlegu starf-
semi, sem nauðsynleg er til þess
að fá vitneskju um eitthvert at-
riði og koma þvi fyrir til geymslu
i geymsluhólfum minnisins.
Varðvæizla atriðisins getur
verið til bráðabirgða eða til
frambúðar. Ein þýðjingarme^ta
uppgötvun sálarrannsókna, sem
nýlega hafa átt sér stað, er sú,
:A' um er að ræða algerlega ólfka
heilastarfsemi, eftir þvi hvort
.miðað er að varðveizlu ’atriðis-
ins til bráðabirgða eða frambúð-
ar. Tilraunir sýna, að það krefst
orkueyðslu að muna eitthvað í
stuttan tfma. Varðveizla minnis-
atriða til bráðabirgða er með
öðrum orðum virk heilastarf-
semi.
En á vissu augnabliki flyzt
minnisatriðið annað hvort í
geymsluhólf til varanlegrar varð-
veizlu eða það hverfur úr minn-
inu. Tilraunir benda til þess, að
þetta gerist venjulega innan
klukkustundar frá því að atrið-
ið berst minninu. Varanleg varð-
veizla minnisatriðisins krefst
lítillar eða engrar orku, og er þar
líklega um að ræða örlitlar breyt-
ingar nálægt heilafrumum eða í
uppbyggingu þeirra sjálfra.*
* Sjá: „Rannsóknir á heila
lifandi manna.“