Úrval - 01.12.1962, Page 25
ÓGLEYMANLEGUB MAÐUR
33
legasti maöur, með snjóhvítt hár,
fölur i andliti, kringluleitur
nokkuð' og höfuðstór. Hann var
tæp sex fet á hæð, og þrekinn,
án þess að vera feitur. Handsmár
og fótnettur. Hann var ekki fríð-
ur maður, en allt yfirbragð hans
virðulegt og fyrirmannlegt.
Yilhjálmur var af merkum
skagfirzkum og eyfirzkum ætt-
um, kominn af Guðbrandi bisk-
upi að langfeðgatali. Mun hann
hafa verið fjölvísasti spekingur
allra íslendinga, en margir af-
komendur hans hafa erft þessar
lifandi og fjölbreyttu gáfur hans.
Vilhjálmur fæddist 3. nóv. 1879
í Árnesbyggð í Manitoba, en for-
eldrar hans fluttust til Norður-
Dakota þegar hann var á öðru
ári, og settust að í Víkurbyggð,
og nefndu bæinn Tungu. Á hvor-
ugum staðnum var gott undir bú
og er faðir Vilhjálms dó var hann
snauður af þessa heims gæðum.
Þá var Vilhjálmur 17 ára gamall,
en Jóhann bróðir hans 25 ára.
Hin börnin voru dáin.
Til tíu ára aldurs talaði Vil-
hjálmur aðeins íslenzku, en þá
lærði hann dönsku og síðan
ensku. Brauzt hann i gegnum
nám og komst i háskólann í
Norður Dakota. Hann var þá
þegar mikill mælskumaður og
allra manna vinsælastur. Alla
hans ævi var í honum mótmæla-
andi og jafnvel uppreistarþrá.
Þess vegna beygði hann sig ekki
fyrir þeim óskeikulu mönnum
sem kenndu honum, og var erf-
iður nemandi. Hygg ég að þessi
þáttur í lyndi hans hafi verið
orsök þess að hann leit ferskum
augum á lífið, og sá það í öðru
Ijósi en aðrir menn. Ein sér-
vizka hans var sú, að töf væri að
þvi að sækja fyrirlestra, og fór
svo að hann var rekinn úr há-
skólanum fyrir að hafa ekki sótt
tíma.
Stúdentarnir brugðust illa við,
en fengu ekki aðgert. Gerðu þeir
því góða „útför“ hans. Gengu
þeir í skrúðgöngu og grétu hátt,
en i fararbroddi lá Vilhjálmur
á hjólbörum. Þegar komið var
út af háskólalóðinni, var honum
hvolft úr börunum, og tóku menn
þá aftur gleði sína.
Næsta vor tók Vilhjálmur próf
í háskólanum í Iowa, og lauk
hann prófi nokkrum dögum áð-
ur en félagar hans í Norður-
Dakota. Þóttist hann þá hafa
sannað kenningu sína um töf af
fyrirlestrum. Næsta vetur stund-
aði hann guðfræðinám í Harvard
háskólanum, en taldi sér ekki
henta að halda áfram. Á háskóla-
árunum orti hann allmikið og
þýddi Ijóð úr íslenzku og dönsku,
en ákvað nú að hætta við skáld-
skapinn og snúa sér að dáða-
skáldskap.
Hann þráði land feðra sinna