Úrval - 01.12.1962, Page 31
ÖGLEYMANLEGUR MAÐUR
Fluttust þau hjón þá alfarin frá
New York og settust að í Hanov-
er. Fékk Yilhjálmur slag fyrir
nokkrum árum, og var haltur
39
síÖan. Annað slag fékk hann, er
hann sat samkvæmi þann 20.
ágúst og iézt af því þann 26.
ágúst 1962.
Bakteríudrepandi ís.
Meö notkun nýrrar tegundar af bakteríudrepandi ís, sem fram-
leiddur hefur verið i rannsóknarstöð Louisianaháskólans, verður
hægt aS geyma margar tegundir matvæla og halda þeim ferskum
miklu lengur en áður. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að ís þessl
ber tvöfalt betri árangur við frystingu á kjúklingum og vatna-
krabba. Vatnakrabbinn, sem venjulega lifir í fimm daga i venju-
legum ís, helzt lifandi í fimmtán daga og lengur í þessum nýja
gerileyðandi ís. Þá hefur hinn nýi is borið góðan árangur við
frystingu á grænmeti og ávöxtum, sérstaklega gráfíkjum, jarð-
arberjum, grænum baunum og sítrónum. Fryst í þessum nýja
is, héldu matvæli þessi lit sínum, ferskleika og bragði.
Sími í flugvélum.
Bráðlega kemur að Því, að bandarískir flugfarþegar geta símað
heim til sín á ílugi sínu innan Bandaríkjanna. 1 . undanfarin
fimm ár hafa verið starfræktar þráðlausar rannsóknar-flugsíma-
stöðvar í fimm borgum Bandarikjanna. Hafa Þær borið góðan
árangur og er í ráði að setja upp slíkar stöðvar til almennrar
notkunar.
Talsímamiðstöð Bandaríkjanna hefur nú í hyggju að byggja
flugsímastöðvar á 320 km millibili um öll Bandaríkin, og munu þær
sjá um símaþjónustu fyrir innanlandsflugvélar, sem fljúga í um
eða yfir 1500 metra hæð, en flestar þeirra fljúga miklu hærra.
Talsímasamband við flugvélar á lægra flugi verður fyrst um
sinn takmarkað.