Úrval - 01.12.1962, Side 41
HRAUSTUSTU HERMENN HEIMS
49
„Á bersvæði standa þeir hvaða
hermönnum sem er fjdlilega á
sporði,“ segir herforingi, sem um
skeið stjórnaði Gurkahersveit.
„í fjöllum eru þeir flestum
fremri, og i frumskógahernaði
jafnast eng'ir á við þá.“
„Skemmtilegustu náungar,“
sagði annar fyrrverandi yfirmað-
ur þeirra. „Enda þótt þeir séu
yfirleitt hindúatrúar, væri synd
að seg'ja að þeir séu kreddu-
bundnir. Þeir gera flest það, sem
strangtrúaðir Hindúar telja sér
ekki leyfast — þeir reykja,
drekka og skemmta sér eftir
föngum. Lifsfjör þeirra er með
afbrigðum, og kannski er það
einmitt þess vegna, að þeir eru
svo hraustir hermenn.“
Margar sögur eru sagðar af
hugrekki Gurka og dirfsku.
Skipunum hlýða þeir skilyrðis-
laust, og framkvæma þær hvað
sem á dynur.
Gurka-hervörður, með riffil
sinn einan að vopni, lét sig ekki
muna um að ganga til atlögu við
brezkt orrustuskip, vopnað fjórt-
án þumlunga hlaupvíðum fall-
byssum, er það hélt á nætur-
þeii um Suezskurð árið 1915.
Nam orrustuskipið staðar á með-
an verið var að koma Gurka-
hermanninum í skilning úm að
það væri í sínum fulla rétti.
Þeir láta sér lítt bregða við sár
eða sársauka. Gurld nokkur, sem
barðist á norðvestur-vígstöðvun-
um i Indlandi, var svo óhepp-
inn að sniða af sér þumalfingur,
þegar hann var að höggva sér
leið um kjarr með „kukri“ sín-
urn, en svo nefnast sveðjur þær,
sem Gurkarnir skilja aldrei við
sig. Þegar orrustu þarna var lok-
ið, labbaði Gurkinn á fund her-
læknisins, dró stúfinn upp úr
vasa sinuu og spurði, hvort hann
gæti „ekki sett hann á aftur“.
Gurkum er það meðfætt að
kiínna góð skil á sálfræðilegum
atriðum. Það gerðist í Cassino í
síðari heimsstyrjöldinni, að
nokkrir Gurka-hermenn laumuð-
ust um nótt heim á bóndabýli,
sem var í höndum nazista, lædd-
ust fram hjá varðmönnunum inn
þangað sem nokkrir hermenn
lágu i svefni, dróu „kukri“-sveðj-
ur sínar úr skeiðum, afhöfðuðu
þá þegjandi og liljóðalaust og
læddust síðan aftur fram hjá
vörðunum án þess að ganga til
atlögu við þá. Sögðu Gurlcarnir
foringja sínum seinna, og glottu
þá við tönn, að illa mundi varð-
liðum nazista hafa brugðið, er
þeir hugðust vekja félaga sína
og fundu þá alla fyrir hauslausa.
„Það var að minnsta kosti
skárra en að drepa þá alla,“ varð
liðþjálfanum að orði.
Oftsinnis hefur návist Gurk-
anna eingöngu komið í veg fyrir
uppþot og óeirðir á Indlandi.