Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 30
38
ÍJRVAL
um fyrir slík störf. Hef ég grun
um að hann hafi átt í allmiklum
skuldakröggum hin síðari ár.
Hann kostaði miklu til bókasafns
síns, em mun hafa veri'ð eitt hið
bezta í heiminum, er fjallaði um
heimkautslöndin. Unnu ætíð
nokkrar stúlkur i bókasafninu, og
sem skrifarar hans.
Hafði hann þá vinnuaðferð, að
hann lét stúlkurnar finna rit sem
hann taldi sig þurfa að nota,
og jafnvel gera útdrátt úr þeim.
Leit hann síðan yfir þennan
efnivið og gekk um gólf og las
fyrir bréf sín og bækur, en skrif-
arinn skrifaði jafnótt á ritvélina.
Þetta er ekki góð vinnuaðferð,
því bæði er hún tafsamari en að
lesa fyrir inn í talvél, bréf sem
lílið þarf að vanda. En bækurnar
misstu hans fagra stíl, og var
mjög hætt við gloppum og mis-
sögnum, nema vel væri vandað
til yfirlesturs. Seldust bækur
hans ]jvi ekki vei síðari árin.
Er Vilhjálmur var 62 ára gam-
all kvæntist hann í fyrsta sinn,
en allir vinirnir töldu hann for-
hertán piparsvein. Þó samglödd-
ust þeir honum allir er þeir
kynntust frú Evelyn. Hún var um-
30 árum yngri en hann, stórfalleg
kona, g'áfuð, söngvin, ritfær og
skemmtileg. En það var ekki ein-
göngu í þessu sem hún var Vil-
hjáhni samboðin. Það Ijómaði af
henni góðleiki og hjartahlýja.
Yilhjálmur barst aldrei mikið á,
og þau bjuggu í allstórri kjall-
araíbúð, en ekki góðri, í Green-
wich Village, sem er listamanna-
hverfi borgarinnar. Þau voru
bæði við vinnu sína í bókasafn-
inu á daginn, en það var í nýju
húsi og björtu þar skammt frá.
Þó húsakynnin væru ekki góð,
sótti þangað fjöldi manna, enda
var alltaf gaman að koma þang-
að, þau hjónin unnust hugástum,
og samúðin barst út á götu. Þar
voru sagðar sögur, hermt eftir
og kveðnar rímur. Hafði Vil-
hjálmur kennt vinum sínum
stemmurnar, en þeir ortu ein-
iiverja vitleysu undir. Og frú
Evelyn settist við pjíanóið og
söng íslenzk þjóðlög, og virtist
mér Vilhjálmur stundum ldökkna
er hún söng til hans: Sofðu
unga ástin mín.
Vilhjálmur sýndi íslandi þann
sóma að bjóða bókasafn sitt hing-
ar, en því var aldrei svarað, og
skrifaði ég þó ýmsum málsmet-
andi mönnum um þau kaup. Lét
hann það því til Dartmouth
College í Hanover, N.H., rétt við
landamæri Kanada. Var þar
stofnuð sérstök deild: Stefans-
son Collection, og vinna þar 5
manns undir stjórn frú Evelyn.
Um 1300 bækur Vilhjálms, aðal-
lega tvítök, seldi hann til há-
skólans í Winnipeg.