Úrval - 01.12.1962, Side 44
52
lokum í meginorrustunni og
gerðu þá við þá ævarandi sætt-
ir og vináttusáttmála sem staðið
hefur órofinn í 130 ár.
í indversku uppreisninni börð-
ust Gurkar af mikilii hreysti
með Bretum, og reyndist þá kjör-
orð Gurka, „að bregðast aldrei
neinum“, eins og endranær liggja
dýpra en á vörunum.
Gurka-hermenn liggja i hóp-
gröfum sínum að Gailipoli, Sinai,
Palestínu, Burma, Indlandi, Ita-
líu, Afriku og' Frakklandi.
Brezkir foringjar telja sér jafn-
an mikinn heiður að stjórna her-
sveitum Gurka, og þá ekki ein-
göngu fyrir það mikla frægðar-
orð, sem á þeim liggur og hinar
traustu erfðavenjur Gurkanna,
heldur og fyrir það að foring'jar
þeirra eru frjálsari og óháðari
skriffinnskuvaldinu en aðrir.
En Gurkarnir eru stoltir og
sjálfstæðir, eins og flestar þær
fjallaþjóðir, sem veigur er í —
skozku Hále-ndingarnir, Svart-
fjallabúar, Svisslendingar og kyn-
þættirnir í Alsír og Atlasfjöllum
.— og þýðir ekki að fá þeim þann
foringja, sem þeir telja sér ekki
samboðinn, einhverra hluta
vegna. Það hefnr stundum tek-
ið allt að því tvö ár að finna
Gurka-hersveit þann foringja,
sem hun veitti viðtöku — í fyllsta
skilningi.
Og þó veit enginn í rauninni
Ú R VA L
hvað því veldur, þegar þyrrk-
ingsleg og þögul hlýðni þeirra
við skipanir foringjans breyt-
ist allt í einu í ánægjiegt sam-
starf. .4 stundum virðist einhver
fyndni, sem foringjanum hefur
hrotið af munni, geta valdið
slíkri gerbreytingu — venjulega
eitthvað, sem flestir mundu kalla
smámuni. En hafi Gurkar einu
sinni viðurkennt foringja sinn
á þann hátt, fylgja þeir honum
skilyrðislaust út í opinn dauð-
ann ef þvi er að skipta.
Heima fyrir eru þeir ekki
lausir við tortryggni i garð
ókunnra og dálítið sjálfbyrg-
ingslegir. Þeir líta niður á Ind-
verja en upp til Evrópumanna,
sem þeir dá mjög fyrir yfirburði
i þekkingu, valdi og' áræði. Há-
skota meta þeir mest allra her-
manna, en knattspyrnan, sem er
eftirlætisíþrótt Gurka, tengir þá
vináttuböndum við brezk her-
fylki, hvar sem þeir fara.
Þótt fæstir Gurkar séu yfir
fimm fet og þrjá þumlunga að
hæð, bera þeir af öllum hvað
líkamskrafta, þrek, og þol snertir.
Sherpa Tenzing, sá sem gekk á
Everest með Ástralíumanninum,
Sir Edmund Hillary, er Gurki að
þjóðerni.
Árið 1899 setti Gurki einn það
met í fjallgöngu á eynni Skyen,
sem enn stendur óhag'gað.
Þannig stóð á að brezkur for-