Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 42
50
Hefur ekki þurft annars vifS til
þess að þögn og kyrrð slægi á
óðan og æpandi múginn, en
Gurka-liðþjálfi kæmi fram á sjón-
arsviðið og horfði rólegum aug-
um yfir mannfjöldann.
Jafnvel útlit Gurkanna eitt
vekur ugg með indverskum. Þeir
eru yfirleitt skegglausir, margir
þeirra hafa ekki einu sinni hár
á augnabrúnum, og hin sérkenni-
lega, mongólska húðfelling við
augnakrókinn, minnir þjóðina
ónotalega á Tartarana, sem einu
sinni æddu yfir landið, eyddu
borgir og brytjuðu niður mann-
fólkið.
Gurkar framfylgja skipunum
og boðum miskunnarlaust ef því
er að skipta. Öskrandi óróasegg-
ur hnígur til jarðar með tólf
þumlunga langan skurð, þvert
yfir kviðinn — nærstaddur Gurki
hefur brugðið své-ðju sinni og
minnt hann á að allar æsingar
séu bannaðar. Annar óróasegg-
urinn rekur upp sárt vein —
Gurka-hermanni hefur orðið það
á að skella riffilskeftinu helzt
til harkalega á berar tær hon-
um.
Á styrjaldarárunum var her-
mönnum Bandamanna alltaf til-
kynnt, að þegar Gurka-hermað-
ur hrópaði stöðvunarorð, væri
það ákveðin meining hans, og
fæstir lifðu til að skýra frá því,
ÚRVAL
að þeir hefðu ekki tekið það al-
varlega.
Þótt Gurkar séu yfirleitt manna
glaðlyndastir, geta þeir reiðzt
heftarlega. Oft er komizt þannig
að orði að menn „sjái rautt“,
er þeir reiðast, og þá dregin lík-
ing af þeim áhrifum, sem rauð
dula hefur á skapmikið naut.
Þegar Gurki reiðist, sér hann
rautt í bókstaflegri merkingu,
þvi að þá dregur ský á sjónir hon-
um og hvita augnhimnan verð-
ur ljósrauð. Þá eru þeir hættu-
legastir viðfangs.
John Masters, frægur hermað-
ur og rithöfundur, lýsir heift
Gurkanna í einni af bókum sín-
um, „Herlúðrar og tígrrsdýr“.
Tveir Gurkahermenn höfðu
verið skotnir til bana úr laun-
sátri af særðum Pathana. Hefndu
Gurkar sín með því að gera hart
byssustingjaáhlaup á lið Pat-
hana, en þegar því var lokið og
Pathanarnir annað hvort fallnir
eða flúnir, sótti einn Gurkinn
enn fram, þótt ekki væri við
neinn að berjast, grátandi af
heift og reiði með sveðju sína
brugðna i hægri hendi — en i
þeirri vinstri bar hann fimm af-
höggvin Pathanahöfuð og hafði
brugðið löngum hárlokkum
þeirra um greipar sér.
Eins og sverðið Sköfnungur . . •
Gurkar börðust i Flandern i