Úrval - 01.12.1962, Síða 33
SAKAMÁLARANNSÓKNIR
41
raanna flugáhafnar bar að hönd-
nm, þegar Loclihead-vél af gerS-
inni 1,-019 frá Imperial Airlines
féll til jarðar og brann í lend-
ingartilraun á Byrd Field í Rich-
mond í Virginíufylki þ. 8. nóv-
ember árið 1901.
Tveir eiturefnafræSingar frá
hinni hernaðarleg'u meinafræði-
stofnun (Armed Forces Insti-
tute of Pathology) lýstu rann-
sókn ofangreinds flugslyss og
niðurstöSum hennar. Þeir lögðu
skýrslu sína fyrir Flugráð ríkis-
ins (Civil Aeronautics Board),
og hún bar þaS meS sér, að menn-
irnir í flugvélinni voru á lífi og
drógu enn andann, eftir að vélin
hafði skollið til jarðar, en þeir
dóu af kolmónoxýðeitrun (kol-
sýringseitrun) frá eldinum, sem
kviknaði.
Gasmælingar.
Hinn ofsalegi hiti eyddi mest-
allri vélinni og þeim, sem í henni
voru, en skildi þó eftir nægilegar
leifar til þe-ss að sýna, að menn-
irnir dóu þó ekki á eins kvala-
fullan hátt og hefðu þeir brunnið
lifandi. Það kann að vera lítil
huggun hinum eftirlifandi skyld-
mennum þeirra, en það er þýð-
ingarmikið að vita um allar að-
stæður shkra slysa, svo að reyna
megi að hindra, að slíkt endur-
taki sig.
Eiturefnafræðingarnir Abel M.
Dominguez and Leo R. Goldbaum
skýrðu frá aðferð, sem notuð
var til þess að ákvarða dánar-
orsök þeirra, sem fórúst í flug-
slysi þessu. Er aðferð sú nefnd
gas-Iitrófsmælingaaðferðin. Við
slíkar rannsóknir er líkams- eða
líífærahlutuni þeim, sem ekki
verða eldinum að bráð, safnað
saman, og síðan er blóðinu í
hlutum þessum náð burt úr þeim.
Kolsýringurinn í blóðupp-
lausninni er síðan leystur úr
læðingi, og síðan er styrkleiki
hans mældur í sérstakri vél, sem
kölluð er gas-Iitrófsmælingavél.
Sé styrkleikinn meira e-n 50—
60%, er kolsýringsinnihald
blóðsins álitið hafa verið ban-
vænt.
Flugfarþegar ættu að vita um
allar mögulegar útgöngudyr.
Hinn mikli styrkleiki kolsýr-
ing'sins í blóði þeirra, sem fór-
ust í ofangreindu flugslysi, sýndi,
að þeir voru enn á lífi, þegar
vélin skall til jarðar, enn frem-
ur að fallið drap þá ekki. Enn-
fremur kom enn þýðingarmeira
atriði i ljós: ef til vill hefðu
sumir haldið lífi, hefðu þeir að-
eins vitað um hinar mörgu neyð-
arútgöngudyr flug'vélarinnar og
notað þær.
Ef til vill hafa flestir farþeg-
anna verið óvanir flugferðum,
og rannsóknin sýndi, að flestir