Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 43
HRAUSTUSTU HERMENN HEIMS
fyrri hejmsstyrjöldinni, og var
það þá þeirra bezta skemmtan aS
heyja skærubardaga á nætur-
þeli í skotgröfum fjandmann-
anna. „Hve marga?“ höfðum við
fyrir vana aS spyrja þá, þegar
þeir komu aftur niður í skot-
grafir okkar.
Glottu þá Gurkarnir og drógu
eyrnasnepla upp úr vösum
sínum, jafnmarga fjandmíton-
um, sem þeir höfðu fellt.
„Kukriinn“, sveðjan, sem áður
er á minnzt, er þjóðarvopn
Gurka. Blaðið er breitt og mjög
bjúgt, um tuttugu þumlungar á
, lengd, vopnið þungt, miðað við
stærð, og borið í skeiðum úr
hörðu leðri. Við einkennisbún-
ing eru skeiðarnar festar í beltis-
feta.
Fyrir stöðuga þjálfun allt frá
barnæsku hafa Gurkar náð frá-
bærri leikni og öryggi í með-
ferð þessa hættulega vopns, og
ganga iðulega til keppni, þar sem
þeir sýna snilli sína í að sneiða
lim af trjám og öðru þess háttar,
sem krefst krafta, snerpu og
hvassrar sjónar.
Hjá Gurkum telzt enginn mað-
ur með mönnum, nema hann
geti sneitt haus af nauti í einu
höggi með kukri sínum. Þótt
ýmsir hafi haldið öðru fram,
þá nota þe-ir sveðjuna aldrei sem
kastvopn — skilja hana aldrei
51
við sig og halda egginni hár-
beittri.
Og það er með sveðju þessa
eins og sverðið Sköfnung til
forna, hana má aldrei draga úr
slíðrum nema vakið sé með
henni blóð. í hvert skipti sem
Gurki hvessir egg sveðju sinnar,
sker hann sig því með henni í
fingurgóm áður en hann rennir
henni aftur í skeiðar, eins og
allir þeir hafa veitt athygli, sem
barizt hafa með Gurkum. Með
tilliti til þeirrar erfðavenju, eru
Gurkar undanþegnir þeirri kvöð
að draga sveðjur sínar úr skeið-
um við hersýningar, enda þótt
aðrir verði að sýna sverð sin
nakin.
Samband Gurkanna og Brezka
heimsveldisins á sér langan ald-
ur, og hefur löngum farið vel á
með Gurkum og Bretum. Það var
árið 1768, að Gurkar lirutust til
valda í Nepal eftir að hafa ger-
sigrað hina upprunalegu ibúa
landsins, og þótt þeir ættu siðan
í innbyrðis átökum og borgara-
styrjöld, gáfu þeir sér tíma til
að herja á Tíbetinga og reka
hina ásælnu Kínverja af hönd-
um sér.
Að því ioknu réðust þeir inn
í Indland og áttu þar orrustur við
hermenn hins Konunglega brezka
austurindverska verzlunarfélags.
Töpuðu brezkir mörgum smá-
orrustum, en unnu Gurka að