Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 36
44
isprófanir, sem gerðar voru á
Llóði, þvagi og útöndunarlofti
þeirra. Meinafræðingar, sem fást
einkum við réttarfarslega læknis-
fræði, höfðu svarið á reiðum
höndum: Menn þessir voru und-
ir áhrifum örvandi lyfja.
Lloyd M. Shupe frá Columbus
í Ohiofylki gaf skýrslu um rann-
sóknir, sem framkvæmdar voru
til þess að rannsaka það, hversu
algengt það væri, að menn sem
teknir væru fyrir ölvun við akst-
ur, væru raunverule-ga undir
áhrifum örvandi lyfja.
Ölvaðir af völdum lyfja.
Aðeins reyndust örfáir hinna
handteknu, drukknu ökumanna,
sem rannsóknin tók yfir, hafa
verið bæði undir áhrifum örv-
andi lyfja og áfengis. En Shupe
dró þá ályktun af rannsókninni,
að lögreglan ætti samt að vera á
varðbergi og gera sér grein fyrir
þeim möguleika, að fólk, sem
virtist vera ölvað, kynni í sum-
um tilfellum að vera undir áhrif-
um örvandi lyfja.
Þegar áfengismagn blóðs, þvags
og útöndunarlofts er lágt hjá
fólki, sem virðist augsýnilega
vera ölvað, ætti að leita aðstoð-
ar til efnagreiningar og læknis-
fræðileg'rar rannsóknar, að áliti
Shupe. Hann benti á það, að í
mörgum fylkjum Bandaríkjanna
er það alveg eins ólöglegt að aka
ÚRVAL
undir áhrifum lyfja eins og á-
fengis.
Ef til vill kom vísindaáhugi
fundarmanna hvað gleggst i Ijós,
þegar skýrt var frá nýjum kjarn-
orkuaðferðum til þess. að hafa
upp á glæpamönnum og þekkja
þá með hjálp svo fátæklegra
sönnunargagna sem eins höfuð-
hárs, pappírsagnar eða örlítillar
trefjaagnar.
Auskelis K. Perkons, vísinda-
maður, sem vinnur að rannsókn-
um í Sakamálarannsóknarstofu
saksóknara Kanada, og Robert
E. Jervis, prófessor í kjarnorku-
efnafræði við Torontoháskóla,
en þeir búa báðir í Toronto, gáfu
sameiginlega skýrslu um aðferð-
ir þessar. Þeir skýrðu frá því,
hvernig aðferðir þessar hefðu
verið endurbættar og á hvern
hátt þær hefðu fyrst verið not-
aðar.
Aðferð þessi er kölluð „neu-
tronu-geislavirkni-efnagreining“,
og þessi nýja uppljóstrunarað-
ferð varð þannig til, að smám
saman fundust ráð til þess að
skjóta neutronugeislum að ýms-
um efnum. Geislarnir rekast á
örsmá málmkorn í efnissýnis-
hornunum, og þeir gera málm-
frumefnin geislavirk.
Siðan er hæg't að finna geisl-
ana, sem þessi geislavirku frum-
efni endurkasta eða gefa frá sér,
mæla þá og greina með Geiger-