Úrval - 01.12.1962, Page 19
HVERNIG Á AÐ SKERPA MINNIÐ?
27
Minnisatriðið verður með öðrum
orðum að greypast í heilann, ef
það á að geta geymzt í meira en
klukkustund, en þá varðveitist
það líka þar til varanlegrar fram-
búðar. í heilanum eru hilljónir
fruma, og er geta heilans til þess
að soga í sig slik atriði, svo að
þau greypist þar varanlega, alveg
ótrúlega mikil. Aldrei mun verða
skortur á rými í spjaldskrár-
skápum heilans.
En þegar spjaldskrárnar ger-
ast risavaxnari, veitist þér stund-
um erfiðara að finna visst atriði
samstundis. Þetta ætti að skoðast
sem eðlileg afleiðing þroska og
greindar, fremur en að það sé
álitið merki um elli. Hægt er að
vinna töluvert gegn þessum galla
með því sem dr. Birren kallar
„betri skrásetningaraðferðir“.
Það er sérstaklega þýðingar-
mikið, þegar aldurinn færist yfir
þig, að þú skipuleggir þá spjald-
skrár heila þíns á grundvelli
rökréttra hugtaka- og hugmynda-
tengsla. Nýjar upplýsingar ættir
þú tafarlaust að tengja og sam-
ræma fyrri vitneskju um sömu
atriði, svo að heiidarmerking
þeirra verði augljós. Þú ættir að
bera núverandi og fyrri vitneskju
saman, gera þér grein fyrir því,
hvernig slíkt snertir þig sjálfan
á ýmsan hátt, skeyta síðan þess-
ar nýju upplýsingar saman og
tengja þær stærri heild, sem býr
í huga þér. Þannig eru meiri
likur til þess, að þér takist að
varðveita þessa nýju vitneskju
heldur en ef þú hefðir reynt að
varðveita hana sem einangrað
minnisatriði án tengsla við fyrri
vitneskju um sama málefni.
Ef þú manst það, sem þú raun-
verulega þarft að muna, skaltu
ekki hafa áhyggjur af slæmu
minni, hvað önnur atriði snertir.
Dr. Birren tekur sem dæmi fram-
kvæmdastjóra nokkurn, sem var
að koma af viðskiptafundi, en
þar hafði hann sýnt geysimikla
getu til þess að muna geysilegt
magn flókinna staðreynda. En
þegar hann kom út af fundinum,
gat hann alls ekki munað', hvar
hann hafði skilið hattinn sinn
eftir. Síðan bætir dr. Birren við:
„Komi eitthvað svipað fyrir þig,
þarf slikt ekki endilega að benda
til þess, að minni þlnu sé farið
að hraka. Það bendir til þess,
að minni þitt sé önnum kafið við
að fást við þau viðfangsefni, sem
því ber raunverulega að fást við,
og að það hafi ekki tíma til þess
að sinna litilsverðum hlutum í
sömu andránni.
En nú skulum við svo gera ráð
fyrir þvi, að þú sért farinn að
gleyma atriðum, sem er mjög
þýðingarmikið fyrir þig að muna.
Ráð dr. Birrens við því er svo-
hljóðandi: Þegar þú skrásetur
einhverjar vissar upplýsingar í