Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 38
46
sem eru ekki eins kvalafullar né
hafa eins mikil lýti í för með
sér. Hann skýrði frá 33 dánar-
tilfellum vegna eldsvoða, sem
allir höfðu orðið á einu ári, og
sýndi fram á það, að í þrem til-
fellum hafði verið um sjálfsmorð
að ræða.
Einnig var skýrt frá aðferðum
við efnagreiningu lyfja. En það
er augsýnilegt, að ný lyf, sem
reynast kynnu hættuleg, berast
hraðar en svo á markaðinn, að
hægt sé að finna upp öruggar
aðferðir nægilega fljótt til þess
að ganga úr skugga um það,
hvort þeirra hefur verið neytt
í hinum ýmsu tilfellum, og mæla
þá og efnagreina lyfjaskammt-
inn, sem tekinn hefur verið inn
eða gefinn hefur verið.
Eiturefnafræðingurinn Leo
Goldbaum og samstarfsmenn
hans skýrðu frá einni af nýjustu
aðferðunum af þessu tagi til þess
að finna og efnagreina svefnlyf,
sem ekki tilheyra barbiturate-
sýruflokknum.
Goldbaum skýrði frá því, að
maður nokkur, 61 árs að aldri,
hafi læst sig inni í baðherbergi
í 45 mínútur eftir rifrildi við
konu sina. Hann virtist vera sem
ölvaður eða í einhvers konar
vímu, þegar hann kom út. Hann
sagði henni, að hann hefði hellt
í sig meðulum þar inni, þar á
meðal svefntöflum, og að ekki
ÚRVAL
myndi reynast mögulegt að
bjarga sér.
Eiturefnaprófanir.
Því miður reyndist hann hafa
é réttu að standa. Hann dó um
17 tímum síðar, þrátt fyrir 6
klukkustunda tilraunir til þess að
bjarga lífi hans með hjálp gervi-
nýra.
Sérstakar rannsóknir á vefj-
um hans hjálpuðu vísindamönn-
unum að fullkomna prófunar-
aðferð til þess að ákvarða teg-
und og magn svefnlyfja i vefjum
mannslíkamans. Þeir sýndu fram
á það, að svefnlyf, sem tilheyra
barbituratesýruflokknum, hóp-
ast upp í líkamsvökvum (blóði
og þvagi), en önnur Iyf, sem ekki
tilheyra sýruflokknum, hópast
upp í líkamsfitu, en gervinýru
eiga i hinu síðarnefnda tilfelli
erfiðara með að ná eiturefnun-
um burt úr likamanum.
Goldbaum sagði, að þessar
upplýsingar hefðu gert þeim
fært að fullkomna prófun fil
þess að finna tegund og magn
lyfja í likamsvefjum manna án
þess að þurfa fyrst að grípa til
útfjólublárrar prófunar til slíkr-
ar ákvörðunar.
Dr. Richard D. Stewart, kenn-
ari í lyflæknisfræði við lækna-
deild Michiganháskóla og Duncan
S. Erley, efnafræðingur, sem