Úrval - 01.12.1962, Side 39
SAKAMÁLARANNSÖKNIR
47
vinnur að rannsóknum fyrir Dow
Chemical Co. í Midland, Michi-
ganfylki, skýrðu einnig frá ann-
arri prófunaraðferð til þess að
finna eitruð efni í líkama manna
og dýra, mæla þau og efnagreina.
Þeir sögðu, að framfarir á sviði
innrauðrar efnagreiningartækni
hefðu flýft fyrir greiningu og
mælingu eiturefna í líkömum
sjúklinga.
Innrauð geislun er notuð til
þess að efnagreina útöndunar-
loft, líkamsvökva, líkamsvefi,
fatnað og sjálf eiturefni þau, sem
grunur leikur á, að fyrir hendi
séu. Og greining þessi er fram-
kvæmd til þess að sannprófa, að
um efna- eða lyfjaeitrun sé að
ræða eða önnur skaðsamleg
áhrif efna eða lyfja.
Ahrifamikið hjálpartæki.
Innrauð geislun getur verið
áhrifamikið hjálpartæki til þess
að finna og greina eiturefni í
likamsvökvum og vefjum. Útönd-
unarloft er hægt að efnagreina
beint í löngum loftklefum til at-
hugunar á flestum uppgufanleg-
um lífrænum efnum, þar á meðal
mörgum hinna nýju tegunda af
skordýraeitri og öðru slílui eitri,
sem getur verið mönnum og dýr-
um skaðlegt. Aðferð þessi ætti
að vera sérstaklega mikilvæg við
krufningu og ákvarðanir dánar-
orsaka.
Kjarnaknúnar rafstöðvar.
KOMIÐ hefur verið á stofn kjarnorkuknúinni rafstöð í Fort
Greely í Alaska, og er hún hin þriðja, sem tekur til starfa í
Bandarikjunum.
Stöðin framleiðir 4000 kílóvött af rafmagni, og er helmingur
Þessa afls notaður til upphitunar. Talið er, að stöð af þessari
tegund muni hafa næga orku til þess að annast þarfir 3000 manna.
»»««
KONA segir við bónda sinn, er þau voru í drykkjuveizlu hjá
vinum sinum: „Henry, fáðu þér ekki fleiri sjússa. Andlitið á þér
er strax farið að vera í móðu.“ — Reader's Digest.