Úrval - 01.12.1962, Síða 21
HVERNIG Á AÐ SKERPA MINNIÐ?
29
hafa þá ef til vill myndazt? Und-
ir hvaða aðra flokkun, hvaða
óvenjulegu flokkun, hefurðu nú
getað skrásett þessa vitneskju?
Dr. Birren vísar ákveðið á bug
þeirri skoðun, að sumt fólk sé
fætt með gott minni, en annað
með slæmt, og eru næstum allir
nútíma sálfræðingar á sömu
skoðun og hann í þeim efnum.
Um þetta segir hann: „Líklega
er um að ræða einhvern ein-
staklingsbundinn mismun á með-
fæddri minnisgetu, en hann
hefur minni þýðingu en mis-
munurinn á minnisvenjumfólks.“
Fólk hefur tilhneigingu til þess
að halda áfram að þroska með
sér eina vissa aðferð við varð-
veizlu minnisatriða, ef því hefur
virzt hún vera þeim gagnleg. Ef
til vill leggur það þá áherzlu á
sjónminni eða heyrnarminni, en
vanrækir svo aðrar aðferðir. Því
þarftu ekki að undrast, að þú
skulir ef til vill aldrei gleyma
neinu andliti, en getir aftur á
móti ekki munað hvaða nafn á
við hvert andlit, ef þú hefur
mjög þroskað sjónminni, en hef-
ur aldrei lagt hart að þér við
að temja þér a,ðferðir, sem
hyggjast á heyrnarminni.
Ef þú hefur tilhneigingu til
þess að vanrækja vissa minnis-
aðferð, þá geturðu gert mikið til
þess að bæta þér upp þá vönt-
un með því að skrásetja upp-
lýsingar í þeirri mynd, sem
reynist þér árangursríkari. Mað-
ur sá, sem skrifar hjá sér tölu,
sem er lesin upphátt úr skýrslu,
er að reyna að festa sér töluna
í minni með hjálp sjónarinnar,
þar eð hann veit, að hann man
hana ekki við það eitt að heyra
hana.
Sumt fólk hefur svo sterka til-
hneigingu til varðveizlu minnis-
atriða með hjálp sjónminnis, að
sagt er, að minni þeirra megi
likja við linsu Ijósmyndavélar-
innar. Sálfræðingar kalla slikt
sjónmunaminni (sjónmyndahæfi-
leika) og taka miklu minna tillit
til þess, en flest ólært fóllc á þessu
sviði gerir. Um þetta segir dr.
Birren: „Það þarf ekki nauð-
synlega að vera vísbending um
sérstaklega gott minni. Sem
hjálpartæki með skapandi greind
er það miklu minna virði að geta
séð fyrir sér í huganum blað-
síðu með vissum staðreyndum
eða tölum á, en að geta tengt þær
staðreyndir eða tölur við heild-
armynd í huga sér á þann hátt,
að þær gleymist ekki.“
Enn fremur segir dr. Birren:
„Önnur mikilvæg staðreynd við-
víkjandi minninu er sú, að þreyta
og taugaþensla getur tafið mikið
fyrir þér, þegar þú leitar að ein-
hverjum upplýsingum í minni
þínu, hversu þjálfað sem það
kann að vera. Það er af þeim