Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 28
36
með 2 félögum sínum og einum
hundasleða, sem sex hundar
drógu, en farangurinn á honum
var aðallega visindatæki og skot-
færi. Höfðu þeir t. d. aðeins með
sér 24 litra af steinolíu til elds-
neytis, en notuðu síðan selspik.
Þann 30. júni komu þeir til
Banks eyju, eftir að hafa lifað
á hafísnum í meira en þrjá mán-
uði, og sannaði Yilhjálmur mál
sitt, svo flestum virtist ótvírætt.
Fóru þeir félagar síðan um eyj-
arnar langt fyrir norðan Kanada,
er milli þeirra á ísum. Gerðu
þeir miklar og merkilegar athug-
anir á veðráttu, landslagi, gróðri
og dýralífi.
Bók hans um þessa ferð kom út
árið 1921, og hét: The Friendly
Arctic, þ. e. heimskautslöndin
vinalegu. Yar sá titill valinn til
að ögra andstæðingum hans, enda
tókst það. Voru þeir nú vopn-
lausir, nema þeir gætu sannað
að Vilhjálmur væri lygari og
svikari. Risu nú upp ljúgvitni, og
þóttust þekkja eskimóa þá, er
hefðu falið Vilhjálm þessi ár.
Þótti mörgum landkönnuðum,
sem heldur hefði fallið á frægðar-
ijóma þeirra, eftir þessa för Vil-
hjálms, og snerust gegn honum
af heift. Eins og vant er þegar
íslendingar eiga i hlut, voru
frændurnir á Norðurlöndum ill-
vigastir. Jafnvel svo merkur mað-
ÚR VAL
ur, sem Roald Amundsen, segir
í endurminningum sínum að
kenningar Vilhjálms séu þær
mestu og auðsæjustu vitleysur,
sem hann hafi lesið. Hinir ljós-
hærðu eskimóar, væru hlægileg
hugsmíð, og að tala um „gestrisið
N'orður“ sé hættuleg rangfærsla
á staðreyndum, og gæti kostað
þá menn lifið, sem vildu reyna
að gera það, sem V. S. þættist
hafa gert, þ. e. að voga sér til
þessara landa, án annars útbún-
aðar en byssu og skotfæra.
Klykkti hann út með því að segja
að hann skuli fúsleg'a setja orð-
stir sinn sem landkönnuðar og
allar eignir sínar að veði þess,
að ef Vilhjálmur vildi reyna
þetta, mundi hann dauður innan
viku. Það þótti einkennilegt að
Amundsen fór rangt með nöfn á
öllum bókum Vilhjálms, sem
hann nefndi, og vakti það grun
um að hann hafi aldrei lesið
þær.
Dr. Anderson, aðstoðarmaður
Vithjálms, gerði einnig árásir á
hann, þó á öðrum grundvelli.
Bað hann því Kanada-stjórn um
að setja opinbera nefnd til að
rannsaka feril sinn og áburð fé-
laga síns. Stjórnin skipaði nefnd
og að fengnum niðurstöðum
hennar, samþykkti stjórnin ein-
róma þakkarskjal til Vilhjálms,
fj'rir ótrautt könnunarstarf hans
og hve mjög hann hafi aukið